Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 09:36 Elín sagðist sjá eineltistilburði í garð Vigdísar. Birgitta sagði ekki mega rugla saman einelti og meðvirkni. Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins sagði íræðu á þingsal í gærkvöldi að hún teldi sig sjá ákveðna eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, á þingi. „Það er stöðugt verið að gera grín að því sem hún segir. Og gera, að mér finnst, lítið úr henni. Og ég vil bara mótmæla þessu hérna,“ sagði Elín í gær.Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, svaraði Elínu og sagðist skammast sín fyrir orð sem Vigdís hefur látið falla í fjölmiðlum, til dæmis það sem hún sagði um sjálfstæði Möltu. Hún sagði Vigdísi þurfa að standa undir orðum sínum: „Hvort sem það er háttvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir eða háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þolir það ekki, ef maður kemur með bara svona hluti eins og þetta með Möltu sem að er verulega neyðarlegt fyrir landið okkar, þá verður háttvirtur þingmaður að geta staðið undir því.“ Birgitta sagði að varast þyrfti „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ Hún sagðist ekki túlka gagnrýni í garð Vigdísar sem einelti og sagði Vigdísi ekki hafa farið „einhver friðarveg, hvorki í þingsal né úti í samfélaginu.“ Birgitta sagðist skammast sín fyrir ummæli Vigdísar. „Og mér finnst nánast eins og þingið þurfi að biðjast velvirðingar á að þetta séu vitsmunirnir sem eru hér innanhúss. Mér finnst það agalegt. Ég skammast mín svo mikið.“ Tengdar fréttir „Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins sagði íræðu á þingsal í gærkvöldi að hún teldi sig sjá ákveðna eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, á þingi. „Það er stöðugt verið að gera grín að því sem hún segir. Og gera, að mér finnst, lítið úr henni. Og ég vil bara mótmæla þessu hérna,“ sagði Elín í gær.Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, svaraði Elínu og sagðist skammast sín fyrir orð sem Vigdís hefur látið falla í fjölmiðlum, til dæmis það sem hún sagði um sjálfstæði Möltu. Hún sagði Vigdísi þurfa að standa undir orðum sínum: „Hvort sem það er háttvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir eða háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þolir það ekki, ef maður kemur með bara svona hluti eins og þetta með Möltu sem að er verulega neyðarlegt fyrir landið okkar, þá verður háttvirtur þingmaður að geta staðið undir því.“ Birgitta sagði að varast þyrfti „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ Hún sagðist ekki túlka gagnrýni í garð Vigdísar sem einelti og sagði Vigdísi ekki hafa farið „einhver friðarveg, hvorki í þingsal né úti í samfélaginu.“ Birgitta sagðist skammast sín fyrir ummæli Vigdísar. „Og mér finnst nánast eins og þingið þurfi að biðjast velvirðingar á að þetta séu vitsmunirnir sem eru hér innanhúss. Mér finnst það agalegt. Ég skammast mín svo mikið.“
Tengdar fréttir „Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
„Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00
Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23