Rúmlega 50 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu í dag, heldur fleiri en mældust í gær. Klukkan 2 í nótt varð skjálfti upp á 5,1 og klukkan rúmlega 8 í morgun mældist skjálfti upp á 4,5. Báðir þessir skjálftar, auk þess sem varð í kvöld, urðu við norðanverðan öskjubarminn.
Gosið í Holuhrauni heldur einnig áfram líkt og undanfarið, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Í augnablikinu er þó erfitt að fylgjast með gosinu í gegnum vefmyndavél þar sem skyggni er slæmt. Hér að neðan má hins vegar sjá ansi tilkomumikið myndband af eldgosinu og gríðarstórri hraunbreiðunni.