Enski boltinn

Wenger ósáttur | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Arsene Wenger knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal var allt annað en sáttur við að lið hans hafi aðeins náð í eitt stig gegn Tottenham á heimavelli í dag.

„Við vorum mikið með boltann og þetta fór 1-1. Auðvitað er ég ósáttur. Það var góður andi í liðinu og einbeiting,“ sagði Wenger eftir leikinn.

„Við vorum 77% með boltann í seinni hálfleik sem er ótrúlegt. Ég er ósáttur við að hafa tapað tveimur stigum og ósáttur með að hafa ekki nýtt föst leikatriði betur. Við viljum fá eitthvað fyrir alla þá vinnu sem við leggjum í leikina.

„Þú vilt alltaf skapa fleiri færi en þetta er enska úrvalsdeildin, lið liggja til baka. Ég hafði líka takmarkaða valmöguleika því ég missti leikmenn í meiðsli. Ég átti aðeins einn sóknarsinnaðan leikmann til að setja inn á eftir hálfleik,“ sagði Wenger sem reiknar ekki með að Aaron Ramsey og Mikel Arteta verði klárir í slaginn í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×