Enski boltinn

Jafntefli í Norður-Lundúnaslagnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Eitt stig er betra en ekkert
Eitt stig er betra en ekkert vísir/getty
Arsenal og Tottenham skildu jöfn 1-1 í nágranaslagnum í Norður-Lundúnum í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði mörkin voru skoruð í seinni hálfleik.

Fyrri hálfleikur var markalaus og fátt um færi en Arsenal hóf seinni hálfleikinn af miklum krafti og var það nokkuð gegn gangi leiksins þegar Nacer Chadli kom Tottenham yfir eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik.

Alex Oxlade-Chamberlain jafnaði metin sextán mínútum fyrir leikslok og reyndist það síðasta mark leiksins.

Arsenal fer í tíu stig í sex leikjum og er tveimur stigum á undan Tottenham sem getur þakkað markverði sínum, Hugo Lloris stigið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×