"Núverandi stefna er ekki að virka“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. febrúar 2014 22:39 Vilhjálmur Árnason starfaði sem lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. „Refsingarnar virðast ekki hafa það mikil áhrif. Ég sé að núverandi stefna er ekki að virka og að hún getur í fullmörgum tilfellum verið hindrandi því að fólk nái sér út úr óreglunni,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur er einn flutningsmanna þingsályktunartillögu Pírata um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum áhrifum fíkniefna. Vilhjálmur starfaði sem lögregluþjónn áður en hann hlaut sæti í þingi nú í vor og þekkir því til fíkniefnamála og refsistefnu stjórnvalda betur en margir. Hann segir að ríkjandi viðhorf til fíkniefnaneytanda sé skaðsamt.Aðstoða ber fíkniefnaneytendur „Þú ert kannski ungur og þú byrjar í neyslu og þú veist ekkert hvað þú ert að gera,“ segir Vilhjálmur. „Svo kannski áttar þú þig á því og vilt breyta til, þá er kannski búið að útiloka svo mikið af því að þú ert á sakaskrá, skuldar ríkinu eitthvað og þarft að vinna það upp. Þú þarft alltaf að byrja á því að losa þig við fortíðina.“ Vilhjálmur bendir einnig á að oft leiðist fólk út í fíkniefnaneyslu vegna vanlíðan eða andlegrar vanheilsu. „Þá er það besta til að komast út úr þessari andlegu vanlíðan, það er ábyggilega að fá góða vinnu eða komast í nám. Þá má þetta ekki vera á bakinu á þér að hindra þig í því.“ Vilhjálmur segir að stefna stjórnvalda eigi að ganga út á það að reyna að aðstoða fíkniefnaneytendur úr vanda sínum, frekar en að taka sífellt á móti fólki sem glæpamönnum. Það sé þó ekki þar með sagt að fíkniefnaneysla verði dæmd æskileg. „Ég vil hafa skýra reglu að samfélagið „gúdderi“ ekki fíkniefni. Það verður að vera mjög strangt eftirlit með þeim sem aka undir áhrifum fíkniefna, það má vera meira „tolerance“ fyrir því að fyrirtæki mæli starfsfólk upp á fíkniefni og annað slíkt.“Vill opna umræðu Vilhjálmur segist ekki eiga von á því að refsing við neyslu fíkniefna verði afnumin nú á næstunni. Hann vonar þó að með þessari nýju tillögu fari af stað umræða um fíkniefnastefnu og hvernig henni mætti breyta til batnaðar. „Fyrst og fremst snýst þetta um að skapa þessa umræðu. Að líta á þessa staðreynd, að fíkniefnaneysla er að aukast þrátt fyrir refsistefnuna. Svo erum við með dæmi eins og frá Portúgal, þar sem neysla fíkniefna er bönnuð en það er ekkert refsað fyrir það. Og þar lækkaði neyslan strax og þeir sáu strax árangurinn af því.“ „Ég á von á því að nú verði fólk tilbúið að koma og ræða málin. Það er svo oft þegar við förum að ræða þessi mál, að þá er þetta er allt bara upphrópanir. Það er aldrei hægt að taka bara skynsamlega umræðu. Er þetta að virka eða er þetta ekki að virka? Eigum við að draga úr refsistefnu eða þurfum við að herða hana? Er nóg að bæta bara í forvarnir og fræðslu eða eigum við að draga úr refsistefnu, vegna þess að það hefur virkað annars staðar, og bæta hinu við?“ „Þetta er mjög áhugaverð umræða en það er mikilvægt að hún sé rædd af skynsemi. Við fögnum því að þessi umræða sé byrjuð og vonum að hún leiði til þess að fíkniefnaneysla minnki. Það er okkar draumur.“ Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Sjá meira
„Refsingarnar virðast ekki hafa það mikil áhrif. Ég sé að núverandi stefna er ekki að virka og að hún getur í fullmörgum tilfellum verið hindrandi því að fólk nái sér út úr óreglunni,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur er einn flutningsmanna þingsályktunartillögu Pírata um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum áhrifum fíkniefna. Vilhjálmur starfaði sem lögregluþjónn áður en hann hlaut sæti í þingi nú í vor og þekkir því til fíkniefnamála og refsistefnu stjórnvalda betur en margir. Hann segir að ríkjandi viðhorf til fíkniefnaneytanda sé skaðsamt.Aðstoða ber fíkniefnaneytendur „Þú ert kannski ungur og þú byrjar í neyslu og þú veist ekkert hvað þú ert að gera,“ segir Vilhjálmur. „Svo kannski áttar þú þig á því og vilt breyta til, þá er kannski búið að útiloka svo mikið af því að þú ert á sakaskrá, skuldar ríkinu eitthvað og þarft að vinna það upp. Þú þarft alltaf að byrja á því að losa þig við fortíðina.“ Vilhjálmur bendir einnig á að oft leiðist fólk út í fíkniefnaneyslu vegna vanlíðan eða andlegrar vanheilsu. „Þá er það besta til að komast út úr þessari andlegu vanlíðan, það er ábyggilega að fá góða vinnu eða komast í nám. Þá má þetta ekki vera á bakinu á þér að hindra þig í því.“ Vilhjálmur segir að stefna stjórnvalda eigi að ganga út á það að reyna að aðstoða fíkniefnaneytendur úr vanda sínum, frekar en að taka sífellt á móti fólki sem glæpamönnum. Það sé þó ekki þar með sagt að fíkniefnaneysla verði dæmd æskileg. „Ég vil hafa skýra reglu að samfélagið „gúdderi“ ekki fíkniefni. Það verður að vera mjög strangt eftirlit með þeim sem aka undir áhrifum fíkniefna, það má vera meira „tolerance“ fyrir því að fyrirtæki mæli starfsfólk upp á fíkniefni og annað slíkt.“Vill opna umræðu Vilhjálmur segist ekki eiga von á því að refsing við neyslu fíkniefna verði afnumin nú á næstunni. Hann vonar þó að með þessari nýju tillögu fari af stað umræða um fíkniefnastefnu og hvernig henni mætti breyta til batnaðar. „Fyrst og fremst snýst þetta um að skapa þessa umræðu. Að líta á þessa staðreynd, að fíkniefnaneysla er að aukast þrátt fyrir refsistefnuna. Svo erum við með dæmi eins og frá Portúgal, þar sem neysla fíkniefna er bönnuð en það er ekkert refsað fyrir það. Og þar lækkaði neyslan strax og þeir sáu strax árangurinn af því.“ „Ég á von á því að nú verði fólk tilbúið að koma og ræða málin. Það er svo oft þegar við förum að ræða þessi mál, að þá er þetta er allt bara upphrópanir. Það er aldrei hægt að taka bara skynsamlega umræðu. Er þetta að virka eða er þetta ekki að virka? Eigum við að draga úr refsistefnu eða þurfum við að herða hana? Er nóg að bæta bara í forvarnir og fræðslu eða eigum við að draga úr refsistefnu, vegna þess að það hefur virkað annars staðar, og bæta hinu við?“ „Þetta er mjög áhugaverð umræða en það er mikilvægt að hún sé rædd af skynsemi. Við fögnum því að þessi umræða sé byrjuð og vonum að hún leiði til þess að fíkniefnaneysla minnki. Það er okkar draumur.“
Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Sjá meira
Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36
„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54
Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00
Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44