„Fræðimenn eru ekki vandamálið - frekar stjórnmálamennirnir“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. febrúar 2014 15:44 Baldur rannsakar nú alþjóðasamskipti Íslands á miðöldum og segist viss um að verða ekki fyrir skítkasti vegna þess. Það mætti helst ætla af ummælum ráðamanna að helsta vandamálið sé málflutningur fræðimanna. En vanamálið er miklu frekar málflutningur stjórnmálamanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Skoðanir Baldurs voru gerðar að umtalsefni á Alþingi í dag, þegar rætt var Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar, unnin að beiðni Samtaka Atvinnulífsins, Viðskiptaráði og Alþýðisambandi Íslands.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Árni Páll Árnasonræddu um skýrslu Alþjóðamálastofnunar og hvort hana ætti að ræða í þinginu þegar hún kemur út, eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag. Árni Páll gagnrýndi þá orð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem lét eftirfarandi orð falla í samtali við fréttastofu Bylgjunnar og Vísis: „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB.“Kemur ekki nálægt vinnu skýrslunnar Sigmundur tók í svipaðan streng á þinginu í dag og beindi orðum sínum að skoðunum Baldurs: „Þegar menn blanda sér í þjóðmálaumræðuna og hafa sterkar skoðanir á pólitískum málefnum er að sjálfsögðu eðlilegt að þeir sem ekki eru sömu skoðunar bregðist við því, það hlýtur að vera eðlilegt að menn geti rökrætt. Af því að hæstvirtur þingmaður sér ástæðu til að setja sérstaklega út á það að ég skuli nefna hér að ákveðnir menn í háskólanum hafi tilteknar skoðanir skýtur það skökku við, sérstaklega í þessu tilviki þar sem um er að ræða núverandi, eða að minnsta kosti fyrrverandi, varaþingmann Samfylkingarinnar sem hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar, hvorki í umræðu almennt í samfélaginu né í þessum ræðustól." Baldri þykir sérstakt að nafn sitt beri á góma þegar skýrsla Alþjóðamálstofnunar er rædd. „Mér finnst sérstakt að ég nafn mitt sé tengt við þessa skýrslu og Alþjóðamálstofnun. Það eru tvö og hálft ár síðan ég hætti sem stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar og ég kem ekkert nálægt þessari skýrslu. Ekki að ég sé að forðast að vinna við skýrsluna, ég er bara að vinna í öðru“ útskýrir Baldur og heldur áfram: „Ég er að rannsaka alþjóðasamskipti Íslands á miðöldum. Ég veit að ég á ekki hættu á að lenda í skítkasti útaf því,“ segir Baldur. Afstaða forsætisráðherra til fræðimanna hefur verið mikið rædd að undanförnu, meðal annars á Alþingi í morgun. „Okkur virðist vera algjörlega fyrirmunað að kafa djúpt í málefnin og ræða þau til hlítar. Þetta endar alltaf í einhverjum persónulegum árásum.“ Fyrirframgefnar niðurstöðurBaldri þykir ummæli ráðamanna um skýrslu Alþjóðamálastofnunar ekki bera vott um vilja til heilbrigðra skoðanaskipta. „Þeir eru búnir að gefa sér niðurstöður fyrirfram. Þeir gefa sér það hverjir séu að vinna að henni, án þess að vita það í raun. Ég velti því fyrir mér af hverju þeir eru að þessu. Mér dettur helst í hug að þeir séu að reyna að drepa umræðunni á dreif, til þess að forðast að kafað sé djúpt í skýrslu Hagfræðistofnunar, þar sem margt merkilegt kemur fram.“Umræðan og ummæli sem ná ekki nokkurri átt Umræðan um skýrslu Hagfræðistofnunnar þótti Baldri sérstök. „Skýrslunni var lekið í Morgunblaðið sem virðist hafa átt að stýra umræðunni um hana. Þar virðist bara átt að ræða um hana á algjörum áróðursnótum. En ég myndi vilja ræða hana ítarlega og forðast að hafa umræðuna í fyrirsagnastíl,“ segir Baldur. „En málaflutningurinn er þannig að mönnum virðist vera alveg sama um hvort þeir hafi einhver rök á bakvið það sem þeir segja. Eins og þetta að halda að ég hafi eitthvað að gera með skýrslu Alþjóðamálastofnunar, eða ummæli utanríkisráðherra um Úkraínu. Þau ummæli voru í raun ótrúleg, þau ná ekki nokkurri átt. Þess vegna segi ég að vandamálið sé ekki fræðimennirnir heldur miklu frekar stjórnmálamennirnir. Tengdar fréttir Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27 Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37 ESB ekki að hjálpa Úkraínu Gunnar Bragi Sveinsson telur að ástandið í Úkraínu og efnhagsástand Miðjarðarhafsríkja megi rekja til aðgerða Evrópusambandsins. 19. febrúar 2014 17:23 „Þingmenn Framsóknarflokksins eru á Fésbók að gorta sig“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er æfur vegna þess að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið lak í fjölmiðla. 18. febrúar 2014 14:17 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Krefjast þess að Gunnar Bragi biðjist afsökunar Ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. 20. febrúar 2014 13:53 Evrópuskýrslan til umræðu á Alþingi í dag Þingfundur hefst kl. 15. 19. febrúar 2014 10:56 Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56 „Samband fullvalda ríkja“ Aðildarríkin hafa síðasta orðið um hvaða vald er framselt stofnunum ESB 18. febrúar 2014 15:11 „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Forsætisráðherra sagði, á Alþingi í morgun, að sjálfsagt væri ræða Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ þegar hún verður tilbúin. Hann bætti við: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ 20. febrúar 2014 11:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Það mætti helst ætla af ummælum ráðamanna að helsta vandamálið sé málflutningur fræðimanna. En vanamálið er miklu frekar málflutningur stjórnmálamanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Skoðanir Baldurs voru gerðar að umtalsefni á Alþingi í dag, þegar rætt var Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar, unnin að beiðni Samtaka Atvinnulífsins, Viðskiptaráði og Alþýðisambandi Íslands.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Árni Páll Árnasonræddu um skýrslu Alþjóðamálastofnunar og hvort hana ætti að ræða í þinginu þegar hún kemur út, eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag. Árni Páll gagnrýndi þá orð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem lét eftirfarandi orð falla í samtali við fréttastofu Bylgjunnar og Vísis: „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB.“Kemur ekki nálægt vinnu skýrslunnar Sigmundur tók í svipaðan streng á þinginu í dag og beindi orðum sínum að skoðunum Baldurs: „Þegar menn blanda sér í þjóðmálaumræðuna og hafa sterkar skoðanir á pólitískum málefnum er að sjálfsögðu eðlilegt að þeir sem ekki eru sömu skoðunar bregðist við því, það hlýtur að vera eðlilegt að menn geti rökrætt. Af því að hæstvirtur þingmaður sér ástæðu til að setja sérstaklega út á það að ég skuli nefna hér að ákveðnir menn í háskólanum hafi tilteknar skoðanir skýtur það skökku við, sérstaklega í þessu tilviki þar sem um er að ræða núverandi, eða að minnsta kosti fyrrverandi, varaþingmann Samfylkingarinnar sem hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar, hvorki í umræðu almennt í samfélaginu né í þessum ræðustól." Baldri þykir sérstakt að nafn sitt beri á góma þegar skýrsla Alþjóðamálstofnunar er rædd. „Mér finnst sérstakt að ég nafn mitt sé tengt við þessa skýrslu og Alþjóðamálstofnun. Það eru tvö og hálft ár síðan ég hætti sem stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar og ég kem ekkert nálægt þessari skýrslu. Ekki að ég sé að forðast að vinna við skýrsluna, ég er bara að vinna í öðru“ útskýrir Baldur og heldur áfram: „Ég er að rannsaka alþjóðasamskipti Íslands á miðöldum. Ég veit að ég á ekki hættu á að lenda í skítkasti útaf því,“ segir Baldur. Afstaða forsætisráðherra til fræðimanna hefur verið mikið rædd að undanförnu, meðal annars á Alþingi í morgun. „Okkur virðist vera algjörlega fyrirmunað að kafa djúpt í málefnin og ræða þau til hlítar. Þetta endar alltaf í einhverjum persónulegum árásum.“ Fyrirframgefnar niðurstöðurBaldri þykir ummæli ráðamanna um skýrslu Alþjóðamálastofnunar ekki bera vott um vilja til heilbrigðra skoðanaskipta. „Þeir eru búnir að gefa sér niðurstöður fyrirfram. Þeir gefa sér það hverjir séu að vinna að henni, án þess að vita það í raun. Ég velti því fyrir mér af hverju þeir eru að þessu. Mér dettur helst í hug að þeir séu að reyna að drepa umræðunni á dreif, til þess að forðast að kafað sé djúpt í skýrslu Hagfræðistofnunar, þar sem margt merkilegt kemur fram.“Umræðan og ummæli sem ná ekki nokkurri átt Umræðan um skýrslu Hagfræðistofnunnar þótti Baldri sérstök. „Skýrslunni var lekið í Morgunblaðið sem virðist hafa átt að stýra umræðunni um hana. Þar virðist bara átt að ræða um hana á algjörum áróðursnótum. En ég myndi vilja ræða hana ítarlega og forðast að hafa umræðuna í fyrirsagnastíl,“ segir Baldur. „En málaflutningurinn er þannig að mönnum virðist vera alveg sama um hvort þeir hafi einhver rök á bakvið það sem þeir segja. Eins og þetta að halda að ég hafi eitthvað að gera með skýrslu Alþjóðamálastofnunar, eða ummæli utanríkisráðherra um Úkraínu. Þau ummæli voru í raun ótrúleg, þau ná ekki nokkurri átt. Þess vegna segi ég að vandamálið sé ekki fræðimennirnir heldur miklu frekar stjórnmálamennirnir.
Tengdar fréttir Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27 Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37 ESB ekki að hjálpa Úkraínu Gunnar Bragi Sveinsson telur að ástandið í Úkraínu og efnhagsástand Miðjarðarhafsríkja megi rekja til aðgerða Evrópusambandsins. 19. febrúar 2014 17:23 „Þingmenn Framsóknarflokksins eru á Fésbók að gorta sig“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er æfur vegna þess að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið lak í fjölmiðla. 18. febrúar 2014 14:17 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Krefjast þess að Gunnar Bragi biðjist afsökunar Ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. 20. febrúar 2014 13:53 Evrópuskýrslan til umræðu á Alþingi í dag Þingfundur hefst kl. 15. 19. febrúar 2014 10:56 Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56 „Samband fullvalda ríkja“ Aðildarríkin hafa síðasta orðið um hvaða vald er framselt stofnunum ESB 18. febrúar 2014 15:11 „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Forsætisráðherra sagði, á Alþingi í morgun, að sjálfsagt væri ræða Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ þegar hún verður tilbúin. Hann bætti við: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ 20. febrúar 2014 11:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27
Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37
ESB ekki að hjálpa Úkraínu Gunnar Bragi Sveinsson telur að ástandið í Úkraínu og efnhagsástand Miðjarðarhafsríkja megi rekja til aðgerða Evrópusambandsins. 19. febrúar 2014 17:23
„Þingmenn Framsóknarflokksins eru á Fésbók að gorta sig“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er æfur vegna þess að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið lak í fjölmiðla. 18. febrúar 2014 14:17
Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03
Krefjast þess að Gunnar Bragi biðjist afsökunar Ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. 20. febrúar 2014 13:53
Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56
„Samband fullvalda ríkja“ Aðildarríkin hafa síðasta orðið um hvaða vald er framselt stofnunum ESB 18. febrúar 2014 15:11
„Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Forsætisráðherra sagði, á Alþingi í morgun, að sjálfsagt væri ræða Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ þegar hún verður tilbúin. Hann bætti við: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ 20. febrúar 2014 11:35