Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2014 13:36 Pétur Þorsteinsson. Varð fyrir vonbrigðum með umræðuna á þingi - fannst þetta óttalegt mélkisuvæl. Í gær var fíkniefnavandinn til umræðu á Alþingi. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kallaði eftir umræðu um hugsanlega breytta stefnu svo sem afglæpavæðingu en þeir framsóknarmenn sem tóku þátt í umræðunni tóku því af og frá. Þorsteinn Sæmundsson Framsóknarflokki telur að ráðast megi að „rótum vandans með því að efla löggæslu á landamærum, efla tollgæslu.“ Þorsteinn sagði: „ Við leysum þessi mál ekki endilega með því að hlaupa til í fljótræði og breyta um kúrs.“ Og flokksystir hans, Fjóla Hrund Björnsdóttir, tók í sama streng: „Afglæpavæðing fíkniefna er heldur stórt skref fyrir okkur og tel ég að það séu aðgerðir sem við eigum alls ekki að ráðast í.“ Viðbrögð annarra þingmanna voru „mélkisuleg“ – svo vitnað sé til orða Péturs Þorsteinssonar.Mélkisuvæl og vonbrigði Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og formaður Snarrótar, fylgdist með umræðunni og honum virðist ráðherra víðsýnastur og hreinskilnastur þeirra sem þátt tóku í henni. „Fyrstu viðbrögð mín eru sár vonbrigði. Ég hélt að menn væru komnir aðeins lengra en fram kom í umræðunum,“ segir Pétur sem hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem vilja taka stefnuna í fíkniefnamálum til gagngerrar endurskoðunar. Hann les það úr umræðunni að ræðumenn hafi allir sem einn verið sammála um að veita „glæpahyski áfram einkaleyfi á skattfrjálsri sölu ólöglegra vímuefna“ og vísar þar með til þess að enginn þingmanna treysti sér svo mikið sem nefna möguleikann á lögleiðingu fíkniefna. Þá segir hann að flestir hafi talað um mikilvægi forvarna og meðferðar en telur vanta verulega á að menn hafi einhverja markvissa stefnu í þeim efnum. Pétur greinir vissulega einhvers konar hugarfarsbreytingu á þingi en „ég er samt þess fullviss að Alþingi lullar á eftir þjóðinni í þessum efnum. Krafan um róttækar breytingar er orðin býsna hávær í samfélaginu. Sú krafa má ekki koðna niður í mélkisuvæl um aukna sjúkdómsvæðingu.“Helgi Hrafn var málshefjandi og segir dópstríðið engan árangur hafa borið.Fertugt dópstríð og enginn árangur En, hvernig voru svo þessar umræður á þinginu í gær? Málshefjandi var Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Hann hóf sitt mál á því að tala um að fíkn sé hvorki spurning um viðhorf né hlýðni heldur spurning um heilbrigði. Þó vel liggi við að einfaldlega banna neyslu fíkniefna verður að benda á tvennt: Í fyrsta lagi gefur það vísbendingu um að samfélagið sé haldið sömu ranghugmynd og fíkillinn sjálfur, nefnilega þeirri að hann geti hætt hvenær sem hann vilji, því að sannleikurinn er sá að fíkillinn getur ekki hætt þó að hann vilji það nema í um það bil 5 prósent tilfella. Í næstum því öllum tilfellum sem hann sjálfur vill og reynir mun honum mistakast. Þannig virkar fíkn. Það þarf meira en bara viljastyrk, það þar hjálp. Ekki refsingu heldur hjálp.“ Í öðru lagi benti Helgi Hrafn á að dópstríðið sé orðið fertugt, það hefur kostað gríðarlega fjármuni og samfélagslegar fórnir sem litlu hafa skilað til að ná upprunalega markmiðinu, sem var að vinna gegn neyslu fíkniefna og skapa heilbrigt samfélag. „Dópstríðið hefur einfaldlega ekki borið árangur. Enginn mótmælir þeirri fullyrðingu lengur.“ Helgi vill hætta að refsa fólki fyrir fíkniefnaneyslu, refsistefnan hefur skapað fullkominn trúnaðarbrest milli fíkilsins og yfirvalda – fíkillinn lítur fyrst og fremst á yfirvöld sem óvin.Kristján Þór. Framsóknarmenn, félagar hans í stjórn, vilja ekki ljá máls á breyttri stefnu.Vandinn vex ár frá ári Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vakti athygli í síðustu viku þegar hann lét þau ummæli falla í síðustu viku að nauðsynlegt væri að endurskoða refsistefnuna í fíkniefnamálum. Hann tók næstur til máls og minnti á að árið 1997 samþykktu ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002 og kallaði í framhaldinu eftir opinskárri, heiðarlegri og fordómalausri umræðu. „Okkur ber einfaldlega að ræða allar mögulegar leiðir, hvort heldur það er lögleiðing fíkniefna, það sem hefur verið kallað afrefsivæðing eða afglæpavæðing, hversu vitlegt sem það orð er nú, eða herta löggjöf.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu vex vandinn frá ári hverju: „Fíkniefnabrotum hefur fjölgað ár frá ári frá 2009, úr 883 upp í 1.725 á síðasta ári, þrátt fyrir yfirlýsingu ríkisstjórnar og stærsta sveitarfélags landsins á árinu 1997,“ sagði heilbrigðisráðherra og taldi að taka yrði til umræðu afnám afnám refsingar fíkla. Hann vitnaði í Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, Helga Gunnlaugssonar, sem hefur sagt, með leyfi forseta: „Þessi refsistefna hefur margvíslega galla eins og þann að krakkar sem ekki eru í öðrum brotum geta lent í klóm réttvísinnar og á sakaskrá sem getur haft afleiðingar fyrir þau í framtíðinni.“Fíkniefni eru ólögleg Þrátt fyrir að boltinn hafi þarna verið gefinn upp mjakaðist umræðan lítt áfram eftir þetta, og ljóst er að þingmenn óttast mjög að stugga við gamalgrónum viðhorfum í fíkniefnamálum. Vonbrigði Péturs Þorsteinssonar eru þannig séð ekki úr vegi.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu taldi rétt að sýna fíklum mannúð og bjóða þá velkomna í samfélag „okkar hinna“ en vill alls ekki að þar með sé verið að leggja blessun yfir neyslu eiturlyfja. „Ég vil þó taka fram að ég er á þessari stundu ekki tilbúin til að segja mig hlynnta lögleiðingu fíkniefna en ég tel stefnu okkar í málaflokknum algjörlega óviðunandi.“ Sigríður Ingibjörg sagðist íhaldssöm í þessum efnum.Fjóla Hrund Björnsdóttir Framsóknarflokki hóf mál sitt á að segja lögregluna í Reykjavík hafa komið upp um 50 fíkniefnamál síðustu daga, 50 fíkniefnamál hér á Íslandi. „Við verðum að sporna gegn því að þetta endurtaki sig. Á síðasta ári komu upp 2.189 fíkniefnabrot og þar af voru 1.725 fyrir vörslu fíkniefna sem lögreglan hafði þá afskipti af. Þetta eru gríðarlega háar tölur. Við verðum að minnka fjölda fíkniefnamála sem upp koma hér á landi.“ Og hvernig vill Fjóla Hrund fara að því? „Einstaklingur sem lögregla tekur með ákveðið magn af fíkniefnum í fórum sínum fær það fært í sakaskrá sína og er þá á sakaskrá í þrjú ár. Einstaklingur sem tekinn er með fíkniefni í sinni vörslu fær sekt. Þessi tvö atriði ættu að nægja til að sporna gegn aukinni fíkniefnaneyslu og vera ákveðin forvörn.“ Fjóla Hrund sagði aukin heldur: „Afglæpavæðing fíkniefna er heldur stórt skref fyrir okkur og tel ég að það séu aðgerðir sem við eigum alls ekki að ráðast í,“ sagði Fjóla Hrund sem vill leggja áherslu á forvarnir og minnti á að það er ástæða fyrir því að fíkniefni eru ólögleg.Hættum að refsa veiku fólkiSteinunn Þóra Árnadóttir Vinstri grænum taldi hertar refsingar, aukna löggæslu og að lokum stærri fangelsi ekki leysa neinn vanda. Hún tók undir með málshefjanda að ekki beri að refsa sjúku fólki.Róbert Marshall Bjartri framtíð telur nauðsynlegt að setja meira fjármagn í einkum meðferðarstarf en einnig forvarnir og löggæslumál. Þá telur hann fráleitt að setja burðardýr, oft ungt fólk, í fangelsi í fleiri ár.Birgitta Jónsdóttir Pírati lýsti yfir þakklæti vegna þess hversu langt við erum komin. „Ég er mjög þakklát fyrir það hve langt við erum komin. Ég er þakklát fyrir að við þorum að tala um þetta mál af heiðarleika og einurð. Það er svo sannarlega kominn tími til að við hverfum af braut refsistefnunnar og hættum að refsa veiku fólki.“ Birgitta boðaði að Píratar ætli að leggja fram stefnu um þessi málefni á þingi.Helgi Hjörvar Samfylkingu benti á að stefna okkar í fíkniefnamálum skilar einfaldlega ekki árangri. „Notkunin vex og fórnarlömbunum fjölgar með tilheyrandi dauðsföllum, heilbrigðistjóni og félagslegum vandamálum og stefnu sem skilar jafnslæmum árangri er nauðsynlegt að endurskoða.“ Helgi vill læra af reynslu annarra og tekur undir með Róbert um orðum verði að fylgja gjörðir; aukið fjármagn í málaflokkinn.Vilja herða á skrúfunni Þorsteinn Sæmundsson Framsóknarflokki taldi umræðuna á þingi á villigötum. Hann vill ráðast að rót vandans sem hann telur framboðið sem er að eyðileggja líf ungmenna hér. „Aukið framboð stoppum við helst með því að efla löggæslu á landamærum, efla tollgæslu.“ Þorsteinn nefnir að hugsanlega megi dæma neytendur til afvötnunar en við ... „leysum þessi mál ekki endilega með því að hlaupa til í fljótræði og breyta um kúrs. Við þurfum að koma í veg fyrir að fíkniefni séu flutt og seld. Við þurfum að stoppa dólgana á skólalóðunum sem hneppa grunnskólanemendur í þessa fjötra. Þar skulum við taka til hendinni.“Lilja Rafney Magnúsdóttir í Vinstri grænum var næst í pontu. Hún sagði löndin í kringum okkur hafi beitt ólíkum leiðum til að takast á við fíkniefnavandann: Svíar hamlandi stefnu, Hollendingar mjög frjálslyndri stefnu og Portúgalar hafa tekið upp svokallaða „afglæpunarstefnu“ sem gerir ekki refsivert að neyta fíkniefna eða hafa þau í fórum sér. Lilja Rafney er ekki eins frjálslynd og Steinunn Þóra flokkssystir hennar og segir refsistefnuna senda þau skilaboð út í samfélagið, sérstaklega til ungs fólks, að neysla fíkniefna sé ekki liðin í samfélaginu. „Ég segi fyrir mína parta að ég vil stíga varlega til jarðar í auknu frjálsræði, en ég tel rétt að við tökum umræðuna óhikað því að hún er nauðsynleg.“Björt Ólafsdóttir Bjartri framtíð talaði um að allir geti verið sammála um að vímuefni séu skaðleg, forvarnir séu ráð til að bregðast við vandanum ... „en þær kosta eitthvað en við vitum öll að þær skila okkur margfalt til baka.“ Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 "Refsingar skaðlegar fyrir samfélagið“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. 19. febrúar 2014 15:19 Styður afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma rök Ráðherra ræðir menntun heilbrigðisstarfsmanna, hversu alvarlega ríkið tekur áfengis- og vímuefnavandann og hann segist styðja afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök. 24. janúar 2014 15:29 Stefnumótun í vímuefnamálum verður til umræðu Sérstök umræða verður á Alþingi í dag um stefnumótun ríkisins í vímuefnamálum en þá mun Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður Pírata, taka til máls. 19. febrúar 2014 11:52 Heilbrigðisráðherra ræðir um fíkniefnamál Er refsistefnan að virka? 13. febrúar 2014 13:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Í gær var fíkniefnavandinn til umræðu á Alþingi. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kallaði eftir umræðu um hugsanlega breytta stefnu svo sem afglæpavæðingu en þeir framsóknarmenn sem tóku þátt í umræðunni tóku því af og frá. Þorsteinn Sæmundsson Framsóknarflokki telur að ráðast megi að „rótum vandans með því að efla löggæslu á landamærum, efla tollgæslu.“ Þorsteinn sagði: „ Við leysum þessi mál ekki endilega með því að hlaupa til í fljótræði og breyta um kúrs.“ Og flokksystir hans, Fjóla Hrund Björnsdóttir, tók í sama streng: „Afglæpavæðing fíkniefna er heldur stórt skref fyrir okkur og tel ég að það séu aðgerðir sem við eigum alls ekki að ráðast í.“ Viðbrögð annarra þingmanna voru „mélkisuleg“ – svo vitnað sé til orða Péturs Þorsteinssonar.Mélkisuvæl og vonbrigði Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og formaður Snarrótar, fylgdist með umræðunni og honum virðist ráðherra víðsýnastur og hreinskilnastur þeirra sem þátt tóku í henni. „Fyrstu viðbrögð mín eru sár vonbrigði. Ég hélt að menn væru komnir aðeins lengra en fram kom í umræðunum,“ segir Pétur sem hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem vilja taka stefnuna í fíkniefnamálum til gagngerrar endurskoðunar. Hann les það úr umræðunni að ræðumenn hafi allir sem einn verið sammála um að veita „glæpahyski áfram einkaleyfi á skattfrjálsri sölu ólöglegra vímuefna“ og vísar þar með til þess að enginn þingmanna treysti sér svo mikið sem nefna möguleikann á lögleiðingu fíkniefna. Þá segir hann að flestir hafi talað um mikilvægi forvarna og meðferðar en telur vanta verulega á að menn hafi einhverja markvissa stefnu í þeim efnum. Pétur greinir vissulega einhvers konar hugarfarsbreytingu á þingi en „ég er samt þess fullviss að Alþingi lullar á eftir þjóðinni í þessum efnum. Krafan um róttækar breytingar er orðin býsna hávær í samfélaginu. Sú krafa má ekki koðna niður í mélkisuvæl um aukna sjúkdómsvæðingu.“Helgi Hrafn var málshefjandi og segir dópstríðið engan árangur hafa borið.Fertugt dópstríð og enginn árangur En, hvernig voru svo þessar umræður á þinginu í gær? Málshefjandi var Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Hann hóf sitt mál á því að tala um að fíkn sé hvorki spurning um viðhorf né hlýðni heldur spurning um heilbrigði. Þó vel liggi við að einfaldlega banna neyslu fíkniefna verður að benda á tvennt: Í fyrsta lagi gefur það vísbendingu um að samfélagið sé haldið sömu ranghugmynd og fíkillinn sjálfur, nefnilega þeirri að hann geti hætt hvenær sem hann vilji, því að sannleikurinn er sá að fíkillinn getur ekki hætt þó að hann vilji það nema í um það bil 5 prósent tilfella. Í næstum því öllum tilfellum sem hann sjálfur vill og reynir mun honum mistakast. Þannig virkar fíkn. Það þarf meira en bara viljastyrk, það þar hjálp. Ekki refsingu heldur hjálp.“ Í öðru lagi benti Helgi Hrafn á að dópstríðið sé orðið fertugt, það hefur kostað gríðarlega fjármuni og samfélagslegar fórnir sem litlu hafa skilað til að ná upprunalega markmiðinu, sem var að vinna gegn neyslu fíkniefna og skapa heilbrigt samfélag. „Dópstríðið hefur einfaldlega ekki borið árangur. Enginn mótmælir þeirri fullyrðingu lengur.“ Helgi vill hætta að refsa fólki fyrir fíkniefnaneyslu, refsistefnan hefur skapað fullkominn trúnaðarbrest milli fíkilsins og yfirvalda – fíkillinn lítur fyrst og fremst á yfirvöld sem óvin.Kristján Þór. Framsóknarmenn, félagar hans í stjórn, vilja ekki ljá máls á breyttri stefnu.Vandinn vex ár frá ári Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vakti athygli í síðustu viku þegar hann lét þau ummæli falla í síðustu viku að nauðsynlegt væri að endurskoða refsistefnuna í fíkniefnamálum. Hann tók næstur til máls og minnti á að árið 1997 samþykktu ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002 og kallaði í framhaldinu eftir opinskárri, heiðarlegri og fordómalausri umræðu. „Okkur ber einfaldlega að ræða allar mögulegar leiðir, hvort heldur það er lögleiðing fíkniefna, það sem hefur verið kallað afrefsivæðing eða afglæpavæðing, hversu vitlegt sem það orð er nú, eða herta löggjöf.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu vex vandinn frá ári hverju: „Fíkniefnabrotum hefur fjölgað ár frá ári frá 2009, úr 883 upp í 1.725 á síðasta ári, þrátt fyrir yfirlýsingu ríkisstjórnar og stærsta sveitarfélags landsins á árinu 1997,“ sagði heilbrigðisráðherra og taldi að taka yrði til umræðu afnám afnám refsingar fíkla. Hann vitnaði í Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, Helga Gunnlaugssonar, sem hefur sagt, með leyfi forseta: „Þessi refsistefna hefur margvíslega galla eins og þann að krakkar sem ekki eru í öðrum brotum geta lent í klóm réttvísinnar og á sakaskrá sem getur haft afleiðingar fyrir þau í framtíðinni.“Fíkniefni eru ólögleg Þrátt fyrir að boltinn hafi þarna verið gefinn upp mjakaðist umræðan lítt áfram eftir þetta, og ljóst er að þingmenn óttast mjög að stugga við gamalgrónum viðhorfum í fíkniefnamálum. Vonbrigði Péturs Þorsteinssonar eru þannig séð ekki úr vegi.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu taldi rétt að sýna fíklum mannúð og bjóða þá velkomna í samfélag „okkar hinna“ en vill alls ekki að þar með sé verið að leggja blessun yfir neyslu eiturlyfja. „Ég vil þó taka fram að ég er á þessari stundu ekki tilbúin til að segja mig hlynnta lögleiðingu fíkniefna en ég tel stefnu okkar í málaflokknum algjörlega óviðunandi.“ Sigríður Ingibjörg sagðist íhaldssöm í þessum efnum.Fjóla Hrund Björnsdóttir Framsóknarflokki hóf mál sitt á að segja lögregluna í Reykjavík hafa komið upp um 50 fíkniefnamál síðustu daga, 50 fíkniefnamál hér á Íslandi. „Við verðum að sporna gegn því að þetta endurtaki sig. Á síðasta ári komu upp 2.189 fíkniefnabrot og þar af voru 1.725 fyrir vörslu fíkniefna sem lögreglan hafði þá afskipti af. Þetta eru gríðarlega háar tölur. Við verðum að minnka fjölda fíkniefnamála sem upp koma hér á landi.“ Og hvernig vill Fjóla Hrund fara að því? „Einstaklingur sem lögregla tekur með ákveðið magn af fíkniefnum í fórum sínum fær það fært í sakaskrá sína og er þá á sakaskrá í þrjú ár. Einstaklingur sem tekinn er með fíkniefni í sinni vörslu fær sekt. Þessi tvö atriði ættu að nægja til að sporna gegn aukinni fíkniefnaneyslu og vera ákveðin forvörn.“ Fjóla Hrund sagði aukin heldur: „Afglæpavæðing fíkniefna er heldur stórt skref fyrir okkur og tel ég að það séu aðgerðir sem við eigum alls ekki að ráðast í,“ sagði Fjóla Hrund sem vill leggja áherslu á forvarnir og minnti á að það er ástæða fyrir því að fíkniefni eru ólögleg.Hættum að refsa veiku fólkiSteinunn Þóra Árnadóttir Vinstri grænum taldi hertar refsingar, aukna löggæslu og að lokum stærri fangelsi ekki leysa neinn vanda. Hún tók undir með málshefjanda að ekki beri að refsa sjúku fólki.Róbert Marshall Bjartri framtíð telur nauðsynlegt að setja meira fjármagn í einkum meðferðarstarf en einnig forvarnir og löggæslumál. Þá telur hann fráleitt að setja burðardýr, oft ungt fólk, í fangelsi í fleiri ár.Birgitta Jónsdóttir Pírati lýsti yfir þakklæti vegna þess hversu langt við erum komin. „Ég er mjög þakklát fyrir það hve langt við erum komin. Ég er þakklát fyrir að við þorum að tala um þetta mál af heiðarleika og einurð. Það er svo sannarlega kominn tími til að við hverfum af braut refsistefnunnar og hættum að refsa veiku fólki.“ Birgitta boðaði að Píratar ætli að leggja fram stefnu um þessi málefni á þingi.Helgi Hjörvar Samfylkingu benti á að stefna okkar í fíkniefnamálum skilar einfaldlega ekki árangri. „Notkunin vex og fórnarlömbunum fjölgar með tilheyrandi dauðsföllum, heilbrigðistjóni og félagslegum vandamálum og stefnu sem skilar jafnslæmum árangri er nauðsynlegt að endurskoða.“ Helgi vill læra af reynslu annarra og tekur undir með Róbert um orðum verði að fylgja gjörðir; aukið fjármagn í málaflokkinn.Vilja herða á skrúfunni Þorsteinn Sæmundsson Framsóknarflokki taldi umræðuna á þingi á villigötum. Hann vill ráðast að rót vandans sem hann telur framboðið sem er að eyðileggja líf ungmenna hér. „Aukið framboð stoppum við helst með því að efla löggæslu á landamærum, efla tollgæslu.“ Þorsteinn nefnir að hugsanlega megi dæma neytendur til afvötnunar en við ... „leysum þessi mál ekki endilega með því að hlaupa til í fljótræði og breyta um kúrs. Við þurfum að koma í veg fyrir að fíkniefni séu flutt og seld. Við þurfum að stoppa dólgana á skólalóðunum sem hneppa grunnskólanemendur í þessa fjötra. Þar skulum við taka til hendinni.“Lilja Rafney Magnúsdóttir í Vinstri grænum var næst í pontu. Hún sagði löndin í kringum okkur hafi beitt ólíkum leiðum til að takast á við fíkniefnavandann: Svíar hamlandi stefnu, Hollendingar mjög frjálslyndri stefnu og Portúgalar hafa tekið upp svokallaða „afglæpunarstefnu“ sem gerir ekki refsivert að neyta fíkniefna eða hafa þau í fórum sér. Lilja Rafney er ekki eins frjálslynd og Steinunn Þóra flokkssystir hennar og segir refsistefnuna senda þau skilaboð út í samfélagið, sérstaklega til ungs fólks, að neysla fíkniefna sé ekki liðin í samfélaginu. „Ég segi fyrir mína parta að ég vil stíga varlega til jarðar í auknu frjálsræði, en ég tel rétt að við tökum umræðuna óhikað því að hún er nauðsynleg.“Björt Ólafsdóttir Bjartri framtíð talaði um að allir geti verið sammála um að vímuefni séu skaðleg, forvarnir séu ráð til að bregðast við vandanum ... „en þær kosta eitthvað en við vitum öll að þær skila okkur margfalt til baka.“
Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 "Refsingar skaðlegar fyrir samfélagið“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. 19. febrúar 2014 15:19 Styður afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma rök Ráðherra ræðir menntun heilbrigðisstarfsmanna, hversu alvarlega ríkið tekur áfengis- og vímuefnavandann og hann segist styðja afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök. 24. janúar 2014 15:29 Stefnumótun í vímuefnamálum verður til umræðu Sérstök umræða verður á Alþingi í dag um stefnumótun ríkisins í vímuefnamálum en þá mun Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður Pírata, taka til máls. 19. febrúar 2014 11:52 Heilbrigðisráðherra ræðir um fíkniefnamál Er refsistefnan að virka? 13. febrúar 2014 13:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54
Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00
Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43
Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44
Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01
Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32
Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26
"Refsingar skaðlegar fyrir samfélagið“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. 19. febrúar 2014 15:19
Styður afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma rök Ráðherra ræðir menntun heilbrigðisstarfsmanna, hversu alvarlega ríkið tekur áfengis- og vímuefnavandann og hann segist styðja afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök. 24. janúar 2014 15:29
Stefnumótun í vímuefnamálum verður til umræðu Sérstök umræða verður á Alþingi í dag um stefnumótun ríkisins í vímuefnamálum en þá mun Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður Pírata, taka til máls. 19. febrúar 2014 11:52