„Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. febrúar 2014 11:35 Árni Páll, Sigmundur Davíð og Guðmundur tókust á í þinginu í morgun. „Ég verð að lýsa vonbrigðum með það að virðulegur forsætisráðherra noti tækifærið og haldi áfram að vega að háskólasamfélaginu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu á þingi. Í óundirbúnum fyrirspurnum beindi Árni spurningum til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Árni gagnrýndi orð Gunnars Braga Sveinssonar um skýrslu sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa beðið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands að vinna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og lagði til að sú skýrsla yrði rædd eins og rætt hefur verið um skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands, unnin að beiðni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð svaraði Árna Páli: „Það kann að vera að niðurstaða skýrslunnar sem verið er að vinna fyrir fyrrgreind samtök feli eitthvað annað í sér,“ og ber þá skýrsluna sem Alþjóðamálastofnun vinnur nú við skýrslu hagfræðistofnunnar. Sigmundur sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að skýrsla Alþjóðamálastofnunar yrði rædd á þingi. Sigmundur vék svo orðum sínum að skoðunum fræðimanna Alþjóðamálastofnunnar: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ Þessi ummæli Sigmundar vöktu upp sterk viðbrögð. Árni Páll svaraði um hæl: „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi.“ Guðmundur Steingrímsson blandaði sér í umræðuna og lagði til að umræðuhefðin yrði bætt: „Mér finnst ekki rétt að gera því í skóna að prófessorar sem hafa stundað rannsóknir á landbúnaðarmálum að undanförnu og birt þær rannsóknir í blöðum, séu í krossferð.“ Guðmundur hélt áfram: „Mér finnst ekki rétt að gefa í skyn að á Viðskiptaþingi sé fólk sem vilji selja landið. Mér finnst ekki rétt að segja við Samtök atvinnulífsins að þau eigi að stofna bloggsíðu. Mér finnst ekki rétt að skammast við greiningu og upplýsingu, til dæmis frá Seðlabankanum og gera lítið úr væntanlegri greiningu Alþjóðamálastofnunar Háskólans.“ Sigmundur sagði engar heilagar kýr mega vera í rökræðu. „Þeir hljóta að mega ræða um afstöðu manna, sama hvar þeir vinna. Ef menn ætla raunverulega að standa að rökræðu í samfélaginu, þá mega ekki vera neinar heilagar kýr.“ Ef að viðkomandi setur fram skoðanir sem eru jafnvel illa rökstuddar, jafnvel með rangfærslur, þá er eðlilegt að benda á það, sama þótt viðkomandi starfi í háskóla,“ sagði forsætisráðherra. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Ég verð að lýsa vonbrigðum með það að virðulegur forsætisráðherra noti tækifærið og haldi áfram að vega að háskólasamfélaginu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu á þingi. Í óundirbúnum fyrirspurnum beindi Árni spurningum til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Árni gagnrýndi orð Gunnars Braga Sveinssonar um skýrslu sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa beðið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands að vinna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og lagði til að sú skýrsla yrði rædd eins og rætt hefur verið um skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands, unnin að beiðni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð svaraði Árna Páli: „Það kann að vera að niðurstaða skýrslunnar sem verið er að vinna fyrir fyrrgreind samtök feli eitthvað annað í sér,“ og ber þá skýrsluna sem Alþjóðamálastofnun vinnur nú við skýrslu hagfræðistofnunnar. Sigmundur sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að skýrsla Alþjóðamálastofnunar yrði rædd á þingi. Sigmundur vék svo orðum sínum að skoðunum fræðimanna Alþjóðamálastofnunnar: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ Þessi ummæli Sigmundar vöktu upp sterk viðbrögð. Árni Páll svaraði um hæl: „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi.“ Guðmundur Steingrímsson blandaði sér í umræðuna og lagði til að umræðuhefðin yrði bætt: „Mér finnst ekki rétt að gera því í skóna að prófessorar sem hafa stundað rannsóknir á landbúnaðarmálum að undanförnu og birt þær rannsóknir í blöðum, séu í krossferð.“ Guðmundur hélt áfram: „Mér finnst ekki rétt að gefa í skyn að á Viðskiptaþingi sé fólk sem vilji selja landið. Mér finnst ekki rétt að segja við Samtök atvinnulífsins að þau eigi að stofna bloggsíðu. Mér finnst ekki rétt að skammast við greiningu og upplýsingu, til dæmis frá Seðlabankanum og gera lítið úr væntanlegri greiningu Alþjóðamálastofnunar Háskólans.“ Sigmundur sagði engar heilagar kýr mega vera í rökræðu. „Þeir hljóta að mega ræða um afstöðu manna, sama hvar þeir vinna. Ef menn ætla raunverulega að standa að rökræðu í samfélaginu, þá mega ekki vera neinar heilagar kýr.“ Ef að viðkomandi setur fram skoðanir sem eru jafnvel illa rökstuddar, jafnvel með rangfærslur, þá er eðlilegt að benda á það, sama þótt viðkomandi starfi í háskóla,“ sagði forsætisráðherra.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira