Eins og 1400 fótboltavellir: Engin ummerki þess að gosið sé í rénun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2014 13:31 Eins og sjá má stækkar hraunið ört. Klukkan átta í morgun náði það yfir 11 km2 sem samsvarar drjúgum hluta af Reykjavík. Vísir/Loftmyndir/NASA Gos er enn í gangi í Holuhrauni og ekkert bendir til þess að það sé í rénun. Hraunið rennur aðallega til ANA og hefur lengst töluvert síðan í gær. Bráðabirgðamat frá um klukkan 8 í morgun er að útbreiðsla hraunsins sé um 11 km2 sem jafngildir rúmlega 1400 knattspyrnuvöllum (110x70 metrar). Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Stærstu skjálftar síðan á miðnætti eru fjórir, 4-5 að stærð, allir í Bárðarbunguöskjunni. Alls um 180 skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti, flestir á svæðinu við jaðar Dyngjujökuls. Sá stærsti var 4,8 að stærð. Órói sem sást á mælum í gær dó út í gærkvöldi og byrjaði aftur í morgun en er mun minni en í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan þessi órói kemur en hugsanlegt er að kvika hafi komist í snertingu við vatn. Ekki eru merki um gos undir Dyngjujökli. Engar augljósar breytingar eru á leiðni eða vatnsflæði í ám. Í yfirlitsflugi TF-SIF var ekki að merkja aukið vatnsflæði á eða frá jöklinum. Breytingar sáust heldur ekki á sprungum. Ratsjármyndir sýna engar breytingar.Eldgosið í gærkvöldi.Vísir/AuðunnGPS-mælingar síðustu 24 klukkustundir sýna að hægt hefur á hreyfingum. Færslur á stöðvum norðan Vatnajökuls benda þó til rúmmálsaukingar í ganginum. Ekki sjást verulegar breytingar á stöðvum í nágrenni Bárðarbungu. Engar tilkynningar um öskufall hafa borist. Mælanlegt öskufall er ekkert. Brennisteinstvíildi mælist í kringum eldstöðina. Gufuský lagði undan vindi í gær en er kyrrstætt í dag þar sem lygnt er á svæðinu. Magn brennisteinstvíildis í gufunni á fjarlægari mælistöðvum nokkuð undir öryggismörkum og telst ekki hættulegt. Búast má við hærri gildum í dag nær eldstöðvunum þar sem lyngt er. Vindur mun snúast til norðurs og gufuna leggur þá til suðurs. Hæð skýsins er um 6 km.Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir gosið í gærkvöldi.Vísir/Auðunn Bárðarbunga Tengdar fréttir Spáir margra ára hræringum Elfjallafræðingur spáir því að eldsumbrot muni standa yfir í mörg ár og að þau muni klárlega ná undir jökulinn. 4. september 2014 10:18 Stórfenglegt eldgos - Myndasyrpa frá Holuhrauni Eldgosið í Holuhrauni, norðan við Vatnajökul, hefur nú staðið yfir í rúma fimm sólarhringa og þekur hraunið meira en níu ferkílómetra. 4. september 2014 07:16 Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33 Aflétta lokun í Holuhrauni Lögreglustjórinn á Húsavík, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta innri lokun í Holuhrauni og munu vísindamenn og fjölmiðlar á svæðinu geta farið aftur að gosstöðvunum. 4. september 2014 09:20 Dregur úr óróa á gosstað Stærsti skjálfti næturinnar mældist 4,8 stig að stærð og reið hann yfir rétt fyrir klukkan fjögur nyrst í Bárðarbunguöskju. 4. september 2014 06:52 Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Gos er enn í gangi í Holuhrauni og ekkert bendir til þess að það sé í rénun. Hraunið rennur aðallega til ANA og hefur lengst töluvert síðan í gær. Bráðabirgðamat frá um klukkan 8 í morgun er að útbreiðsla hraunsins sé um 11 km2 sem jafngildir rúmlega 1400 knattspyrnuvöllum (110x70 metrar). Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Stærstu skjálftar síðan á miðnætti eru fjórir, 4-5 að stærð, allir í Bárðarbunguöskjunni. Alls um 180 skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti, flestir á svæðinu við jaðar Dyngjujökuls. Sá stærsti var 4,8 að stærð. Órói sem sást á mælum í gær dó út í gærkvöldi og byrjaði aftur í morgun en er mun minni en í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan þessi órói kemur en hugsanlegt er að kvika hafi komist í snertingu við vatn. Ekki eru merki um gos undir Dyngjujökli. Engar augljósar breytingar eru á leiðni eða vatnsflæði í ám. Í yfirlitsflugi TF-SIF var ekki að merkja aukið vatnsflæði á eða frá jöklinum. Breytingar sáust heldur ekki á sprungum. Ratsjármyndir sýna engar breytingar.Eldgosið í gærkvöldi.Vísir/AuðunnGPS-mælingar síðustu 24 klukkustundir sýna að hægt hefur á hreyfingum. Færslur á stöðvum norðan Vatnajökuls benda þó til rúmmálsaukingar í ganginum. Ekki sjást verulegar breytingar á stöðvum í nágrenni Bárðarbungu. Engar tilkynningar um öskufall hafa borist. Mælanlegt öskufall er ekkert. Brennisteinstvíildi mælist í kringum eldstöðina. Gufuský lagði undan vindi í gær en er kyrrstætt í dag þar sem lygnt er á svæðinu. Magn brennisteinstvíildis í gufunni á fjarlægari mælistöðvum nokkuð undir öryggismörkum og telst ekki hættulegt. Búast má við hærri gildum í dag nær eldstöðvunum þar sem lyngt er. Vindur mun snúast til norðurs og gufuna leggur þá til suðurs. Hæð skýsins er um 6 km.Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir gosið í gærkvöldi.Vísir/Auðunn
Bárðarbunga Tengdar fréttir Spáir margra ára hræringum Elfjallafræðingur spáir því að eldsumbrot muni standa yfir í mörg ár og að þau muni klárlega ná undir jökulinn. 4. september 2014 10:18 Stórfenglegt eldgos - Myndasyrpa frá Holuhrauni Eldgosið í Holuhrauni, norðan við Vatnajökul, hefur nú staðið yfir í rúma fimm sólarhringa og þekur hraunið meira en níu ferkílómetra. 4. september 2014 07:16 Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33 Aflétta lokun í Holuhrauni Lögreglustjórinn á Húsavík, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta innri lokun í Holuhrauni og munu vísindamenn og fjölmiðlar á svæðinu geta farið aftur að gosstöðvunum. 4. september 2014 09:20 Dregur úr óróa á gosstað Stærsti skjálfti næturinnar mældist 4,8 stig að stærð og reið hann yfir rétt fyrir klukkan fjögur nyrst í Bárðarbunguöskju. 4. september 2014 06:52 Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Spáir margra ára hræringum Elfjallafræðingur spáir því að eldsumbrot muni standa yfir í mörg ár og að þau muni klárlega ná undir jökulinn. 4. september 2014 10:18
Stórfenglegt eldgos - Myndasyrpa frá Holuhrauni Eldgosið í Holuhrauni, norðan við Vatnajökul, hefur nú staðið yfir í rúma fimm sólarhringa og þekur hraunið meira en níu ferkílómetra. 4. september 2014 07:16
Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33
Aflétta lokun í Holuhrauni Lögreglustjórinn á Húsavík, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta innri lokun í Holuhrauni og munu vísindamenn og fjölmiðlar á svæðinu geta farið aftur að gosstöðvunum. 4. september 2014 09:20
Dregur úr óróa á gosstað Stærsti skjálfti næturinnar mældist 4,8 stig að stærð og reið hann yfir rétt fyrir klukkan fjögur nyrst í Bárðarbunguöskju. 4. september 2014 06:52
Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11