Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. desember 2014 20:56 Íslenskir leigubílstjórar ætla að berjast hart gegn innreið bandaríska fyrirtækisins Uber á íslenskan leigubílamarkað, eitt fyrirtæki er þó að nútímavæðast með appi. Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Uber kemur í nokkrum flokkum en lægsti flokkurinn heimilar í raun hverjum sem er að taka farþega gegn greiðslu svo lengi sem viðkomandi hefur verið samþykktur af Uber. Viðskiptavinir Uber panta sér bíla með appi í símanum og geta séð á korti hvar bílarnir eru staðsettir. Biðin eftir bíl er margfalt styttri en hjá venjulegum leigubílum og notendur geta stjórnað tónlistinni í bílunum á meðan á ferð stendur með því að tengjast hljóðkerfi bílsins gegnum Spotify. Viðskiptavinurinn fær tölvupóst að lokinni ferð, eins og þessa hér frá Uber í París, með öllum upplýsingum og mynd af bílstjóranum auk korts með leiðinni sem var ekin. Íslenskur leigubílamarkaður hefur lítið breyst á undanförnum áratugum, ef undan eru skildar nýjungar í greiðslumiðlun. Tvö fyrirtæki eru ráðandi á markaðnum, Hreyfill og BSR. Ljóst er að innkoma Uber inn á þennan markað myndi gjörbreyta honum og eflaust veita Hreyfli og BSR harða samkeppni. Leigubílaakstur er leyfisskyld starfsemi og ljóst er að breyta þarf reglugerð um leigubílstjóra ef Uber á að geta hafið hér rekstur. Ástgeir Þorsteinsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra. „Samkeppni frá Uber er náttúrulega ekki samkvæmt lögum um leigubíla. Þetta er takmörkun hérna og það samræmist ekki að einhverjir einstaklingar geti fengið þetta. Það hefur gerst víða um heim að einstaklingar hafa notað þetta sem alls ekki eru með leyfi til atvinnureksturs á leigubíl. Það er bara þar sem málið stendur.“Heldurðu að íslenskir leigubílstjórar muni nútímavæða þjónustuna sína, til dæmis með öppum fyrir snjallsíma til að mæta samkeppni?„Já, eflaust. Það stendur til á einni stöð en það er ekki komið í gagnið. Ég veit ekki hvernig það verður.“ Ástgeir segir að bandalagið muni beita sér gegn innreið Uber á markaðinn. „Ef ekki verða löglegir menn sem að fara að nota þetta að þá munum við að sjálfsögðu sporna gegn því. Menn eru að berjast gegn þessu víða um heim, til dæmis á Indlandi núna.“ Ástgeir er þarna að vísa til þess að stjórnvöld í Delhi á Indlandi bönnuðu Uber eftir að ásakanir voru settar fram á hendur bílstjóra að hafa nauðgað kvenkyns farþega. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri Plain Vanilla og einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Clara, bjó um þriggja ára skeiðí San Fransisco og var viðskiptavinur Uber. „Ég bjó í San Fransisco í þrjú ár og fékk þá tækifæri til að nýta þessa þjónustu nánast á hverjum degi, oft í viku, og hún er ótrúlega góð. Maður sér á korti á símanum sínum hvað er langt í bílinn, maður þarf ekki að tala við einhverja móttökustöð sem hefur ekki hugmynd um hvar bílarnir eru. Þeir eru miklu kurteisari og gæta umferðarlaganna miklu betur. Greiðslurnar eru allar í gegnum símann þinn, þú þarft aldrei að taka upp veskið þegar þú ert á leiðinni út. Þannig að allt í allt er þessi reynsla mjög þægileg.“ Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Íslenskir leigubílstjórar ætla að berjast hart gegn innreið bandaríska fyrirtækisins Uber á íslenskan leigubílamarkað, eitt fyrirtæki er þó að nútímavæðast með appi. Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Uber kemur í nokkrum flokkum en lægsti flokkurinn heimilar í raun hverjum sem er að taka farþega gegn greiðslu svo lengi sem viðkomandi hefur verið samþykktur af Uber. Viðskiptavinir Uber panta sér bíla með appi í símanum og geta séð á korti hvar bílarnir eru staðsettir. Biðin eftir bíl er margfalt styttri en hjá venjulegum leigubílum og notendur geta stjórnað tónlistinni í bílunum á meðan á ferð stendur með því að tengjast hljóðkerfi bílsins gegnum Spotify. Viðskiptavinurinn fær tölvupóst að lokinni ferð, eins og þessa hér frá Uber í París, með öllum upplýsingum og mynd af bílstjóranum auk korts með leiðinni sem var ekin. Íslenskur leigubílamarkaður hefur lítið breyst á undanförnum áratugum, ef undan eru skildar nýjungar í greiðslumiðlun. Tvö fyrirtæki eru ráðandi á markaðnum, Hreyfill og BSR. Ljóst er að innkoma Uber inn á þennan markað myndi gjörbreyta honum og eflaust veita Hreyfli og BSR harða samkeppni. Leigubílaakstur er leyfisskyld starfsemi og ljóst er að breyta þarf reglugerð um leigubílstjóra ef Uber á að geta hafið hér rekstur. Ástgeir Þorsteinsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra. „Samkeppni frá Uber er náttúrulega ekki samkvæmt lögum um leigubíla. Þetta er takmörkun hérna og það samræmist ekki að einhverjir einstaklingar geti fengið þetta. Það hefur gerst víða um heim að einstaklingar hafa notað þetta sem alls ekki eru með leyfi til atvinnureksturs á leigubíl. Það er bara þar sem málið stendur.“Heldurðu að íslenskir leigubílstjórar muni nútímavæða þjónustuna sína, til dæmis með öppum fyrir snjallsíma til að mæta samkeppni?„Já, eflaust. Það stendur til á einni stöð en það er ekki komið í gagnið. Ég veit ekki hvernig það verður.“ Ástgeir segir að bandalagið muni beita sér gegn innreið Uber á markaðinn. „Ef ekki verða löglegir menn sem að fara að nota þetta að þá munum við að sjálfsögðu sporna gegn því. Menn eru að berjast gegn þessu víða um heim, til dæmis á Indlandi núna.“ Ástgeir er þarna að vísa til þess að stjórnvöld í Delhi á Indlandi bönnuðu Uber eftir að ásakanir voru settar fram á hendur bílstjóra að hafa nauðgað kvenkyns farþega. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri Plain Vanilla og einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Clara, bjó um þriggja ára skeiðí San Fransisco og var viðskiptavinur Uber. „Ég bjó í San Fransisco í þrjú ár og fékk þá tækifæri til að nýta þessa þjónustu nánast á hverjum degi, oft í viku, og hún er ótrúlega góð. Maður sér á korti á símanum sínum hvað er langt í bílinn, maður þarf ekki að tala við einhverja móttökustöð sem hefur ekki hugmynd um hvar bílarnir eru. Þeir eru miklu kurteisari og gæta umferðarlaganna miklu betur. Greiðslurnar eru allar í gegnum símann þinn, þú þarft aldrei að taka upp veskið þegar þú ert á leiðinni út. Þannig að allt í allt er þessi reynsla mjög þægileg.“
Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf