Enski boltinn

Bertrand orðaður við Liverpool á ný

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Vinstri bakvörðurinn Ryan Bertrand frá Chelsea er orðaður við Liverpool á ný í enskum fjölmiðlum í dag eftir að Brendan Rodgers missti af Ben Davies til Tottenham í gær.

Félagið leitar nú að vinstri bakverði en hægri bakvörðurinn Jon Flanagan neyddist til þess að leysa af í vinstri bakverði í 25 leikjum á síðasta tímabili. Var félagið orðað við Davies og Alberto Moreno en samningaviðræður Liverpool og Sevilla um Moreno runnu í strand á dögunum.

Liverpool gerði tilboð í Bertrand í janúar en Chelsea sendi hann á láni til Aston Villa í staðinn þar sem hann lék tíu leiki. Ólíklegt er að tækifærum hans muni fjölga á næsta tímabili en enska félagið gekk frá kaupunum á bakverðinum Filipe Luis frá Atletico Madrid á dögunum.

Talið er hinsvegar að Chelsea sé ekki tilbúið að selja Bertrand ódýrt til liðs sem Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, álítur keppinaut um enska titilinn á næsta tímabili og er talið að Liverpool þurfi að greiða 8 milljónir punda fyrir Bertrand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×