Innlent

Lögmaður sektaður fyrir ítrekað skróp

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Í dóminum segir að ákveða megi verjanda sekt fyrir að valda af ásetningu óþörfu drætti á máli og fyrir að misbjóða virðingu dómsins með framferði í þinghaldi.
Í dóminum segir að ákveða megi verjanda sekt fyrir að valda af ásetningu óþörfu drætti á máli og fyrir að misbjóða virðingu dómsins með framferði í þinghaldi. VÍSIR/SAMSETT
Stefán Karl Kristjánsson lögmaður var í dag dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir ámælisverð vinnubrögð.  Í málinu var Stefán Karl verjandi manns sem dæmdur var með sama dómi í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot.

Stefán Karl mætti ekki við aðalmeðferð málsins nú 4. febrúar og við þinghaldið kvaðst ákærði í málinu ekki hafa heyrt í verjanda sínum frá því málið var tekið fyrir í desember síðastliðinn.  Stefán Karl boðaði ekki forföll.  

Áður hafði þurft að fresta fyrirtöku málsins vegna þess að Stefán Karl mætti ekki eða lét vita á síðustu stundu að hann kæmist ekki.

Við aðalmeðferðina óskaði ákærði eftir því að skipun Stefáns Karls yrði felld niður og óskaði eftir nýjum verjanda.

Í dómnum segir að ákveða megi verjanda sekt fyrir að valda af ásetningu óþörfu drætti á máli og fyrir að misbjóða virðingu dómsins með framferði í þinghaldi. Málið var tekið fyrir í dómssal að ákæruvaldinu viðstöddu í sex skipti en aðeins í  tvö skipti mætti verjandi eða fulltrúi hans. Í eitt þeirra skipta sendi Stefán Karl sendi tölvupóst og boðaði forföll en pósturinn var ekki sendur á sækjanda í málinu sem mætti í dómssal.

Stefáni Karli hefur áður verið gert að greiða sekt en samkvæmt úrskurði Hæstaréttar frá því í nóvember 2012 fékk hann 100 þúsund króna sekt fyrir að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð að ófyrirsynju að því er fram kemur í úrskurði Hæstaréttar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×