Innlent

Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum.

Þetta kom fram í máli ráðherra í umræðu um vernd- og nýtingu ferðamannastaða á Alþingi í dag.

Ráðherra sagði að það væri ekki æskilegt að erlendir ferðamenn hér á landi þurfi alltaf að taka upp veskið á fjölförnum ferðamannastöðum. Ráðherra lagði áherslu á náttúrupassa og sagði að tillögur þessa efnis verði kynntar síðar í þessum mánuði.

Landeigendur á Geysissvæðinu í Haukadal ætla að rukka gesti um 600 krónur frá og með 10. mars næstkomandi. Ágóðinn á að renna til verndar og uppbyggingar á svæðinu sem og til að standa straum að aukinni upplýsingagjöf til ferðamanna. Aðilar ferðaþjónustunnar hafa gagnrýnt þessi áform.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×