80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Svavar Hávarðsson skrifar 11. febrúar 2014 13:00 Verksmiðja Silicor Materials í Kanada er heldur smærri en verksmiðjan sem horft er til að koma upp á Grundartanga. Mynd/Silicor Verði af uppbyggingu nýrrar kísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga þarf 80 megavött af raforku til verksmiðjunnar í fullum afköstum. Viðræður um orkukaup á milli Silicor og Landsvirkjunar standa yfir. Fulltrúar fyrirtækisins hafa komið til landsins til viðræðna við fjármálastofnanir, kynnt verkefnið fyrir Landsneti og sveitarstjórnarfólki, auk þess sem íslensk verkfræðistofa vinnur að umhverfisskýrslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins óskað eftir lóð á Grundartanga undir sólarkísilverksmiðju með um 16 þúsund tonna framleiðslugetu á ári.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirVísir/VilhelmSlík verksmiðja er mannaflsfrek og skapar um 400 störf, en þá eru ótalin störf á byggingartíma verksmiðjunnar. Byggingarkostnaður er metinn um 77 milljarðar króna. Helsta spurningin sem vaknar varðandi verkefnið eru aðdrættir orku og raforkuverð. Landsvirkjun staðfestir við Fréttablaðið að fyrirtækið eigi í viðræðum við fulltrúa Silicor Materials um verkefnið. Frekari upplýsingar er ekki hægt að gefa á þessum tímapunkti, að sögn Landsvirkjunar. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðræðurnar hafi hafist strax í haust. Orkuþörf verksmiðjunnar, sem byggð yrði upp í tveimur áföngum, er í kringum 80 megavött. Ný Búðarhálsvirkjun framleiðir 95 megavött, til samanburðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir aðspurð hvort Silicor hafi rekið erindi við ráðuneytið, og hvort til greina komi einhverjar ívilnanir til að tryggja að fyrirtækið komi hingað, að Silicor hafi fundað með henni síðla sumars. „Við erum með hefðbundinn farveg varðandi ívilnanir og auðvitað kemur þetta verkefni til greina eins og önnur sambærileg verkefni,“ segir Ragnheiður en í gildi eru lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þrátt fyrir að verkefnið sé á byrjunarreit telja heimildarmenn Fréttablaðsins það athyglisvert að fulltrúar Silicon Materials hafa sest niður með öllum stóru viðskiptabönkunum til að ræða fjármögnun. Gísli GislasonEins hefur verkefnið verið kynnt Landsneti, auk áðurnefndra viðræðna við Landsvirkjun. Eins var fundað með heimamönnum í síðustu viku, auk þess sem VSÓ ráðgjöf vinnur að umhverfisskýrslu. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segir að verkefnið falli afar vel að uppbyggingarhugmyndum á Grundartanga. Verkefnið sé grænt og hóflegt magn orku þurfi til að skapa mörg hundruð störf. Verkefnið falli mjög vel að hugmyndafræði sem var mótuð í kjölfar umhverfisúttektar á Grundartanga í fyrra.Ný aðferð umhverfisvæn og sparar orku Með nýrri aðferð Silicor er aðeins notaður um þriðjungur af þeirri orku sem notuð er í dag til þess að framleiða sólarkísil.Sú aðferð sem notuð er í dag hefur verið gagnrýnd, bæði sem orkufrek og vegna tilheyrandi mengandi efna sem falla til við framleiðsluna.Sú framleiðsluaðferð sem Silicor Materials notar byggist á því að „þvo“ óhreinindi úr kísilmálminum með fljótandi áli, og lítill sem enginn úrgangur fellur til. Kísillinn er leystur upp í álinu, síðan er blandan kæld að vissu marki, þannig að álið helst fljótandi en kísillinn fellur út. Þessi kísill er nógu hreinn til þess að nota beint í sólarsellur.Álið sem notað er við „þvottinn“ er síðan selt aftur til álvers sem þynnir það út með viðbótaráli og býr til blöndu sem seld er til fyrirtækja í bifreiðaiðnaði. Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Verði af uppbyggingu nýrrar kísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga þarf 80 megavött af raforku til verksmiðjunnar í fullum afköstum. Viðræður um orkukaup á milli Silicor og Landsvirkjunar standa yfir. Fulltrúar fyrirtækisins hafa komið til landsins til viðræðna við fjármálastofnanir, kynnt verkefnið fyrir Landsneti og sveitarstjórnarfólki, auk þess sem íslensk verkfræðistofa vinnur að umhverfisskýrslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins óskað eftir lóð á Grundartanga undir sólarkísilverksmiðju með um 16 þúsund tonna framleiðslugetu á ári.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirVísir/VilhelmSlík verksmiðja er mannaflsfrek og skapar um 400 störf, en þá eru ótalin störf á byggingartíma verksmiðjunnar. Byggingarkostnaður er metinn um 77 milljarðar króna. Helsta spurningin sem vaknar varðandi verkefnið eru aðdrættir orku og raforkuverð. Landsvirkjun staðfestir við Fréttablaðið að fyrirtækið eigi í viðræðum við fulltrúa Silicor Materials um verkefnið. Frekari upplýsingar er ekki hægt að gefa á þessum tímapunkti, að sögn Landsvirkjunar. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðræðurnar hafi hafist strax í haust. Orkuþörf verksmiðjunnar, sem byggð yrði upp í tveimur áföngum, er í kringum 80 megavött. Ný Búðarhálsvirkjun framleiðir 95 megavött, til samanburðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir aðspurð hvort Silicor hafi rekið erindi við ráðuneytið, og hvort til greina komi einhverjar ívilnanir til að tryggja að fyrirtækið komi hingað, að Silicor hafi fundað með henni síðla sumars. „Við erum með hefðbundinn farveg varðandi ívilnanir og auðvitað kemur þetta verkefni til greina eins og önnur sambærileg verkefni,“ segir Ragnheiður en í gildi eru lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þrátt fyrir að verkefnið sé á byrjunarreit telja heimildarmenn Fréttablaðsins það athyglisvert að fulltrúar Silicon Materials hafa sest niður með öllum stóru viðskiptabönkunum til að ræða fjármögnun. Gísli GislasonEins hefur verkefnið verið kynnt Landsneti, auk áðurnefndra viðræðna við Landsvirkjun. Eins var fundað með heimamönnum í síðustu viku, auk þess sem VSÓ ráðgjöf vinnur að umhverfisskýrslu. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segir að verkefnið falli afar vel að uppbyggingarhugmyndum á Grundartanga. Verkefnið sé grænt og hóflegt magn orku þurfi til að skapa mörg hundruð störf. Verkefnið falli mjög vel að hugmyndafræði sem var mótuð í kjölfar umhverfisúttektar á Grundartanga í fyrra.Ný aðferð umhverfisvæn og sparar orku Með nýrri aðferð Silicor er aðeins notaður um þriðjungur af þeirri orku sem notuð er í dag til þess að framleiða sólarkísil.Sú aðferð sem notuð er í dag hefur verið gagnrýnd, bæði sem orkufrek og vegna tilheyrandi mengandi efna sem falla til við framleiðsluna.Sú framleiðsluaðferð sem Silicor Materials notar byggist á því að „þvo“ óhreinindi úr kísilmálminum með fljótandi áli, og lítill sem enginn úrgangur fellur til. Kísillinn er leystur upp í álinu, síðan er blandan kæld að vissu marki, þannig að álið helst fljótandi en kísillinn fellur út. Þessi kísill er nógu hreinn til þess að nota beint í sólarsellur.Álið sem notað er við „þvottinn“ er síðan selt aftur til álvers sem þynnir það út með viðbótaráli og býr til blöndu sem seld er til fyrirtækja í bifreiðaiðnaði.
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira