Erlent

Klitschko hótar forseta Úkraínu

Vitali Klitschko hefur nú sett forsetanum afarkosti.
Vitali Klitschko hefur nú sett forsetanum afarkosti. Vísir/AFP
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Úkraínu hafa sett forseta landsins Viktori Janúkóvits, afarkosti, eftir að viðræður um lausn deilunnar sem valdið hefur ófriðarbáli í höfuðborginni Kænugarði síðustu vikur fóru út um þúfur í gær.

Vitali Klitschko, einn helsti leiðtogi mótmælenda og fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hótaði í nótt að ráðast með liði sínu gegn lögreglunni, verði ekki orðið við kröfum þeirra um kosningar í landinu án tafar. Tveir mótmælendur féllu í átökum við lögreglu í Kænugarði í gær en það eru fyrstu dauðsföllin í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×