Tölum um það sem skiptir máli Guðríður Arnardóttir skrifar 23. janúar 2014 06:00 Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot eru jafnvel boðin til leigu fyrir okurfé og fólk sem er í húsnæðishraki á ekki val um marga kosti. Þannig virka markaðsöflin, þau eru af hinu góða þegar framboð og eftirspurn haldast í hendur en þegar ójafnvægi ríkir er voðinn vís. Nú þegar liggja fyrir álit og skýrslur og ber allt að sama brunni, við munum ekki koma böndum á leigumarkaðinn nema með aðkomu hins opinbera. Þá er sérstaklega bent á skyldur sveitarfélaga í því sambandi. Þegar markaðurinn er að bregðast verður hið opinbera að grípa inn í, ekkert endilega um alla framtíð, heldur tímabundið á meðan markaðurinn nær jafnvægi.Samkvæm sjálfum okkur Eftir að hafa talað fyrir traustum langtíma leigumarkaði um árabil fékk Samfylkingin í Kópavogi samþykkta tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að fjölga félagslegu húsnæði í bænum og byggja tvær íbúðablokkir til útleigu fyrir hinn almenna leigumarkað. Við settum þetta á oddinn í kosningabaráttunni 2010 og höfum talað fyrir því allt kjörtímabilið. Við höfum verið sjálfum okkur samkvæm í þessum málum, létum reikna dæmið út á fyrri hluta kjörtímabilsins en höfum ekki haft meirihlutastuðning við það fyrr en nú. Þetta er stefnumál flokksins sem við kjörnir fulltrúar fylgjum eftir af heilindum. Verkefnið verður fjármagnað af lóðasölu þessa árs og næsta, mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs og við munum áfram verða innan ramma eftirlitsnefndarinnar um lögbundið skuldahlutfall.Aðgerða þörf Hlutverk kjörinna fulltrúa er að berjast fyrir velferð og hagsmunum almennings. Það felur í sér fjárútlát úr bæjarsjóði til margra góðra verka, t.d. byggingar leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja í forvarna- og heilsuskyni, uppbyggingar þjónustu fyrir fatlað fólk, gamalt fólk og svo framvegis. Forgangurinn ræðst af því hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Stóra verkefni sveitarstjórnarmanna núna er að koma til móts við þúsundir einstaklinga og fjölskyldna sem búa við óásættanlegar aðstæður á leigumarkaði. Ekki hvað síst ungt fólk sem er að hleypa heimdraganum, stofna fjölskyldu og vill eiga venjulegt líf. Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við getum alveg rætt málin fram og til baka, í stofunni heima eða við félaga okkar í vinnunni. Skrifað greinar og bloggað fram á næstu öld. En það mun ekki leysa vandamálið – aðgerða er þörf. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra viljayfirlýsingu um aðgerðir. Þetta er lítið skref fyrir stórt sveitarfélag en stórt skref fyrir íslenska leigjendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot eru jafnvel boðin til leigu fyrir okurfé og fólk sem er í húsnæðishraki á ekki val um marga kosti. Þannig virka markaðsöflin, þau eru af hinu góða þegar framboð og eftirspurn haldast í hendur en þegar ójafnvægi ríkir er voðinn vís. Nú þegar liggja fyrir álit og skýrslur og ber allt að sama brunni, við munum ekki koma böndum á leigumarkaðinn nema með aðkomu hins opinbera. Þá er sérstaklega bent á skyldur sveitarfélaga í því sambandi. Þegar markaðurinn er að bregðast verður hið opinbera að grípa inn í, ekkert endilega um alla framtíð, heldur tímabundið á meðan markaðurinn nær jafnvægi.Samkvæm sjálfum okkur Eftir að hafa talað fyrir traustum langtíma leigumarkaði um árabil fékk Samfylkingin í Kópavogi samþykkta tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að fjölga félagslegu húsnæði í bænum og byggja tvær íbúðablokkir til útleigu fyrir hinn almenna leigumarkað. Við settum þetta á oddinn í kosningabaráttunni 2010 og höfum talað fyrir því allt kjörtímabilið. Við höfum verið sjálfum okkur samkvæm í þessum málum, létum reikna dæmið út á fyrri hluta kjörtímabilsins en höfum ekki haft meirihlutastuðning við það fyrr en nú. Þetta er stefnumál flokksins sem við kjörnir fulltrúar fylgjum eftir af heilindum. Verkefnið verður fjármagnað af lóðasölu þessa árs og næsta, mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs og við munum áfram verða innan ramma eftirlitsnefndarinnar um lögbundið skuldahlutfall.Aðgerða þörf Hlutverk kjörinna fulltrúa er að berjast fyrir velferð og hagsmunum almennings. Það felur í sér fjárútlát úr bæjarsjóði til margra góðra verka, t.d. byggingar leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja í forvarna- og heilsuskyni, uppbyggingar þjónustu fyrir fatlað fólk, gamalt fólk og svo framvegis. Forgangurinn ræðst af því hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Stóra verkefni sveitarstjórnarmanna núna er að koma til móts við þúsundir einstaklinga og fjölskyldna sem búa við óásættanlegar aðstæður á leigumarkaði. Ekki hvað síst ungt fólk sem er að hleypa heimdraganum, stofna fjölskyldu og vill eiga venjulegt líf. Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við getum alveg rætt málin fram og til baka, í stofunni heima eða við félaga okkar í vinnunni. Skrifað greinar og bloggað fram á næstu öld. En það mun ekki leysa vandamálið – aðgerða er þörf. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra viljayfirlýsingu um aðgerðir. Þetta er lítið skref fyrir stórt sveitarfélag en stórt skref fyrir íslenska leigjendur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun