Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2014 12:52 Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. vísir Fyrrverandi innanríkisráðherra segir fráleitt að almenna lögreglan verði vopnuð skammbyssum og hríðskotabyssum án þess að umræða fari fram um það í þjóðfélaginu. Um yrði að ræða eðlisbreytingu á lögreglunni. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að vopna allar lögreglubifreiðar landsins.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi að undanförnu fest kaup 200 hríðskotabyssum og nokkru magni af Glock skammbyssum sem koma eigi fyrir í öllu lögreglubifreiðum landsins. Þessi vopn séu nú þegar í lögreglubílum á Vestfjörðum og er ástæðan sögð vera nýleg uppákoma þegar lögregla þar átti við mann vopnaðan haglabyssu árið 2007. Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugmyndir um að vígbúa lögregluna oft hafa komið til umræðu á undanförnum árum. „Mín almenna skoðun hefur alltaf verið sú að það eigi ekki að gera. En það megi vera undantekning frá þessari reglu og skuli vera og það er náttúrulega sérsveit lögreglunnar. Þá kunni að vera nauðsynlegt að lögregla t.d. á landsbyggðinni hafi byssu í bílnum til að getað aflífað skepnur ef svo ber undir,“ segir Ögmundur. Það komi honum hins vegar mjög á óvart að ákvörðun hafi verið tekin um að setja vopn í hendur almennra lögreglumanna, Það sé fráleitt annað er fram fari umræða ef gera eigi það að almennri reglu að fólk geti búist við því að það séu hríðskotabyssur í öllum lögreglubílum. „Það er náttúrlega stefnubreyting, eðlisbreyting á starfsemi lögreglunnar sem þarf að fá umræðu í samfélaginu, að sjálfsögðu,“ segir Ögmundur. Þetta sé stærra mál en svo að innanríkisráðherra geti einhliða tekið ákvörðun af þessu tagi. Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofuna í morgun, að það væri ekki rétt að búið væri að ákveða að skotvopn verði í öllum bifreiðum lögreglunnar. Skotvopn hefðu verið til reiðu á lögreglustöðvum landsins og þá eingöngu skammbyssur, ekki hríðskotabyssur. Jón segir að það væri síðan ákvörðun hvers lögreglustjóra fyrir sig hvort byssurnar væru hafðar til taks í lögreglubílum og væri þá aðallega tekið tillit til vegalengda sem lögregla þyrfti að fara í störfum sínum. Þá sagði Jón að ekkert af rúmlega 500 milljón króna aukafjárveitingu til lögreglunnar á þessu ári til að fjölga lögreglumönnum og bæta viðbúnað hennar, hefði farið til vopnakaupa. Þá vísar Jón til skýrslu um stöðu lögreglunnar sem gerð var fyrir innanríkisráðherra árið 2012. Þar kemur fram að lögregluembætti landsins búa samtals yfir 254 skammbyssum. Langflestar þeirra eru hjá Ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar eða 78. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bjó árið 2012 yfir 28 skammbyssum og lögreglan á Suðurnesjum fjörutíu og tveimur en Keflavíkurflugvöllur heyrir undir það embætti. Önnur embætti hafa færri skammbyssur. Í undantekningatilfellum hefur lögregla yfir rifflum að ráða. Í heild á lögreglan 37 riffla og eru 30 þeirra hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt skýrslunni frá 2012 átti lögreglan þá 60 sjálfvirk skotvopn. Fimmtíu og átta þeirra voru hjá Ríkislögreglustjóra, eða sérsveitinni, en tvö sjálfvirk skotvopn voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir fráleitt að almenna lögreglan verði vopnuð skammbyssum og hríðskotabyssum án þess að umræða fari fram um það í þjóðfélaginu. Um yrði að ræða eðlisbreytingu á lögreglunni. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að vopna allar lögreglubifreiðar landsins.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi að undanförnu fest kaup 200 hríðskotabyssum og nokkru magni af Glock skammbyssum sem koma eigi fyrir í öllu lögreglubifreiðum landsins. Þessi vopn séu nú þegar í lögreglubílum á Vestfjörðum og er ástæðan sögð vera nýleg uppákoma þegar lögregla þar átti við mann vopnaðan haglabyssu árið 2007. Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugmyndir um að vígbúa lögregluna oft hafa komið til umræðu á undanförnum árum. „Mín almenna skoðun hefur alltaf verið sú að það eigi ekki að gera. En það megi vera undantekning frá þessari reglu og skuli vera og það er náttúrulega sérsveit lögreglunnar. Þá kunni að vera nauðsynlegt að lögregla t.d. á landsbyggðinni hafi byssu í bílnum til að getað aflífað skepnur ef svo ber undir,“ segir Ögmundur. Það komi honum hins vegar mjög á óvart að ákvörðun hafi verið tekin um að setja vopn í hendur almennra lögreglumanna, Það sé fráleitt annað er fram fari umræða ef gera eigi það að almennri reglu að fólk geti búist við því að það séu hríðskotabyssur í öllum lögreglubílum. „Það er náttúrlega stefnubreyting, eðlisbreyting á starfsemi lögreglunnar sem þarf að fá umræðu í samfélaginu, að sjálfsögðu,“ segir Ögmundur. Þetta sé stærra mál en svo að innanríkisráðherra geti einhliða tekið ákvörðun af þessu tagi. Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofuna í morgun, að það væri ekki rétt að búið væri að ákveða að skotvopn verði í öllum bifreiðum lögreglunnar. Skotvopn hefðu verið til reiðu á lögreglustöðvum landsins og þá eingöngu skammbyssur, ekki hríðskotabyssur. Jón segir að það væri síðan ákvörðun hvers lögreglustjóra fyrir sig hvort byssurnar væru hafðar til taks í lögreglubílum og væri þá aðallega tekið tillit til vegalengda sem lögregla þyrfti að fara í störfum sínum. Þá sagði Jón að ekkert af rúmlega 500 milljón króna aukafjárveitingu til lögreglunnar á þessu ári til að fjölga lögreglumönnum og bæta viðbúnað hennar, hefði farið til vopnakaupa. Þá vísar Jón til skýrslu um stöðu lögreglunnar sem gerð var fyrir innanríkisráðherra árið 2012. Þar kemur fram að lögregluembætti landsins búa samtals yfir 254 skammbyssum. Langflestar þeirra eru hjá Ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar eða 78. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bjó árið 2012 yfir 28 skammbyssum og lögreglan á Suðurnesjum fjörutíu og tveimur en Keflavíkurflugvöllur heyrir undir það embætti. Önnur embætti hafa færri skammbyssur. Í undantekningatilfellum hefur lögregla yfir rifflum að ráða. Í heild á lögreglan 37 riffla og eru 30 þeirra hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt skýrslunni frá 2012 átti lögreglan þá 60 sjálfvirk skotvopn. Fimmtíu og átta þeirra voru hjá Ríkislögreglustjóra, eða sérsveitinni, en tvö sjálfvirk skotvopn voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira