Tognaði á ökkla við myndatöku Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 10. janúar 2014 12:00 Átján ár eru síðan Sighvatur settist fyrst við hljóðnemann á FM957. Hann starfar enn við útvarp en nú á RÚV. Sighvatur Jónsson er mörgum kunnur úr fjölmiðlum en hann fagnaði átján ára „útvarpsafmæli“ sínu á dögunum. Sighvatur eða Hvati eins og hann er kallaður byrjaði að vinna á FM957 þann 8. janúar 1996. „Á hverju ári þakka ég Bússa, Birni Þóri Sigurðssyni, fyrir að hafa ráðið mig og hugsa sérstaklega hlýtt til allra þeirra sem ég vann með á FM og á fleiri útvarpsstöðvum. Þann 8. janúar fer ég alltaf í minningabankann og rifja upp skemmtilegar minningar frá ferlinum. Þessi dagur fyrir átján árum er alltaf eftirminnilegur, þetta var mánudagur en ég hafði kíkt við í vinnunni á föstudeginum því hjátrúin segir að ekki eigi að byrja í vinnu á mánudegi. Þá hafði ég fengið notendahandbók fyrir klippitölvuna, sem var þá nýkomin, í hendur og sat yfir henni um helgina. Ég var lengi búinn að fikta við hljóðvinnslu en pabbi var rafeindavirki og hann gaf mér lítinn sendi þegar ég var um 12 ára. Ég fór svo að senda yfir til nágranna míns og þeir sátu þar og hlustuðu á mig, vinur minn og bróðir hans. Þeir tveir voru því fyrstu hlustendurnir mínir.“ Stafræna byltingin Þegar Sighvatur byrjaði í útvarpi var stafræna byltingin sem orðið hefur á síðustu árum að byrja. „Ég kom inn í þennan bransa þegar menn voru að hætta að nota spólur og klippitölvurnar orðnar allsráðandi. Ég og félagi minn í Eyjum höfðum rekið litla útvarpsstöð í samstarfi við FM957 sumrin 1993 og 1994. Sumarið á eftir tóku aðrir við rekstrinum en ég sá eingöngu um hljóðvinnslu og tæknimál. Ég hef alltaf verið græjufíkill en ég sakna þess að hafa ekki komið aðeins fyrr inn í bransann og kynnst spóluvinnslunni. Þetta er allt annað og auðveldara í dag. Í stað þess að þurfa að klipppa saman efni af mörgum spólum sem þarf kannski að sækja hingað og þangað gerist þetta allt í tölvunni.“ Sjálfstæður Sighvatur starfar í dag sem sjálfstæður framleiðandi og rekur fyrirtækið Sigva Media. Stærsta verkefnið hans til þessa er heimildarmynd um Heimaeyjargosið 1973 sem hann framleiddi seinasta sumar ásamt Jóhönnu Ýri Jónsdóttur sagnfræðingi. „Heimildarmyndin sem við Jóhanna Ýr framleiddum var í tengslum við það að fjörutíu ár voru liðin frá goslokum, hún heitir „Útlendingur heima – uppgjör við eldgos“ og er fyrsta heimildarmyndin þar sem einblínt er á tilfinningar fólks sem gekk í gegnum gosið og hvernig því hefur tekist að vinna úr atburðunum.“ Sighvatur við upptökur heimildamyndarinnar á Eldfelli í Vestmannaeyjum síðasta sumar. Einn viðmælenda, Elísabet Arnoddsdóttir, stendur á rústum heimilis hennar við Bakkastíg 9 sem fór undir hraun í Heimaeyjargosinu 1973.Jóhanna ýr Jónsdóttir Tognaði á vettvangi Hvati sinnir enn útvarpsvinnu þar sem hann er umsjónarmaður og framleiðandi Vinsældalista Rásar 2 sem er sendur út á laugardögum klukkan fjögur og sunnudagskvöldum klukkan tíu. Samhliða því sinnir hann fréttaritarastörfum fyrir RÚV og ýmsum öðrum framleiðsluverkefnum fyrir útvarp og sjónvarp. Hvati þarf að leysa hin ýmsu verkefni af hendi við úrvinnslu frétta. „Í haust var ég að mynda við Hásteinsvöll í óveðri. Þá fauk auglýsingaskilti í höfuðið á mér og við það fékk ég skurð, það þurfti að sauma sex spor í og einnig tognaði ég á báðum ökklum.“ Aðspurður útskýrir Sighvatur þetta undarlega slys nánar. „Ég sat á hnjánum að mynda við enda vallarins þegar auglýsingaskiltið fauk inn á völlinn. Ég hélt áfram að taka upp og tók nærmynd af skiltinu sem skyndilega kom á móti mér þegar vindur snerist og hviða reif skiltið með sér. Skiltið skall á höfðinu á mér og ég hentist aftur á bak og við það tognaði ég á ökklunum.“ Hann er þó allur að koma til og hefur tekið fótboltaskóna fram á ný en hann æfir tvisvar í viku með félögum sínum í Lunch United. „Ég hef reyndar verið kallaður Örvar undanfarið vegna örsins sem ég er með á enninu eftir skiltið en það grær óðum.“ Afslöppun Helgin hjá Hvata og fjölskyldu fer að mestu leyti í að slaka á. „Ég fæ þó til mín spurningalið framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í Gettu betur í stúdíóið hjá mér á sunnudaginn þar sem keppnin er að hefjast. Svo ætlum við að njóta þess að eiga rólega helgi eftir allt fjörið yfir hátíðarnar. Jólaskrautið var tekið niður í vikunni en við skildum eina seríu eftir. Undanfarin ár hefur sá siður skapast að Eyjamenn láti eitthvað af jólaljósunum loga fram yfir 23. janúar en þann dag hófst Heimaeyjargosið 1973.“ Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Sighvatur Jónsson er mörgum kunnur úr fjölmiðlum en hann fagnaði átján ára „útvarpsafmæli“ sínu á dögunum. Sighvatur eða Hvati eins og hann er kallaður byrjaði að vinna á FM957 þann 8. janúar 1996. „Á hverju ári þakka ég Bússa, Birni Þóri Sigurðssyni, fyrir að hafa ráðið mig og hugsa sérstaklega hlýtt til allra þeirra sem ég vann með á FM og á fleiri útvarpsstöðvum. Þann 8. janúar fer ég alltaf í minningabankann og rifja upp skemmtilegar minningar frá ferlinum. Þessi dagur fyrir átján árum er alltaf eftirminnilegur, þetta var mánudagur en ég hafði kíkt við í vinnunni á föstudeginum því hjátrúin segir að ekki eigi að byrja í vinnu á mánudegi. Þá hafði ég fengið notendahandbók fyrir klippitölvuna, sem var þá nýkomin, í hendur og sat yfir henni um helgina. Ég var lengi búinn að fikta við hljóðvinnslu en pabbi var rafeindavirki og hann gaf mér lítinn sendi þegar ég var um 12 ára. Ég fór svo að senda yfir til nágranna míns og þeir sátu þar og hlustuðu á mig, vinur minn og bróðir hans. Þeir tveir voru því fyrstu hlustendurnir mínir.“ Stafræna byltingin Þegar Sighvatur byrjaði í útvarpi var stafræna byltingin sem orðið hefur á síðustu árum að byrja. „Ég kom inn í þennan bransa þegar menn voru að hætta að nota spólur og klippitölvurnar orðnar allsráðandi. Ég og félagi minn í Eyjum höfðum rekið litla útvarpsstöð í samstarfi við FM957 sumrin 1993 og 1994. Sumarið á eftir tóku aðrir við rekstrinum en ég sá eingöngu um hljóðvinnslu og tæknimál. Ég hef alltaf verið græjufíkill en ég sakna þess að hafa ekki komið aðeins fyrr inn í bransann og kynnst spóluvinnslunni. Þetta er allt annað og auðveldara í dag. Í stað þess að þurfa að klipppa saman efni af mörgum spólum sem þarf kannski að sækja hingað og þangað gerist þetta allt í tölvunni.“ Sjálfstæður Sighvatur starfar í dag sem sjálfstæður framleiðandi og rekur fyrirtækið Sigva Media. Stærsta verkefnið hans til þessa er heimildarmynd um Heimaeyjargosið 1973 sem hann framleiddi seinasta sumar ásamt Jóhönnu Ýri Jónsdóttur sagnfræðingi. „Heimildarmyndin sem við Jóhanna Ýr framleiddum var í tengslum við það að fjörutíu ár voru liðin frá goslokum, hún heitir „Útlendingur heima – uppgjör við eldgos“ og er fyrsta heimildarmyndin þar sem einblínt er á tilfinningar fólks sem gekk í gegnum gosið og hvernig því hefur tekist að vinna úr atburðunum.“ Sighvatur við upptökur heimildamyndarinnar á Eldfelli í Vestmannaeyjum síðasta sumar. Einn viðmælenda, Elísabet Arnoddsdóttir, stendur á rústum heimilis hennar við Bakkastíg 9 sem fór undir hraun í Heimaeyjargosinu 1973.Jóhanna ýr Jónsdóttir Tognaði á vettvangi Hvati sinnir enn útvarpsvinnu þar sem hann er umsjónarmaður og framleiðandi Vinsældalista Rásar 2 sem er sendur út á laugardögum klukkan fjögur og sunnudagskvöldum klukkan tíu. Samhliða því sinnir hann fréttaritarastörfum fyrir RÚV og ýmsum öðrum framleiðsluverkefnum fyrir útvarp og sjónvarp. Hvati þarf að leysa hin ýmsu verkefni af hendi við úrvinnslu frétta. „Í haust var ég að mynda við Hásteinsvöll í óveðri. Þá fauk auglýsingaskilti í höfuðið á mér og við það fékk ég skurð, það þurfti að sauma sex spor í og einnig tognaði ég á báðum ökklum.“ Aðspurður útskýrir Sighvatur þetta undarlega slys nánar. „Ég sat á hnjánum að mynda við enda vallarins þegar auglýsingaskiltið fauk inn á völlinn. Ég hélt áfram að taka upp og tók nærmynd af skiltinu sem skyndilega kom á móti mér þegar vindur snerist og hviða reif skiltið með sér. Skiltið skall á höfðinu á mér og ég hentist aftur á bak og við það tognaði ég á ökklunum.“ Hann er þó allur að koma til og hefur tekið fótboltaskóna fram á ný en hann æfir tvisvar í viku með félögum sínum í Lunch United. „Ég hef reyndar verið kallaður Örvar undanfarið vegna örsins sem ég er með á enninu eftir skiltið en það grær óðum.“ Afslöppun Helgin hjá Hvata og fjölskyldu fer að mestu leyti í að slaka á. „Ég fæ þó til mín spurningalið framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í Gettu betur í stúdíóið hjá mér á sunnudaginn þar sem keppnin er að hefjast. Svo ætlum við að njóta þess að eiga rólega helgi eftir allt fjörið yfir hátíðarnar. Jólaskrautið var tekið niður í vikunni en við skildum eina seríu eftir. Undanfarin ár hefur sá siður skapast að Eyjamenn láti eitthvað af jólaljósunum loga fram yfir 23. janúar en þann dag hófst Heimaeyjargosið 1973.“
Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira