Ragnar Már vann sitt fyrsta mót á Eimskipsmótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 16:24 Ragnar Már Garðarsson er hér í miðjunni og með þeim Andra Þór Björnssyni og Bjarka Péturssyni sem urðu jafnir í öðru sæti. Mynd/GSÍmyndir Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fagnaði sigri í karlaflokki á Nettómótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Þetta er fyrsti sigur Ragnar Más á Eimskipsmótaröðinni en hann margfaldur Íslandsmeistari í unglingaflokkum. Ragnar Már stundar nú nám við McNeese-háskólann í Louisiana í Bandaríkjunum. Hann lék hringina þrjá á 220 höggum eða á fjórum höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness urðu jafnir í öðru til þriðja sæti en þeir léku á 222 höggum eða á sex höggum yfir pari. Ragnar Már, Andri Þór og Bjarki skiptust á að vera með forystuna á loka hringnum en eins og áður sagði þá stóð Ragnar Már uppi sem sigurvegari. Ragnar Már lék þeirra best á lokahringnum eða á tveimur höggum undir pari. Hann fékk meðal annars fimm fugla á síðustu þrettán holunum sem er frábær spilamennska hjá þessum 19 ára strák. Næsta mót á mótaröð þeirra bestu Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu um næstu helgi.Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan í karlaflokki 1. Ragnar Már Garðarsson, GKG +4 2. Bjarki Pétursson, GB +6 2. Andri Þór Björnsson, GR +6 4. Kristján Þór Einarsson, GKJ +7 4.Haraldur Franklín Magnús, GR +7 6. Rúnar Arnórsson, GK +9 6. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG +9 6. Gísli Sveinbergsson, GK +9 9. Stefán Þór Bogason, GR +10 10. Andri Már Óskarsson, GHR +11 Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá og Bjarki efst í Leirunni Bjarki Pétursson GB er með eins höggs forystu í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK er með sömu forystu í kvennaflokki á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir tvo hringi af þremur. 25. maí 2014 08:00 Sunna náði fugli á þremur holum í röð og vann Nettómótið Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. 25. maí 2014 16:04 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fagnaði sigri í karlaflokki á Nettómótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Þetta er fyrsti sigur Ragnar Más á Eimskipsmótaröðinni en hann margfaldur Íslandsmeistari í unglingaflokkum. Ragnar Már stundar nú nám við McNeese-háskólann í Louisiana í Bandaríkjunum. Hann lék hringina þrjá á 220 höggum eða á fjórum höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness urðu jafnir í öðru til þriðja sæti en þeir léku á 222 höggum eða á sex höggum yfir pari. Ragnar Már, Andri Þór og Bjarki skiptust á að vera með forystuna á loka hringnum en eins og áður sagði þá stóð Ragnar Már uppi sem sigurvegari. Ragnar Már lék þeirra best á lokahringnum eða á tveimur höggum undir pari. Hann fékk meðal annars fimm fugla á síðustu þrettán holunum sem er frábær spilamennska hjá þessum 19 ára strák. Næsta mót á mótaröð þeirra bestu Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu um næstu helgi.Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan í karlaflokki 1. Ragnar Már Garðarsson, GKG +4 2. Bjarki Pétursson, GB +6 2. Andri Þór Björnsson, GR +6 4. Kristján Þór Einarsson, GKJ +7 4.Haraldur Franklín Magnús, GR +7 6. Rúnar Arnórsson, GK +9 6. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG +9 6. Gísli Sveinbergsson, GK +9 9. Stefán Þór Bogason, GR +10 10. Andri Már Óskarsson, GHR +11
Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá og Bjarki efst í Leirunni Bjarki Pétursson GB er með eins höggs forystu í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK er með sömu forystu í kvennaflokki á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir tvo hringi af þremur. 25. maí 2014 08:00 Sunna náði fugli á þremur holum í röð og vann Nettómótið Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. 25. maí 2014 16:04 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá og Bjarki efst í Leirunni Bjarki Pétursson GB er með eins höggs forystu í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK er með sömu forystu í kvennaflokki á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir tvo hringi af þremur. 25. maí 2014 08:00
Sunna náði fugli á þremur holum í röð og vann Nettómótið Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. 25. maí 2014 16:04