Sunna náði fugli á þremur holum í röð og vann Nettómótið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 16:04 Sunna Víðisdóttir er hér í miðjunni ásamt hinum verðlaunahöfunum á Nettómótinu, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Karenu Guðnadóttur. Mynd/GSÍmyndir Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Sunna lék kvenna best á 75 höggum eða þremur yfir pari Hólmsvallar en hún spilaði hringina þrjá á 234 höggum eða 18 yfir pari. Hún var einu höggi á eftir Guðrúnu Brá fyrir lokadaginn en lék best í dag. Sunna lagði grunninn að sigri sínum með því að ná fugli á þremur holum í röð á seinni níu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð í öðru sæti á 236 höggum en hún leiddi mest allt mótið en varð að lokum að sætta sig við annað sætið. Guðrún Brá tapaði tveimur höggum á holunum þremur þar sem Sunna náði í fugl. Í þriðja sæti kom svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 240 höggum eða 24 yfir pari. Næsta mótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu og hefst það föstudaginn 30. maí. Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan hjá konunum 1. Sunna Víðisdóttir, GR +18 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +20 3. Karen Guðnadóttir, GS +24 4. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +32 5. Berglind Björnsdóttir, GR +33 6. Heiða Guðnadóttir, GKJ +34 7. Signý Arnórsdóttir, GK +36 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +36 9. Ingunn Einarsdóttir, GKG +37 10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +39 Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Sunna lék kvenna best á 75 höggum eða þremur yfir pari Hólmsvallar en hún spilaði hringina þrjá á 234 höggum eða 18 yfir pari. Hún var einu höggi á eftir Guðrúnu Brá fyrir lokadaginn en lék best í dag. Sunna lagði grunninn að sigri sínum með því að ná fugli á þremur holum í röð á seinni níu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð í öðru sæti á 236 höggum en hún leiddi mest allt mótið en varð að lokum að sætta sig við annað sætið. Guðrún Brá tapaði tveimur höggum á holunum þremur þar sem Sunna náði í fugl. Í þriðja sæti kom svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 240 höggum eða 24 yfir pari. Næsta mótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu og hefst það föstudaginn 30. maí. Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan hjá konunum 1. Sunna Víðisdóttir, GR +18 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +20 3. Karen Guðnadóttir, GS +24 4. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +32 5. Berglind Björnsdóttir, GR +33 6. Heiða Guðnadóttir, GKJ +34 7. Signý Arnórsdóttir, GK +36 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +36 9. Ingunn Einarsdóttir, GKG +37 10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +39
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira