Golf

Watson: „Bradley er minn Poulter“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Keegan Bradley lék vel í Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum.
Keegan Bradley lék vel í Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum. Vísir/Getty Images
Tom Watson, fyrirliði Bandaríkjanna, ákvað að veðja á reynsluna fyrir Ryder-bikarinn sem fram fer á Gleneagles í Skotlandi. Watson valdi Keegan Bradley, Hunter Mahan og Webb Simpson.

Allir hafa þeir leikið í keppninni áður og koma með reynslu inn í liðið. Watson segir að Keegan Bradley geti skipt sköpum fyrir lið sitt sem verður án Tiger Woods sem er frá vegna meiðsla.

„Keegan Bradley getur verið okkar Ian Poulter,“ segir Watson og vísar þar til hvernig Poulter dró vagninn fyrir lið Evrópu í Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum. „Hann er frábær strákur og hann er með mikla ástríðu fyrir að vinna sem getur hjálpað okkar liði verulega. Hann er mjög góður í slæmu veðri.“

Bradley vann þrjá leiki af fjórum fyrir tveimur árum á Medinah vellinum og hefur myndað frábær tvíeyki með Phil Mickelson. Talið er fullvíst að þeir leiki áfram saman í mótinu í ár. Þrír nýliðar eru í liði Bandaríkjanna í ár. Jimmy Walker, Patrick Reed og Jordan Spieth leika í mótinu í fyrsta sinn.

Lið Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum 2014:

Bubba Watson

Rickie Fowler

Jim Furyk

Jimmy Walker

Phil Mickelson

Matt Kuchar

Jordan Speith

Patrick Reed

Zach Johnson

Keegan Bradley

Hunter Mahan

Webb Simpson


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×