Lífið

Kim Kardashian kona ársins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
GQ Men of the Year-verðlaunin voru afhent í London í gærkvöldi.

Mikið var um dýrðir á rauða dreglinum eins og sést á meðfylgjandi myndum og margir sem fóru sáttir heim með verðlaunagrip í farteskinu.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var valin kona ársins en alþjóðlegur maður ársins var leikarinn Jonah Hill.

Þá fékk Benedict Cumberbatch verðlaun sem leikari ársins og tónlistarmaður ársins var valinn Pharrell Williams.

Goðsagnarverðlaunin fóru til tónlistarmannsins Van Morrison en Icon of the Year-verðlaunin til tónlistarmannsins Iggy Pop svo fátt eitt sé nefnt.

Kim Kardashian og Kanye West.
Nina Alu og Iggy Pop.
David Gandy.
Cara Delevingne.
Rita Ora.
Lindsay Lohan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×