Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2014 21:34 VÍSIR/PJETUR Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri í ræðukeppninni Morfís eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn Morfís bréf og kvartaði yfir framkomu MÍ í ræðukeppninni. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan, “ segir meðal annars í bréfinu. Um upplifun sína af keppninni sagði Eyrún meðal annars að hún hefði sjaldan orðið jafn reið og þegar liðsstjóri MÍ flutti sína ræðu. „Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“Læra af þessu Ræðulið MÍ harmar þau ósæmilegu orð sem voru látin falla í samskiptum fyrir keppnina og í sjálfri keppninni. Aldrei hafi verið ætlunin að sýna neinum fyrirlitningu og hvað þá tala niður til kvenna. Mistökin séu á ábyrgð þeirra sem framkvæmdu og vilja liðsmenn taka það sérstaklega fram að þeir voru ekki hvattir til þess né hafi hegðunin verið viðurkennd af þjálfara liðsins. Þjálfari liðsins er Ingvar Örn Ákason en hann bað Eyrúnu afsökunar fyrir hönd liðsins um leið og hann frétti af því hvernig samskiptin voru að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Hann segist hafa reynt að fá liðsfélagana til að taka ósæmilegt orðbragð úr ræðunni og kveðið mjög sterkt á um að ekkert slíkt kæmi fram í ræðunni. Liðsstjóri MÍ harmar mjög framkomu sína og en ógeðsleg orð hafi fallið sem ekki ættu að heyrast. Liðið segist munu læra af þessu og stefni í framtíðinni á að sýna vinsemd og virðingu gagnvart öðrum keppendum. Þeir ætli ekki að leggjast á það plan að tala illa um andstæðinga sína né aðra. „Við viljum að keppnin snúist um málefni en ekki manneskjur og vonum við að áherslur í framtíðinni munu færast aftur í þá átt, við munum í það minnsta taka þá stefnu í framtíðinni og snúa málafærslu okkar til betri vegar. Við viljum vera skólanum okkar og samfélagi til sóma og því verður þessi hegðun ekki liðin hér eftir. Afsakið öll!“ Lið MA vann sigur í keppni skólanna og er komið áfram. Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri í ræðukeppninni Morfís eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn Morfís bréf og kvartaði yfir framkomu MÍ í ræðukeppninni. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan, “ segir meðal annars í bréfinu. Um upplifun sína af keppninni sagði Eyrún meðal annars að hún hefði sjaldan orðið jafn reið og þegar liðsstjóri MÍ flutti sína ræðu. „Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“Læra af þessu Ræðulið MÍ harmar þau ósæmilegu orð sem voru látin falla í samskiptum fyrir keppnina og í sjálfri keppninni. Aldrei hafi verið ætlunin að sýna neinum fyrirlitningu og hvað þá tala niður til kvenna. Mistökin séu á ábyrgð þeirra sem framkvæmdu og vilja liðsmenn taka það sérstaklega fram að þeir voru ekki hvattir til þess né hafi hegðunin verið viðurkennd af þjálfara liðsins. Þjálfari liðsins er Ingvar Örn Ákason en hann bað Eyrúnu afsökunar fyrir hönd liðsins um leið og hann frétti af því hvernig samskiptin voru að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Hann segist hafa reynt að fá liðsfélagana til að taka ósæmilegt orðbragð úr ræðunni og kveðið mjög sterkt á um að ekkert slíkt kæmi fram í ræðunni. Liðsstjóri MÍ harmar mjög framkomu sína og en ógeðsleg orð hafi fallið sem ekki ættu að heyrast. Liðið segist munu læra af þessu og stefni í framtíðinni á að sýna vinsemd og virðingu gagnvart öðrum keppendum. Þeir ætli ekki að leggjast á það plan að tala illa um andstæðinga sína né aðra. „Við viljum að keppnin snúist um málefni en ekki manneskjur og vonum við að áherslur í framtíðinni munu færast aftur í þá átt, við munum í það minnsta taka þá stefnu í framtíðinni og snúa málafærslu okkar til betri vegar. Við viljum vera skólanum okkar og samfélagi til sóma og því verður þessi hegðun ekki liðin hér eftir. Afsakið öll!“ Lið MA vann sigur í keppni skólanna og er komið áfram.
Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33