Bósi borubrattur eftir björgunaraðgerð Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2014 20:00 Kattarvinir tóku fljótt við sér þegar neyðarkall barst frá eigendum Bósa, tæplega hálfs árs högna, sem brotnaði illa þegar keyrt var á hann seinnipartinn í gær. Á um tíu klukkustundum tókst að safna fyrir aðgerð á Bósa sem fram fór í dag. Það er sagt kettir eigi sér níu líf og það sannast á Bósa en það var keyrt á hann í gær og hann brotnaði mjög illa. Aðgerð sem gera þurfti á honum kostar um 200 þúsund krónur sem ekki voru til á heimilinu. Heimilisfarðinn brá á það ráð að stofna Facebook síðu og það tókst á um tíu tímum að safna rúmlega fyrir aðgerðinni. Hann segir að mikinn kipp hafa orðið þegar Vísir greindi frá málinu og afgangurinn renni í slysasjóð fyrir aðra ketti. Komið var Bósa illa slasaðan á Dýraspítalann í Víðidal í gær og þá gerð á honum bráðabirgðaaðgerð en ekki var vitað hver átti hann eða hvar hann átti heima. Það voru börn í Laugarneshverfinu sem gengu hús úr húsi og fundu út að systkinin Símon, Móeiður og Ólafur Símonarbörn eiga Bósa. „Og við öll vorum ótrúlega sorgmædd þegar þetta gerðist og þegar við fréttum þetta í gær,“ sagði Móeiður 8 ára sem talaði fyrir hönd systkina sinna í heimsókn á Dýraspítalann í dag. Augljóslega mjög fegin að Bósi kom heill út úr aðgerðinni. „Við ætlum að passa hann mjög vel þegar hann kemur heim og láta hann ekki aftur fara í svona slys,“ segir Móeiður. Reynt verði að kenna Bósa umferðarreglunnar og þau systkynin séu að reyna að ala Bósa upp, sem vilji t.d. helst sofa á koddanum hjá Símoni bróður hennar en ekki í sínu fleti. „Ég veit ekki af hverju,“ segir hún. Katrín Harðardóttir dýralæknir segir aðgerðina á Bósa hafa gengið mjög vel. „Hann var mjög illa brotinn. Það vantaði hreinlega stóran hluta af lærbeininu. Þess vegna þurftum við að setja sérstaka plötu og pinna í fótin. En þetta er ungur köttur, um fimm mánaða, og þetta mun gróa eins og skot, kannski á fjórum til sex vikum. En hann byrja að labba strax,“ segir hún. Katrín segir dýr bregðast misjafnlega við þegar þau slasast. Mörg þeirra verði reið yfir sársaukanum og skilji ekki alltaf að það sé verið að hjálpa þeim. En Bósi hafi verið yndislegur. „Hann var alla vega mjög þakklátur og því líkt glaður að komast í hús og fá aðhlynningu,“ segir Katrín og Bósi tók undir með góðlátlegu mjálmi í faðmi bjargvættarins. Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Kattarvinir tóku fljótt við sér þegar neyðarkall barst frá eigendum Bósa, tæplega hálfs árs högna, sem brotnaði illa þegar keyrt var á hann seinnipartinn í gær. Á um tíu klukkustundum tókst að safna fyrir aðgerð á Bósa sem fram fór í dag. Það er sagt kettir eigi sér níu líf og það sannast á Bósa en það var keyrt á hann í gær og hann brotnaði mjög illa. Aðgerð sem gera þurfti á honum kostar um 200 þúsund krónur sem ekki voru til á heimilinu. Heimilisfarðinn brá á það ráð að stofna Facebook síðu og það tókst á um tíu tímum að safna rúmlega fyrir aðgerðinni. Hann segir að mikinn kipp hafa orðið þegar Vísir greindi frá málinu og afgangurinn renni í slysasjóð fyrir aðra ketti. Komið var Bósa illa slasaðan á Dýraspítalann í Víðidal í gær og þá gerð á honum bráðabirgðaaðgerð en ekki var vitað hver átti hann eða hvar hann átti heima. Það voru börn í Laugarneshverfinu sem gengu hús úr húsi og fundu út að systkinin Símon, Móeiður og Ólafur Símonarbörn eiga Bósa. „Og við öll vorum ótrúlega sorgmædd þegar þetta gerðist og þegar við fréttum þetta í gær,“ sagði Móeiður 8 ára sem talaði fyrir hönd systkina sinna í heimsókn á Dýraspítalann í dag. Augljóslega mjög fegin að Bósi kom heill út úr aðgerðinni. „Við ætlum að passa hann mjög vel þegar hann kemur heim og láta hann ekki aftur fara í svona slys,“ segir Móeiður. Reynt verði að kenna Bósa umferðarreglunnar og þau systkynin séu að reyna að ala Bósa upp, sem vilji t.d. helst sofa á koddanum hjá Símoni bróður hennar en ekki í sínu fleti. „Ég veit ekki af hverju,“ segir hún. Katrín Harðardóttir dýralæknir segir aðgerðina á Bósa hafa gengið mjög vel. „Hann var mjög illa brotinn. Það vantaði hreinlega stóran hluta af lærbeininu. Þess vegna þurftum við að setja sérstaka plötu og pinna í fótin. En þetta er ungur köttur, um fimm mánaða, og þetta mun gróa eins og skot, kannski á fjórum til sex vikum. En hann byrja að labba strax,“ segir hún. Katrín segir dýr bregðast misjafnlega við þegar þau slasast. Mörg þeirra verði reið yfir sársaukanum og skilji ekki alltaf að það sé verið að hjálpa þeim. En Bósi hafi verið yndislegur. „Hann var alla vega mjög þakklátur og því líkt glaður að komast í hús og fá aðhlynningu,“ segir Katrín og Bósi tók undir með góðlátlegu mjálmi í faðmi bjargvættarins.
Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira