Lizzy Yarnold kom í mark á 58.09 sekúndum eða 0.97 sekúndum á undan hinni bandarísku Noelle Pikus-Pace en Rússinn Elena Nikitina tók bronsið. Það er því komin ný Elísabet drottning í Bretlandi og má búast við að bresku miðlarnir vaði í slíkar fyrirsagnir á morgun.
Lizzy Yarnold er ríkjandi heimsmeistari í greininni en hún vann fjögur af átta heimsbikarmótum tímabilsins 2013-14 og var því afar sigurstrangleg í keppninni. Þá vann hún einnig eftir baráttu við Noelle Pikus-Pace alveg eins og í dag.
Lizzy Yarnold er 25 ára gömul og sá til þess að gullið í þessari grein er áfram í höndum Breta. Amy Williams vann þessa grein í Vancouver fyrir fjórum árum.



