„Ég þarf að vinna rétt úr þessari reynslu“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. maí 2014 20:30 Vilborg Arna Gissurardóttir er nú komin heim til Íslands eftir að hafa upplifað mannskæðasta slys í sögu Everest þegar hún var að undirbúa sig til að ganga upp fjallið. Vilborg Arna ætlaði sér að klífa fimm hæstu tinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Átjánda apríl, þremur dögum eftir að hún kom í grunnbúðirnar, létust sextán sjerpar í snjóflóði, þar af þrír úr hennar hópi. Hún segir daginn hafa verið skelfilegan, og dagana á eftir afar erfiða. „Maður sér margt sem kannski erfitt er að koma í orð en við sáum mikið af slösuðu fólki og látið fólk. Það er ekki hægt að lýsa því. Manni líður ekki vel og dagarnir á eftir hafa verið erfiðir,“ Nokkrum dögum eftir slysið ákváð stór hluti sjerpanna að fara ekki fleiri ferðir upp fjallið á þessu ári. Bæði til að sýna föllnum félögum virðingu og vegna kjarabaráttu sinnar, en nepölsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að greiða fjölskyldum sjerpanna sem létust skammarlega lágar bætur. Að sögn Vilborgar er fjallið enn opið, en hún ákvað þó að fara ekki upp á tindinn til að styðja við bakið á sjerpunum. „Mér fannst það bara skýrt að þeir vildu ekki halda áfram. Ef staðan er svoleiðis þá finnst mér það ekki mitt að halda áfram í þeirri aðstöðu, bara koma aftur síðar.“ Vilborg er sátt við ferðina þó hún hafi ekki náð markmiði sínu. „Í þessum aðstæðum þá eru vonbrigði mín ekkert í samanburði við það sem sjerparnir og þeirra fjölskyldur hafa þurft að ganga í gegnum. Maður býr alltaf að svona undirbúning. Hann er ekki ónýtur. En það er lífreynsla að upplifa svona slys og maður þarf að vinna úr því og vel.“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir er nú komin heim til Íslands eftir að hafa upplifað mannskæðasta slys í sögu Everest þegar hún var að undirbúa sig til að ganga upp fjallið. Vilborg Arna ætlaði sér að klífa fimm hæstu tinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Átjánda apríl, þremur dögum eftir að hún kom í grunnbúðirnar, létust sextán sjerpar í snjóflóði, þar af þrír úr hennar hópi. Hún segir daginn hafa verið skelfilegan, og dagana á eftir afar erfiða. „Maður sér margt sem kannski erfitt er að koma í orð en við sáum mikið af slösuðu fólki og látið fólk. Það er ekki hægt að lýsa því. Manni líður ekki vel og dagarnir á eftir hafa verið erfiðir,“ Nokkrum dögum eftir slysið ákváð stór hluti sjerpanna að fara ekki fleiri ferðir upp fjallið á þessu ári. Bæði til að sýna föllnum félögum virðingu og vegna kjarabaráttu sinnar, en nepölsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að greiða fjölskyldum sjerpanna sem létust skammarlega lágar bætur. Að sögn Vilborgar er fjallið enn opið, en hún ákvað þó að fara ekki upp á tindinn til að styðja við bakið á sjerpunum. „Mér fannst það bara skýrt að þeir vildu ekki halda áfram. Ef staðan er svoleiðis þá finnst mér það ekki mitt að halda áfram í þeirri aðstöðu, bara koma aftur síðar.“ Vilborg er sátt við ferðina þó hún hafi ekki náð markmiði sínu. „Í þessum aðstæðum þá eru vonbrigði mín ekkert í samanburði við það sem sjerparnir og þeirra fjölskyldur hafa þurft að ganga í gegnum. Maður býr alltaf að svona undirbúning. Hann er ekki ónýtur. En það er lífreynsla að upplifa svona slys og maður þarf að vinna úr því og vel.“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira