„Ég þarf að vinna rétt úr þessari reynslu“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. maí 2014 20:30 Vilborg Arna Gissurardóttir er nú komin heim til Íslands eftir að hafa upplifað mannskæðasta slys í sögu Everest þegar hún var að undirbúa sig til að ganga upp fjallið. Vilborg Arna ætlaði sér að klífa fimm hæstu tinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Átjánda apríl, þremur dögum eftir að hún kom í grunnbúðirnar, létust sextán sjerpar í snjóflóði, þar af þrír úr hennar hópi. Hún segir daginn hafa verið skelfilegan, og dagana á eftir afar erfiða. „Maður sér margt sem kannski erfitt er að koma í orð en við sáum mikið af slösuðu fólki og látið fólk. Það er ekki hægt að lýsa því. Manni líður ekki vel og dagarnir á eftir hafa verið erfiðir,“ Nokkrum dögum eftir slysið ákváð stór hluti sjerpanna að fara ekki fleiri ferðir upp fjallið á þessu ári. Bæði til að sýna föllnum félögum virðingu og vegna kjarabaráttu sinnar, en nepölsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að greiða fjölskyldum sjerpanna sem létust skammarlega lágar bætur. Að sögn Vilborgar er fjallið enn opið, en hún ákvað þó að fara ekki upp á tindinn til að styðja við bakið á sjerpunum. „Mér fannst það bara skýrt að þeir vildu ekki halda áfram. Ef staðan er svoleiðis þá finnst mér það ekki mitt að halda áfram í þeirri aðstöðu, bara koma aftur síðar.“ Vilborg er sátt við ferðina þó hún hafi ekki náð markmiði sínu. „Í þessum aðstæðum þá eru vonbrigði mín ekkert í samanburði við það sem sjerparnir og þeirra fjölskyldur hafa þurft að ganga í gegnum. Maður býr alltaf að svona undirbúning. Hann er ekki ónýtur. En það er lífreynsla að upplifa svona slys og maður þarf að vinna úr því og vel.“ Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir er nú komin heim til Íslands eftir að hafa upplifað mannskæðasta slys í sögu Everest þegar hún var að undirbúa sig til að ganga upp fjallið. Vilborg Arna ætlaði sér að klífa fimm hæstu tinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Átjánda apríl, þremur dögum eftir að hún kom í grunnbúðirnar, létust sextán sjerpar í snjóflóði, þar af þrír úr hennar hópi. Hún segir daginn hafa verið skelfilegan, og dagana á eftir afar erfiða. „Maður sér margt sem kannski erfitt er að koma í orð en við sáum mikið af slösuðu fólki og látið fólk. Það er ekki hægt að lýsa því. Manni líður ekki vel og dagarnir á eftir hafa verið erfiðir,“ Nokkrum dögum eftir slysið ákváð stór hluti sjerpanna að fara ekki fleiri ferðir upp fjallið á þessu ári. Bæði til að sýna föllnum félögum virðingu og vegna kjarabaráttu sinnar, en nepölsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að greiða fjölskyldum sjerpanna sem létust skammarlega lágar bætur. Að sögn Vilborgar er fjallið enn opið, en hún ákvað þó að fara ekki upp á tindinn til að styðja við bakið á sjerpunum. „Mér fannst það bara skýrt að þeir vildu ekki halda áfram. Ef staðan er svoleiðis þá finnst mér það ekki mitt að halda áfram í þeirri aðstöðu, bara koma aftur síðar.“ Vilborg er sátt við ferðina þó hún hafi ekki náð markmiði sínu. „Í þessum aðstæðum þá eru vonbrigði mín ekkert í samanburði við það sem sjerparnir og þeirra fjölskyldur hafa þurft að ganga í gegnum. Maður býr alltaf að svona undirbúning. Hann er ekki ónýtur. En það er lífreynsla að upplifa svona slys og maður þarf að vinna úr því og vel.“
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira