Íslensku leikmennirnir héldu áfram að skora fyrir Viking í norsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið gerði þá 1-1 jafntefli við Odd Grenland.
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason tryggði Viking eitt stig út úr leiknum þegar hann skoraði jöfnunarmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá Jóni Daða Böðvarssyni.
Viking átti möguleika á því að vinna fimmta leikinn sinn í röð en Elbasan Rashani kom Odd í 1-0 þrettán mínútum fyrir leikslok og því stefndi því í fyrsta tap Viking á leikíðinni.
Sverrir Ingi, Jón Daði, Indriði Sigurðsson og Björn Daníel Sverrisson spiluðu allan leikinn fyrir Viking í kvöld en Steinþór Freyr Þorsteinsson var tekinn af velli á 81. mínútu.
Sverrir Ingi og Jón Daði sáu um jöfnunarmark Viking
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti