Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | Blikar héngu á stiginu Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 5. maí 2014 14:55 FH-ingar geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið öll stigin gegn Blikum í kvöld. Þeir óðu í færum í fyrri hálfleik en nýttu aðeins eitt þeirra. Leikurinn dó svo í síðari hálfleik. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Leikurinn byrjaði með látum því strax á 3. mínútu voru gestirnir komnir yfir. Tómas Óli komst einn í gegn og kláraði færið sitt með stæl. Hann virkaði rangstæður og miðað við sjónvarpsmyndir var hann það. Ekki var flaggað og því stóð markið. Eftir markið tóku FH-ingar algjörlega yfir leikinn og Blikar komust vart yfir miðju. FH-ingar fengu fjölda góðra færa en virtist algjörlega fyrirmunað að skora. Markið kom þá á endanum og kom það upp úr horni frá Ólafi Páli. Pétur skallaði boltann frá fjærstöng að marki. Þar var Hólmar Örn Rúnarsson mættur og hann setti boltann í markið með öxlinni. Það má og telur jafn mikið og öll hin mörkin. Jafnt á með liðunum í leikhléi og með ólíkindum að FH skyldi aðeins skora eitt mark í hálfleiknum. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var eðlilega ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik. Hann gerði því tvær breytingar á liðinu í hléi og færði Stefán Gíslason upp á miðjuna. Þessar breytingar hjá Ólafi skiluðu sínu því varnarleikur Blikanna var mun þéttari. FH sem fyrr með boltann en var ekki að skapa sömu færi og í fyrri hálfleik. Síðari hálfleik verður best lýst sem dauðanum á skriðbeltunum. Blikar sóttu lítið og FH dútlaði með boltann en gerði ekkert. Þeim tókst ekki að opna vörn Blikanna og Blikarnir þurftu sjaldnast að hafa mikið fyrir því að loka á þá. FH komst næst því að klára leikinn á 90. mínútu er skalli Kassim fór í stöngina. FH hafði aðeins áhuga á að vinna leikinn en Blikar héngu á stiginu. Frábær fyrri hálfleikur hjá FH en Blikar lokuðu vel fyrir í seinni og héngu á stiginu. Góð uppskera hjá þeim miðað við hvernig leikurinn spilaðist.Ólafur: Keyrðum þetta jafntefli heim "Ég er sáttur við stigið eins og leikurinn spilaðist. FH-ingarnir voru grimmari, sterkari og heilt yfir betri út á vellinum. Við keyrðum þetta jafntefli heim og ég er sáttur við það," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Hans menn voru stálheppnir að vera ekki undir í leikhléi. Ólafur gerði síðan breytingar á sínu liði og fyrir vikið varð varnarleikur liðsins allt annar. "Við verðum að skoða aðeins okkar menn og þeirra. Þeir voru með hávaxnari menn sem eru sterkari líkamlega. Þeir nýttu sér það. Ég varð rólegri þegar við vorum komnir með stærri og þyngri menn inn á völlinn." Ólafur segist ekki hafa áhyggjur af neinu sérstöku eftir þennan leik. "Við skoðum það sem þarf að laga. Við vorum að spila tæpa bolta á köflum upp völlinn. Við getum lagað þetta allt. Það er ekkert áhyggjuefni." Ólafur sagðist ekki geta lagt mat á mark Blikaliðsins sem margir töldu vera rangstæðu. "Það var ómögulegt að sjá það frá mínu sjónarhorni."Heimir: Tveggja rútu varnarleikur hjá Blikum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var merkilega léttur eftir leik þó svo hans menn hefðu misst af tveimur stigum. "Ég er kannski ekki í kastinu að hafa ekki fengið öll stigin en auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki þrjú stig á heimavelli," sagði Heimir. "Það voru forsendur fyrir því að fá öll stigin. Mér fannst við miklu betri í þessum leik. Lentum i basli fyrsta korterið og fengum á okkur mark. Unnum okkur síðan inn í leikinn og vorum sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks." Menn sem fylgdust með leiknum í sjónvarpinu sögðu að mark Blika hefði verið rangstöðumark. "Ég hef ekki séð þetta atvik og ætla ekki að tjá mig um það fyrr en ég hef séð það. Í seinni og fyrri hálfleik fengum við fín færi sem við náum ekki að nýta. "Blikarnir spiluðu sterkan varnarleik. Lágu til baka og sérstaklega eftir því sem leið á leikinn. Þetta var tveggja rútu varnarleikur hjá þeim." FH gekk illa að skapa sér færi í seinni hálfleik en Heimir brást ekki við því fyrr en seint í hálfleiknum. "Mér fannst vera góð holning á liðinu. Það hefði mátt vanda fyrirgjafirnar aðeins meira. Það var pínu klaufagangur og smá ónákvæmni. Við getum samt verið sáttir við spilamennskuna í heild sinni en ekki við að fá aðeins eitt stig."Blikar höfðu oft heppnina með sér í kvöld.Vísir/Vilhelm Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
FH-ingar geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið öll stigin gegn Blikum í kvöld. Þeir óðu í færum í fyrri hálfleik en nýttu aðeins eitt þeirra. Leikurinn dó svo í síðari hálfleik. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Leikurinn byrjaði með látum því strax á 3. mínútu voru gestirnir komnir yfir. Tómas Óli komst einn í gegn og kláraði færið sitt með stæl. Hann virkaði rangstæður og miðað við sjónvarpsmyndir var hann það. Ekki var flaggað og því stóð markið. Eftir markið tóku FH-ingar algjörlega yfir leikinn og Blikar komust vart yfir miðju. FH-ingar fengu fjölda góðra færa en virtist algjörlega fyrirmunað að skora. Markið kom þá á endanum og kom það upp úr horni frá Ólafi Páli. Pétur skallaði boltann frá fjærstöng að marki. Þar var Hólmar Örn Rúnarsson mættur og hann setti boltann í markið með öxlinni. Það má og telur jafn mikið og öll hin mörkin. Jafnt á með liðunum í leikhléi og með ólíkindum að FH skyldi aðeins skora eitt mark í hálfleiknum. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var eðlilega ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik. Hann gerði því tvær breytingar á liðinu í hléi og færði Stefán Gíslason upp á miðjuna. Þessar breytingar hjá Ólafi skiluðu sínu því varnarleikur Blikanna var mun þéttari. FH sem fyrr með boltann en var ekki að skapa sömu færi og í fyrri hálfleik. Síðari hálfleik verður best lýst sem dauðanum á skriðbeltunum. Blikar sóttu lítið og FH dútlaði með boltann en gerði ekkert. Þeim tókst ekki að opna vörn Blikanna og Blikarnir þurftu sjaldnast að hafa mikið fyrir því að loka á þá. FH komst næst því að klára leikinn á 90. mínútu er skalli Kassim fór í stöngina. FH hafði aðeins áhuga á að vinna leikinn en Blikar héngu á stiginu. Frábær fyrri hálfleikur hjá FH en Blikar lokuðu vel fyrir í seinni og héngu á stiginu. Góð uppskera hjá þeim miðað við hvernig leikurinn spilaðist.Ólafur: Keyrðum þetta jafntefli heim "Ég er sáttur við stigið eins og leikurinn spilaðist. FH-ingarnir voru grimmari, sterkari og heilt yfir betri út á vellinum. Við keyrðum þetta jafntefli heim og ég er sáttur við það," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Hans menn voru stálheppnir að vera ekki undir í leikhléi. Ólafur gerði síðan breytingar á sínu liði og fyrir vikið varð varnarleikur liðsins allt annar. "Við verðum að skoða aðeins okkar menn og þeirra. Þeir voru með hávaxnari menn sem eru sterkari líkamlega. Þeir nýttu sér það. Ég varð rólegri þegar við vorum komnir með stærri og þyngri menn inn á völlinn." Ólafur segist ekki hafa áhyggjur af neinu sérstöku eftir þennan leik. "Við skoðum það sem þarf að laga. Við vorum að spila tæpa bolta á köflum upp völlinn. Við getum lagað þetta allt. Það er ekkert áhyggjuefni." Ólafur sagðist ekki geta lagt mat á mark Blikaliðsins sem margir töldu vera rangstæðu. "Það var ómögulegt að sjá það frá mínu sjónarhorni."Heimir: Tveggja rútu varnarleikur hjá Blikum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var merkilega léttur eftir leik þó svo hans menn hefðu misst af tveimur stigum. "Ég er kannski ekki í kastinu að hafa ekki fengið öll stigin en auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki þrjú stig á heimavelli," sagði Heimir. "Það voru forsendur fyrir því að fá öll stigin. Mér fannst við miklu betri í þessum leik. Lentum i basli fyrsta korterið og fengum á okkur mark. Unnum okkur síðan inn í leikinn og vorum sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks." Menn sem fylgdust með leiknum í sjónvarpinu sögðu að mark Blika hefði verið rangstöðumark. "Ég hef ekki séð þetta atvik og ætla ekki að tjá mig um það fyrr en ég hef séð það. Í seinni og fyrri hálfleik fengum við fín færi sem við náum ekki að nýta. "Blikarnir spiluðu sterkan varnarleik. Lágu til baka og sérstaklega eftir því sem leið á leikinn. Þetta var tveggja rútu varnarleikur hjá þeim." FH gekk illa að skapa sér færi í seinni hálfleik en Heimir brást ekki við því fyrr en seint í hálfleiknum. "Mér fannst vera góð holning á liðinu. Það hefði mátt vanda fyrirgjafirnar aðeins meira. Það var pínu klaufagangur og smá ónákvæmni. Við getum samt verið sáttir við spilamennskuna í heild sinni en ekki við að fá aðeins eitt stig."Blikar höfðu oft heppnina með sér í kvöld.Vísir/Vilhelm
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira