Tækifæri í umhverfismálum Elín Hirst skrifar 5. maí 2014 09:16 Eins og allt hugsandi fólk hef ég áhyggjur af því hvernig við göngum um plánetuna Jörð og hvernig við munum skila henni til afkomenda okkar. Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sýnir að tími er kominn til að snúa við blaðinu og vona að það sé ekki of seint. Margt smátt gerir eitt stórt. Eitt af því sem mér fannst til eftirbreytni í þessum efnum nýlega var þegar eigendur fiskbúðarinnar í hverfinu mínu brydduðu upp á þeirri nýjung að selja viðskiptavinum sínum bréfpoka í stað plastpoka. Ég hef einnig tekið eftir því að æ fleiri koma með innkaupatuðrur með sér þegar þeir kaupa í matinn í stað þess að kaupa plastpoka. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og mig langar sjálfa að taka upp nýja siði í þessum efnum. Á dögunum kynntist ég enn einni umhverfisvænu nýjunginni. Það eru heimilisplastpokar úr maíssterkju sem eru uppleysanlegir úti í náttúrunni, en það tekur venjulega plastpoka mörg hundruð ár að eyðast þar eftir því sem ég kemst næst. Fleira er að breytast. Nú eru bílaframleiðendur farnir að horfa til koltrefja í stað stáls við bílaframleiðslu til að spara eldsneyti og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Koltrefjar eru afar létt og sterkt efni sem hentar vel við smíði bíla og með notkun þess er hægt að létta farartækin svo þau þurfi minna af orku. Nýlega svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni alþingismanni um koltrefjaframleiðslu á Íslandi þar sem fram kemur að Ísland er meðal samkeppnishæfustu landa hvað kostnað varðar vegna koltrefjaframleiðslu. Framleiðsla koltrefja krefst orku sem Íslendingar eru í fremstu röð við að búa til á sjálfbæran og hagkvæman hátt, auk þess sem lega landsins milli Evrópu og Ameríku er ákjósanleg. Í Skagafirði eru menn farnir að undirbúa stofnun fyrirtækis til framleiðslu á koltrefjum. Þar verður spennandi að fylgjast með. Það er mikilvægt að við Íslendingar hugsum til framtíðar í umhverfismálum og nýtum þannig þau tækifæri sem þar skapast til að góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Eins og allt hugsandi fólk hef ég áhyggjur af því hvernig við göngum um plánetuna Jörð og hvernig við munum skila henni til afkomenda okkar. Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sýnir að tími er kominn til að snúa við blaðinu og vona að það sé ekki of seint. Margt smátt gerir eitt stórt. Eitt af því sem mér fannst til eftirbreytni í þessum efnum nýlega var þegar eigendur fiskbúðarinnar í hverfinu mínu brydduðu upp á þeirri nýjung að selja viðskiptavinum sínum bréfpoka í stað plastpoka. Ég hef einnig tekið eftir því að æ fleiri koma með innkaupatuðrur með sér þegar þeir kaupa í matinn í stað þess að kaupa plastpoka. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og mig langar sjálfa að taka upp nýja siði í þessum efnum. Á dögunum kynntist ég enn einni umhverfisvænu nýjunginni. Það eru heimilisplastpokar úr maíssterkju sem eru uppleysanlegir úti í náttúrunni, en það tekur venjulega plastpoka mörg hundruð ár að eyðast þar eftir því sem ég kemst næst. Fleira er að breytast. Nú eru bílaframleiðendur farnir að horfa til koltrefja í stað stáls við bílaframleiðslu til að spara eldsneyti og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Koltrefjar eru afar létt og sterkt efni sem hentar vel við smíði bíla og með notkun þess er hægt að létta farartækin svo þau þurfi minna af orku. Nýlega svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni alþingismanni um koltrefjaframleiðslu á Íslandi þar sem fram kemur að Ísland er meðal samkeppnishæfustu landa hvað kostnað varðar vegna koltrefjaframleiðslu. Framleiðsla koltrefja krefst orku sem Íslendingar eru í fremstu röð við að búa til á sjálfbæran og hagkvæman hátt, auk þess sem lega landsins milli Evrópu og Ameríku er ákjósanleg. Í Skagafirði eru menn farnir að undirbúa stofnun fyrirtækis til framleiðslu á koltrefjum. Þar verður spennandi að fylgjast með. Það er mikilvægt að við Íslendingar hugsum til framtíðar í umhverfismálum og nýtum þannig þau tækifæri sem þar skapast til að góðra verka.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun