Svipmynd Markaðarins: Syndir með Interpol í eyrunum Haraldur Guðmundsson skrifar 5. maí 2014 13:12 Sigríður hjólar oft í og úr vinnunni og geymir þá hjólið á skrifstofunni í Seðlabankanum. Vísir/Pjetur „Núna erum við aðallega að innleiða reglur Evrópusambandsins um laust fé hjá fjármálafyrirtækjum og bæta regluverkið í kringum bankana. Við erum einnig að huga að gömlu bönkunum og slitum búanna og möguleikum á því að minnka áhættuna varðandi erlent endurgreiðsluferli þjóðarbúsins,“ segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Hún hefur stýrt sviðinu frá janúar 2012. Þar er unnið að greiningu á áhættu í fjármálakerfinu og þátttöku í mótun varúðarreglna. Sigríður starfaði áður sem kennari og aðstoðarmaður deildarforseta við hagfræðideild Yale-háskóla og þar á undan sem hagfræðingur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna frá 2005 til 2007. „Við hjónin lærðum bæði við Yale í New Haven mitt á milli Boston og New York. Við fluttum út árið 1998 og vorum bæði í námi fyrstu sjö árin. Síðan fór ég til Washington D.C. til að vinna hjá seðlabankanum en fór síðan aftur til New Haven til að kenna,“ segir Sigríður. Í Washington fékk hún tækifæri til að vinna undir tveimur seðlabankastjórum, fyrst Alan Greenspan og síðar Ben Bernanke. „Ég þekki þá ekki persónulega en Bernanke settist stundum niður með starfsmönnum bankans og borðaði hádegismat. Greenspan borðaði yfirleitt einn.“ Sigríður flutti aftur til Íslands í apríl 2012 en eiginmaður hennar, Arnar Geirsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, og synir þeirra þrír komu heim um haustið sama ár. „Við vorum loksins að flytja í okkar eigin húsnæði eftir tvö ár á leigumarkaðinum. Fjölskyldan er því nú að koma sér almennilega fyrir eftir umbrotatímabil.“ Sigríður lauk BS-gráðu í hagfræði við Háskóla Íslands árið 1995 og sömu gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla 1998. Eftir það tók við doktorsnám í hagfræði við Yale þar sem hún skrifaði doktorsritgerð um verðmyndun á hlutabréfamörkuðum. Einn af leiðbeinendum hennar við ritgerðarskrifin, hagfræðingurinn Robert Schiller, hlaut á síðasta ári Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir kenningar sínar um fjármálamarkaði. „Ég hef gaman af því að rökræða um hluti og hugsa um þá út frá alls konar sjónarhornum. Þessi akademíska hugsun, að kryfja hluti til mergjar án þess að vera á móti fólki þótt það sé á öndverðum meiði, heillar mig og því sakna ég kennslunnar.“ Sigríður hefur mikinn áhuga á tónlist og hljómsveitir eins og Placebo og She Wants Revenge eru núna í uppáhaldi. „Eitt af mínum uppáhaldsböndum, Interpol, er á leiðinni til landsins í sumar. Ég er búin að sjá þá tvisvar þannig að ég er voða spennt. Það góða við að búa í New Haven var hversu auðvelt það var fyrir okkur hjónin að fara á svona „indie“ rokktónleika.“ Frítími Sigríðar fer að mestu í fjölskylduna en hún hjólar einnig, hleypur og syndir. „Ástæðan fyrir því að ég hleyp og hjóla er fyrst og fremst sú að þá fæ ég tíma til að hlusta á tónlist. Til að meta tónlist þarf maður að hlusta helst þrisvar sinnum á sömu plötuna og það tekur þar af leiðandi ákveðinn tíma að fara í gegnum þetta. Ég er alltaf með tónlist við höndina og nota jafnvel lítinn vatnsheldan Ipod þegar ég syndi skriðsund.“Sif RíkharðsdóttirSif Ríkharðsdóttir, lektor í almennri bókmenntafræði við HÍ „Við Sigga höfum eiginlega þekkst frá því að við vorum smástelpur. Við erum báðar úr Hafnarfirði en urðum fyrst vinkonur fyrir alvöru þegar við vorum saman í bekk í Verzló. Við vorum sex stelpur í strákabekk í stærðfræðideildinni svo við stelpurnar höfum alltaf haldið hópinn eftir það. Sigga er eldklár, metnaðargjörn og stórskemmtileg. Hún hikar ekki við að segja hlutina eins og þeir eru og lætur sér almennt fátt fyrir brjósti brenna. Það eru fáir sem eru færir um að gera upp hús, ala upp þrjá drengi, hlaupa maraþon og tryggja fjármálastöðugleika eins lítils lands samtímis án þess að blása úr nös, enda höfum við alltaf sagt það vinkonurnar að hún sé sannarlega engri lík.“Harpa JónsdóttirHarpa Jónsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðsSeðlabankans „Sigríður kom í Seðlabankann með hressilegan andblæ og mikla orku. Hún er strangheiðarleg og réttsýn og vinnur í samræmi við það. Hún hefur mikinn metnað fyrir því að vinnubrögð séu vönduð og að unnið sé á faglegum forsendum, vinnunni er því lyft upp á hátt plan og það er eftirsóknarvert umhverfi fyrir þenkjandi fólk. Hún er einstaklega drífandi því hún er bæði dugleg og ósérhlífin. En umfram allt þá er hún sanngjörn og góð manneskja og það er gott að leita til hennar. Hún er þannig allt í senn, yfirmaður, samstarfsfélagi og vinur í raun.“ Nóbelsverðlaun Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
„Núna erum við aðallega að innleiða reglur Evrópusambandsins um laust fé hjá fjármálafyrirtækjum og bæta regluverkið í kringum bankana. Við erum einnig að huga að gömlu bönkunum og slitum búanna og möguleikum á því að minnka áhættuna varðandi erlent endurgreiðsluferli þjóðarbúsins,“ segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Hún hefur stýrt sviðinu frá janúar 2012. Þar er unnið að greiningu á áhættu í fjármálakerfinu og þátttöku í mótun varúðarreglna. Sigríður starfaði áður sem kennari og aðstoðarmaður deildarforseta við hagfræðideild Yale-háskóla og þar á undan sem hagfræðingur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna frá 2005 til 2007. „Við hjónin lærðum bæði við Yale í New Haven mitt á milli Boston og New York. Við fluttum út árið 1998 og vorum bæði í námi fyrstu sjö árin. Síðan fór ég til Washington D.C. til að vinna hjá seðlabankanum en fór síðan aftur til New Haven til að kenna,“ segir Sigríður. Í Washington fékk hún tækifæri til að vinna undir tveimur seðlabankastjórum, fyrst Alan Greenspan og síðar Ben Bernanke. „Ég þekki þá ekki persónulega en Bernanke settist stundum niður með starfsmönnum bankans og borðaði hádegismat. Greenspan borðaði yfirleitt einn.“ Sigríður flutti aftur til Íslands í apríl 2012 en eiginmaður hennar, Arnar Geirsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, og synir þeirra þrír komu heim um haustið sama ár. „Við vorum loksins að flytja í okkar eigin húsnæði eftir tvö ár á leigumarkaðinum. Fjölskyldan er því nú að koma sér almennilega fyrir eftir umbrotatímabil.“ Sigríður lauk BS-gráðu í hagfræði við Háskóla Íslands árið 1995 og sömu gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla 1998. Eftir það tók við doktorsnám í hagfræði við Yale þar sem hún skrifaði doktorsritgerð um verðmyndun á hlutabréfamörkuðum. Einn af leiðbeinendum hennar við ritgerðarskrifin, hagfræðingurinn Robert Schiller, hlaut á síðasta ári Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir kenningar sínar um fjármálamarkaði. „Ég hef gaman af því að rökræða um hluti og hugsa um þá út frá alls konar sjónarhornum. Þessi akademíska hugsun, að kryfja hluti til mergjar án þess að vera á móti fólki þótt það sé á öndverðum meiði, heillar mig og því sakna ég kennslunnar.“ Sigríður hefur mikinn áhuga á tónlist og hljómsveitir eins og Placebo og She Wants Revenge eru núna í uppáhaldi. „Eitt af mínum uppáhaldsböndum, Interpol, er á leiðinni til landsins í sumar. Ég er búin að sjá þá tvisvar þannig að ég er voða spennt. Það góða við að búa í New Haven var hversu auðvelt það var fyrir okkur hjónin að fara á svona „indie“ rokktónleika.“ Frítími Sigríðar fer að mestu í fjölskylduna en hún hjólar einnig, hleypur og syndir. „Ástæðan fyrir því að ég hleyp og hjóla er fyrst og fremst sú að þá fæ ég tíma til að hlusta á tónlist. Til að meta tónlist þarf maður að hlusta helst þrisvar sinnum á sömu plötuna og það tekur þar af leiðandi ákveðinn tíma að fara í gegnum þetta. Ég er alltaf með tónlist við höndina og nota jafnvel lítinn vatnsheldan Ipod þegar ég syndi skriðsund.“Sif RíkharðsdóttirSif Ríkharðsdóttir, lektor í almennri bókmenntafræði við HÍ „Við Sigga höfum eiginlega þekkst frá því að við vorum smástelpur. Við erum báðar úr Hafnarfirði en urðum fyrst vinkonur fyrir alvöru þegar við vorum saman í bekk í Verzló. Við vorum sex stelpur í strákabekk í stærðfræðideildinni svo við stelpurnar höfum alltaf haldið hópinn eftir það. Sigga er eldklár, metnaðargjörn og stórskemmtileg. Hún hikar ekki við að segja hlutina eins og þeir eru og lætur sér almennt fátt fyrir brjósti brenna. Það eru fáir sem eru færir um að gera upp hús, ala upp þrjá drengi, hlaupa maraþon og tryggja fjármálastöðugleika eins lítils lands samtímis án þess að blása úr nös, enda höfum við alltaf sagt það vinkonurnar að hún sé sannarlega engri lík.“Harpa JónsdóttirHarpa Jónsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðsSeðlabankans „Sigríður kom í Seðlabankann með hressilegan andblæ og mikla orku. Hún er strangheiðarleg og réttsýn og vinnur í samræmi við það. Hún hefur mikinn metnað fyrir því að vinnubrögð séu vönduð og að unnið sé á faglegum forsendum, vinnunni er því lyft upp á hátt plan og það er eftirsóknarvert umhverfi fyrir þenkjandi fólk. Hún er einstaklega drífandi því hún er bæði dugleg og ósérhlífin. En umfram allt þá er hún sanngjörn og góð manneskja og það er gott að leita til hennar. Hún er þannig allt í senn, yfirmaður, samstarfsfélagi og vinur í raun.“
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira