Sitja uppi með óseldar gærur fyrir yfir 200 milljónir króna Haraldur Guðmundsson skrifar 1. desember 2014 08:15 Loðskinn geymir sauðargærur fyrir Norðlenska, Kaupfélag Skagfirðinga og SAH afurðir. „Það er sölutregða og við getum áætlað að heildarverðmæti óseldra gæra í landinu nemi meira en 200 milljónum króna,“ segir Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki, spurður hvernig sláturleyfishöfum gangi að selja sauðargærur úr landi. Gunnsteinn segir innflutningsbann Rússa, sem gildir gagnvart flestum ríkjum Evrópu, skýra að mestu hversu illa gengur að selja vöruna. „Eftirspurnin er einnig minni en oft áður í augnablikinu. En sölutregðan stafar mikið af Úkraínudeilunni því Rússland er risastór markaður fyrir unnar gærur en þær hafa hingað til farið héðan til landa eins og Frakklands og Ítalíu. Kaupendur þar hafa átt í erfiðleikum með að selja vörurnar til Rússlands og það hefur leitt til lausafjárskorts hjá þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) á fyrirtækið enn um 60 þúsund óseldar gærur. Gunnsteinn nefnir einnig önnur fyrirtæki eins og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands (SS), og SAH afurðir á Blönduósi. „Það eiga allir eitthvað en Norðlenska og SS eiga sennilega minnst. Við höfum séð um að salta gærur fyrir þrjú fyrirtæki og þær eru geymdar hér hjá okkur.“Gunnsteinn BjörnssonVaran er að sögn Gunnsteins seld til Evrópu og Tyrklands, á undir eitt þúsund krónur stykkið, þar sem gæran fer í framleiðslu á mokkaskinni eða leðri. „Við höfum reynt að selja sem allra mest af okkar skinnum í mokkaframleiðslu því það gefur hærra verð en það er alltaf eitthvað sem fer í leður.“ Í fyrra seldust að sögn Guðsteins allar þær gærur sem fyrirtækin áttu eftir sláturtíðina 2013. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þetta seljist ekki en þetta mun taka lengri tíma en venjulega. Maður er því ekkert orðinn stressaður enn þá en þessi óvissa sem hefur myndast gerir það að verkum að kaupendurnir fara mjög varlega.“ Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
„Það er sölutregða og við getum áætlað að heildarverðmæti óseldra gæra í landinu nemi meira en 200 milljónum króna,“ segir Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki, spurður hvernig sláturleyfishöfum gangi að selja sauðargærur úr landi. Gunnsteinn segir innflutningsbann Rússa, sem gildir gagnvart flestum ríkjum Evrópu, skýra að mestu hversu illa gengur að selja vöruna. „Eftirspurnin er einnig minni en oft áður í augnablikinu. En sölutregðan stafar mikið af Úkraínudeilunni því Rússland er risastór markaður fyrir unnar gærur en þær hafa hingað til farið héðan til landa eins og Frakklands og Ítalíu. Kaupendur þar hafa átt í erfiðleikum með að selja vörurnar til Rússlands og það hefur leitt til lausafjárskorts hjá þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) á fyrirtækið enn um 60 þúsund óseldar gærur. Gunnsteinn nefnir einnig önnur fyrirtæki eins og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands (SS), og SAH afurðir á Blönduósi. „Það eiga allir eitthvað en Norðlenska og SS eiga sennilega minnst. Við höfum séð um að salta gærur fyrir þrjú fyrirtæki og þær eru geymdar hér hjá okkur.“Gunnsteinn BjörnssonVaran er að sögn Gunnsteins seld til Evrópu og Tyrklands, á undir eitt þúsund krónur stykkið, þar sem gæran fer í framleiðslu á mokkaskinni eða leðri. „Við höfum reynt að selja sem allra mest af okkar skinnum í mokkaframleiðslu því það gefur hærra verð en það er alltaf eitthvað sem fer í leður.“ Í fyrra seldust að sögn Guðsteins allar þær gærur sem fyrirtækin áttu eftir sláturtíðina 2013. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þetta seljist ekki en þetta mun taka lengri tíma en venjulega. Maður er því ekkert orðinn stressaður enn þá en þessi óvissa sem hefur myndast gerir það að verkum að kaupendurnir fara mjög varlega.“
Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira