Enski boltinn

Bolton News: Eiður Smári skrifar undir í vikunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/AFP
Eiður Smári Guðjohnsen mun skrifa undir samning við enska B-deildarliðið Bolton Wanderers eftir því sem fram kemur í frétt staðarblaðsins Bolton News.

Eiður Smári lék með Bolton frá 1998 til 2000 og sló þar í gegn. Hann var svo seldur til Chelsea þar sem hann var í sex ár.

Eiður Smári er 36 ára gamall og hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Club Brugge í Belgíu í vor. Hann hefur æft með Bolton undanfarnar vikur og staðið sig vel að sögn blaðsins.

Neil Lennon, stjóri Bolton, segir að enn eigi eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum í samningi Eiðs Smára en fullyrt er að hann verði mögulega kominn með leikheimild fyrir leik liðsins gegn Reading um helgina.

„Það myndi færa okkur aukinn sóknarkraft og meiri gæði í það sem við erum að gera að fá hann,“ sagði Lennon. „Það væri gott að fá hann og hann hefur enn margt fram að færa. En hann verður í aukahlutverki framan af.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×