Innlent

Segja kafbátinn í skerjagarðinum í Stokkhólmi vera frá Rússlandi

Úr skerjagerðinum í Stokkhólmi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Úr skerjagerðinum í Stokkhólmi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir / AFP
Nýjar upplýsingar benda til þess að rússneskur kafbátur eða annað neðansjávarfaratæki séu í sænska skerjagarðinum utan Stokkhólms. Talið er að faratækið sé skemmt.

Mikill viðbúnaður hefur verið í Svíþjóð vegna málsins. Svenska Dagbladet hefur þetta eftir heimildum en ekkert hefur fengist staðfest hjá hernum.

Rúmlega tvö hundruð starfsmenn sænski hersins hafa leitað að kafbáti í skerjagarðinum eftir að „trúverðugar“ upplýsingar bárust um að erlendur bátur væri þar undir yfirborðinu. Daginn áður en leitin hófst námu sænsk yfirvöld talstöðvarskilaboð á rússnesku.

Rússneskar herflugvélar hafa við nokkur tilfelli flogið inn í sænskt loftrými án heimildar að undanförnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×