Tromp Norðmanna í orkumálum? Jóhann Helgason skrifar 18. október 2014 07:00 Ríkir eru Norðmenn en olían, sem færði þeim auðinn, mun ekki endast að eilífu. Núverandi spár segja að eftir 53 ár horfi þeir fram á olíuþurrð. Hvað tekur þá við? Ekki er víst að allir Norðmenn hafi af því áhyggjur því þeir kunna að eiga val, þ.e. kjarnorku eða notkun þóríns til orkuframleiðslu. Kjarnorkuver nota úran en unnið er að beislun þóríns í sama tilgangi, sem telst nær hættulaust samanborið við úran. Norðmenn eru einna lengst komnir í orkurannsóknum á þórín (e. thorium). Þeir eru engir nýgræðingar þegar kemur að þórín því frumefnið fannst fyrst í Noregi 1828. Norðmenn hafa lengi rannsakað geislavirkni í Halden við Ósló og búa yfir mikilli þekkingu á því sviði. Sérstaða þeirra er að geta fjármagnað rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að hanna þórín kjarnorkuver og hefur ríkið þegar veitt fé til rannsókna á þessu sviði, sem norsk fyrirtæki eru þó í forsvari fyrir (Thor Energy AS). Til að ná skjótum árangri á sviði þórínorkuvinnslu væri æskilegt að mörg lönd legðu í púkkið en sú hefur ekki verið raunin. Evrópusambandið hefur veðjað á aðra kosti sem hafa verið fjármagnaðir í mörg ár, þ.e. rannsókn á kjarnasamruna. Lönd sem þróa aðferðir til þórínorkuvinnslu eru auk Noregs: Frakkland, Japan, Indland, Kanada, Bandaríkin og Kína. Yfirleitt standa bæði yfirvöld og fyriræki að þórínrannsóknum en Kína hefur þó sérstöðu því þar ríkir eins konar „stríðsástand“, líkast kapphlaupinu á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um að verða fyrstir til að senda mann til tunglsins.Skipta um orkugjafa Innan 10 ára ætla Kínverjar, með vísindalegan mannauð, nægt fjármagn og fullan pólitískan stuðning yfirvalda að vopni, að gangsetja fyrsta þórínorkuverið. Óvíst er hvort það tekst en þeir hyggjast leysa vandamálið um útblástur gróðurhúsalofttegunda með því að skipta um orkugjafa. Þetta er eðlilegt því vandamálið snýst um orku, ekki loftslag. Orkuvinnslan er orsök þess að vandamálið mengun andrúmsloftsins er til staðar. Takist Kínverjum ætlunarverk sitt má ætla að aðrar þjóðir njóti góðs af tæknilausnum þeirra. Þau lönd, eða réttara sagt fyrirtæki, sem nú hafa áttað sig á þessu, verða best í stakk búin ef Kínverjar ná markmiði sínu. Þeirra á meðal eru Norðmenn sem gætu því hætt að nota olíu löngu áður en sú orkulind tæmist. Fjárfestar hafa að undanförnu leitað í vinnslu og rannsóknir annarra orkugjafa en olíu, kola og gass, sem eykur líkurnar á að þórínorkuframleiðsla líti dagsins ljós. Viðskiptasjónarmið ráða ferðinni, ekki hagsmunir almennings. Þeir sem kynna sér kosti þórínorkuvinnslu eru yfirleitt á þeirri skoðun að þessa leið beri að fara. Þeirra á meðal eru hinn áhrifamikli Bill Gates, en einnig Hans Blix, fyrrum eftirlitsmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Norðmenn eru heppnir að eiga 4% alls þóríns á yfirborði jarðar og búa við kjöraðstæður, þ.e. pólitíska framsýni, fjármagn til rannsókna og vísindamenn til að vinna verkið. Þótt aðrir orkugjafar en kjarnorka munu vafalítið verða beislaðir á næstu áratugum, munar mest um kjarnorkuna. Fátt virðist geta stöðvað það ferli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Sjá meira
Ríkir eru Norðmenn en olían, sem færði þeim auðinn, mun ekki endast að eilífu. Núverandi spár segja að eftir 53 ár horfi þeir fram á olíuþurrð. Hvað tekur þá við? Ekki er víst að allir Norðmenn hafi af því áhyggjur því þeir kunna að eiga val, þ.e. kjarnorku eða notkun þóríns til orkuframleiðslu. Kjarnorkuver nota úran en unnið er að beislun þóríns í sama tilgangi, sem telst nær hættulaust samanborið við úran. Norðmenn eru einna lengst komnir í orkurannsóknum á þórín (e. thorium). Þeir eru engir nýgræðingar þegar kemur að þórín því frumefnið fannst fyrst í Noregi 1828. Norðmenn hafa lengi rannsakað geislavirkni í Halden við Ósló og búa yfir mikilli þekkingu á því sviði. Sérstaða þeirra er að geta fjármagnað rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að hanna þórín kjarnorkuver og hefur ríkið þegar veitt fé til rannsókna á þessu sviði, sem norsk fyrirtæki eru þó í forsvari fyrir (Thor Energy AS). Til að ná skjótum árangri á sviði þórínorkuvinnslu væri æskilegt að mörg lönd legðu í púkkið en sú hefur ekki verið raunin. Evrópusambandið hefur veðjað á aðra kosti sem hafa verið fjármagnaðir í mörg ár, þ.e. rannsókn á kjarnasamruna. Lönd sem þróa aðferðir til þórínorkuvinnslu eru auk Noregs: Frakkland, Japan, Indland, Kanada, Bandaríkin og Kína. Yfirleitt standa bæði yfirvöld og fyriræki að þórínrannsóknum en Kína hefur þó sérstöðu því þar ríkir eins konar „stríðsástand“, líkast kapphlaupinu á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um að verða fyrstir til að senda mann til tunglsins.Skipta um orkugjafa Innan 10 ára ætla Kínverjar, með vísindalegan mannauð, nægt fjármagn og fullan pólitískan stuðning yfirvalda að vopni, að gangsetja fyrsta þórínorkuverið. Óvíst er hvort það tekst en þeir hyggjast leysa vandamálið um útblástur gróðurhúsalofttegunda með því að skipta um orkugjafa. Þetta er eðlilegt því vandamálið snýst um orku, ekki loftslag. Orkuvinnslan er orsök þess að vandamálið mengun andrúmsloftsins er til staðar. Takist Kínverjum ætlunarverk sitt má ætla að aðrar þjóðir njóti góðs af tæknilausnum þeirra. Þau lönd, eða réttara sagt fyrirtæki, sem nú hafa áttað sig á þessu, verða best í stakk búin ef Kínverjar ná markmiði sínu. Þeirra á meðal eru Norðmenn sem gætu því hætt að nota olíu löngu áður en sú orkulind tæmist. Fjárfestar hafa að undanförnu leitað í vinnslu og rannsóknir annarra orkugjafa en olíu, kola og gass, sem eykur líkurnar á að þórínorkuframleiðsla líti dagsins ljós. Viðskiptasjónarmið ráða ferðinni, ekki hagsmunir almennings. Þeir sem kynna sér kosti þórínorkuvinnslu eru yfirleitt á þeirri skoðun að þessa leið beri að fara. Þeirra á meðal eru hinn áhrifamikli Bill Gates, en einnig Hans Blix, fyrrum eftirlitsmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Norðmenn eru heppnir að eiga 4% alls þóríns á yfirborði jarðar og búa við kjöraðstæður, þ.e. pólitíska framsýni, fjármagn til rannsókna og vísindamenn til að vinna verkið. Þótt aðrir orkugjafar en kjarnorka munu vafalítið verða beislaðir á næstu áratugum, munar mest um kjarnorkuna. Fátt virðist geta stöðvað það ferli.
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar