Knox og Putnam leiða eftir tvo hringi í Las Vegas 18. október 2014 13:52 Andrew Svoboda slær af 16. teig á TPC Summerlin. AP Skotinn Russell Knox og Badaríkjamaðurinn Andrew Putnam leiða á Shriners mótinu sem fram fer á TPC Summerlin vellinum í Las Vegas en eftir tvo hringi eru þeir báðir á tíu höggum undir pari. Andrew Putnam er nýliði á PGA-mótaröðinni en eldri bróðir hans, Michael Putnam, hefur leikið á henni í tvö ár. Annar nýliði sem er að gera gott mót í Las Vegas er Tony Finau en hann deilir þriðja sætinu með Andrew Svoboda á níu höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Webb Simpson, er einnig í góðum málum en hann er ásamt mörgum öðrum kylfingum jafn í fimmta sæti á átta höggum undir pari. Tilþrif dagsins í gær átti samt sem áður Justin Thomas sem yfirsló 15. flötina í tveimur höggum, alla leið inn á pall sem ætlaður var áhorfendum. Þar var boltinn sláanlegur en Thomas gerði sér lítið fyrir og vippaði inn á flöt af pallinum og endaði á því að fá fugl á þessari par 5 holu við mikinn fögnuð viðstaddra. Þriðji hringur frá Las Vegas verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 21:00 í kvöld. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skotinn Russell Knox og Badaríkjamaðurinn Andrew Putnam leiða á Shriners mótinu sem fram fer á TPC Summerlin vellinum í Las Vegas en eftir tvo hringi eru þeir báðir á tíu höggum undir pari. Andrew Putnam er nýliði á PGA-mótaröðinni en eldri bróðir hans, Michael Putnam, hefur leikið á henni í tvö ár. Annar nýliði sem er að gera gott mót í Las Vegas er Tony Finau en hann deilir þriðja sætinu með Andrew Svoboda á níu höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Webb Simpson, er einnig í góðum málum en hann er ásamt mörgum öðrum kylfingum jafn í fimmta sæti á átta höggum undir pari. Tilþrif dagsins í gær átti samt sem áður Justin Thomas sem yfirsló 15. flötina í tveimur höggum, alla leið inn á pall sem ætlaður var áhorfendum. Þar var boltinn sláanlegur en Thomas gerði sér lítið fyrir og vippaði inn á flöt af pallinum og endaði á því að fá fugl á þessari par 5 holu við mikinn fögnuð viðstaddra. Þriðji hringur frá Las Vegas verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 21:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira