Úrslitakeppnin í NFL-deildinni klár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2014 08:19 Varnarmenn Seattle fagna eftir að hafa stolið boltanum og skorað snertimark í gærkvöldi. Vísir/Getty Lokaumferðin í deildakeppni NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum fór fram í gær og liggur ljóst hvaða tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina og hvaða lið eigast við í fyrstu umferð hennar. Meistararnir í Seattle Seahawks hafa verið á miklu skriði síðustu vikurnar og tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í Þjóðardeildinni (NFC) sem og heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem liðið var með bestan árangur allra liða í deildinni. Seattle vann St. Louis Rams í gær, 20-6. Seattle hikstaði þó í upphafi tímabilsins og tapaði fjórum af fyrstu tíu leikjum sínum. En þá komu sex sigrar í röð og virðast meistararnir nú til alls líklegir í úrslitakeppninni. Hin margrómaða vörn liðsins hefur náð vel saman á þessum spretti og hélt fimm af þessum sex andstæðingum undir tíu stigum. Green Bay Packers vann Detroit Lions á heimavelli, 30-20, og tryggði sér sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og annan bestan árangur deildarinnar. Tvö efstu liðin í deildinni sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru það sérstaklega góðar fréttir fyrir Packers þar sem Aaron Rodgers, leikstjórnandi liðsins og einn allra besti leikmaður deildarinnar, hefur verið tæpur vegna meiðsla. Rodgers hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri fæti og fór hann um tíma af velli í gær vegna þeirra. Hann sneri þó aftur og kláraði leikinn þrátt fyrir að vera draghaltur. New England Patriots var þegar búið að tryggja sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar (AFC) fyrir lokaumferðina og frí í fyrstu umferðinni. Denver Broncos, sem spilaði gegn Seattle í Super Bowl á síðasta tímabili, tryggði sér annað sætið og sigur í sínum riðli með stórsigri á lánlausu liði Oakland Raiders, 47-14. Baltimore Ravens varð svo síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætir Pittsburgh Steelers, sem vann Cincinnati Bengals í úrslitaleik norðurriðli AFC-deildarinnar í nótt, 27-17. Bæði lið voru þó örugg áfram í úrslitakeppnina. Carolina Panthers komst einnig áfram með því að vinna Atlanta Falcons í úrslitaleik suðurriðils NFC-deildarinnar. Carolina er eina liðið sem komst áfram þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum (8) en liðið vann (7) á tímabilinu. Úrslitaleikir deildanna tveggja, sem fara fram í lok næsta mánaðar, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og Super Bowl-leikurinn sem fer fram í Phoenix þann 1. febrúar.Þessi lið komust áfram:AFC-deildin: 1. New England Patriots (12-4) 2. Denver Broncos (12-4) 3. Pittsburgh Steelers (11-5) 4. Indianapolis Colts (11-5) 5. Cincinnati Bengals (10-5-1) 6. Baltimore Ravens (10-6)NFC-deildin: 1. Seattle Seahawks (12-4) 2. Green Bay Packers (12-4) 3. Dallas Cowboys (12-4) 4. Carolina Panthers* (7-8-1) 5. Arizona Cardinals (11-5) 6. Detroit Lions (11-5)*Í fjórða sæti sem sigurvegari síns riðils.Fyrsta umferð úrslitakeppninnar:Sitja hjá: Patriots, Broncos, Seahawks, Packers.Laugardagur 3. janúar: 21.35: Carolina - Arizona 01.15: Pittsburgh - BaltimoreSunnudagur 4. janúar: 18.05: Indianapolis - Cincinnati 21.40: Dallas - Detroit NFL Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sjá meira
Lokaumferðin í deildakeppni NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum fór fram í gær og liggur ljóst hvaða tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina og hvaða lið eigast við í fyrstu umferð hennar. Meistararnir í Seattle Seahawks hafa verið á miklu skriði síðustu vikurnar og tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í Þjóðardeildinni (NFC) sem og heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem liðið var með bestan árangur allra liða í deildinni. Seattle vann St. Louis Rams í gær, 20-6. Seattle hikstaði þó í upphafi tímabilsins og tapaði fjórum af fyrstu tíu leikjum sínum. En þá komu sex sigrar í röð og virðast meistararnir nú til alls líklegir í úrslitakeppninni. Hin margrómaða vörn liðsins hefur náð vel saman á þessum spretti og hélt fimm af þessum sex andstæðingum undir tíu stigum. Green Bay Packers vann Detroit Lions á heimavelli, 30-20, og tryggði sér sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og annan bestan árangur deildarinnar. Tvö efstu liðin í deildinni sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru það sérstaklega góðar fréttir fyrir Packers þar sem Aaron Rodgers, leikstjórnandi liðsins og einn allra besti leikmaður deildarinnar, hefur verið tæpur vegna meiðsla. Rodgers hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri fæti og fór hann um tíma af velli í gær vegna þeirra. Hann sneri þó aftur og kláraði leikinn þrátt fyrir að vera draghaltur. New England Patriots var þegar búið að tryggja sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar (AFC) fyrir lokaumferðina og frí í fyrstu umferðinni. Denver Broncos, sem spilaði gegn Seattle í Super Bowl á síðasta tímabili, tryggði sér annað sætið og sigur í sínum riðli með stórsigri á lánlausu liði Oakland Raiders, 47-14. Baltimore Ravens varð svo síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætir Pittsburgh Steelers, sem vann Cincinnati Bengals í úrslitaleik norðurriðli AFC-deildarinnar í nótt, 27-17. Bæði lið voru þó örugg áfram í úrslitakeppnina. Carolina Panthers komst einnig áfram með því að vinna Atlanta Falcons í úrslitaleik suðurriðils NFC-deildarinnar. Carolina er eina liðið sem komst áfram þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum (8) en liðið vann (7) á tímabilinu. Úrslitaleikir deildanna tveggja, sem fara fram í lok næsta mánaðar, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og Super Bowl-leikurinn sem fer fram í Phoenix þann 1. febrúar.Þessi lið komust áfram:AFC-deildin: 1. New England Patriots (12-4) 2. Denver Broncos (12-4) 3. Pittsburgh Steelers (11-5) 4. Indianapolis Colts (11-5) 5. Cincinnati Bengals (10-5-1) 6. Baltimore Ravens (10-6)NFC-deildin: 1. Seattle Seahawks (12-4) 2. Green Bay Packers (12-4) 3. Dallas Cowboys (12-4) 4. Carolina Panthers* (7-8-1) 5. Arizona Cardinals (11-5) 6. Detroit Lions (11-5)*Í fjórða sæti sem sigurvegari síns riðils.Fyrsta umferð úrslitakeppninnar:Sitja hjá: Patriots, Broncos, Seahawks, Packers.Laugardagur 3. janúar: 21.35: Carolina - Arizona 01.15: Pittsburgh - BaltimoreSunnudagur 4. janúar: 18.05: Indianapolis - Cincinnati 21.40: Dallas - Detroit
NFL Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sjá meira