Milljónasti ferðamaðurinn nær varla til Íslands á árinu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2014 18:45 Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta, og stefnir á að tvö prómill vanti upp á að stóra talan náist. Hver svo sem endanleg tala verður þá er þegar ljóst að árið 2014 er metár. Þeir hafa aldrei verið fleiri, erlendu ferðamennirnir, - spennan þessa síðustu daga ársins er hins vegar um hvort þeir nái að verða ein milljón á árinu.Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu.„Þetta getur fallið beggja vegna við milljónina. Þetta er svona alveg á mörkunum,“ segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við Stöð 2. Halldór segir að langflestir komi til landsins um Keflavíkurflugvöll og þar var talan í lok nóvember komin í 915 þúsund erlenda farþega. Ef gert sé ráð fyrir sömu fjölgun í desember og öðrum vetrarmánuðum, 30 prósentum, fari talan í 970 þúsund fyrir erlenda ferðamenn til Keflavíkurflugvallar á árinu. Þá á eftir að bæta við öllum sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar og í gegnum aðra flugvelli, en Halldór áætlar að með ferjunni hafi komið milli 17 og 18 þúsund erlendir ferðamenn, og kannski tíu þúsund í gegnum flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Miðað við þetta fer talan kannski í 998 þúsund.Um 97 prósent ferðamanna koma til landsins um Keflavíkurflugvöll.Fréttablaðið/Anton„Mér sýnist að þetta verði ansi tæpt. Við sjáum þetta ekki fyrr en um miðjan janúar þegar við verðum búin að safna saman tölum fyrir aðra flugvelli heldur en Keflavíkurflugvöll. En miðað við að það sé álíka fjöldi þar erum við ekki alveg að ná milljóninni,“ segir Halldór. Það koma að jafnaði um 2.700 erlendir ferðamenn til landsins á hverjum degi og nú lítur út fyrir að það muni kannski vanta þá tölu upp á til að komast í milljónina. Þetta verður því mjög tæpt. Svarið við því hvort milljónasti ferðamaðurinn fagni áramótunum á Íslandi fáum við þó ekki fyrr en um miðjan janúar. Þess má geta að erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum teljast ekki með þar sem þeir gista um borð í skipunum, að sögn Halldórs. Verulega munar um þá tölu en á þessu ári hafa 104.816 erlendir ferðamenn komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta, og stefnir á að tvö prómill vanti upp á að stóra talan náist. Hver svo sem endanleg tala verður þá er þegar ljóst að árið 2014 er metár. Þeir hafa aldrei verið fleiri, erlendu ferðamennirnir, - spennan þessa síðustu daga ársins er hins vegar um hvort þeir nái að verða ein milljón á árinu.Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu.„Þetta getur fallið beggja vegna við milljónina. Þetta er svona alveg á mörkunum,“ segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við Stöð 2. Halldór segir að langflestir komi til landsins um Keflavíkurflugvöll og þar var talan í lok nóvember komin í 915 þúsund erlenda farþega. Ef gert sé ráð fyrir sömu fjölgun í desember og öðrum vetrarmánuðum, 30 prósentum, fari talan í 970 þúsund fyrir erlenda ferðamenn til Keflavíkurflugvallar á árinu. Þá á eftir að bæta við öllum sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar og í gegnum aðra flugvelli, en Halldór áætlar að með ferjunni hafi komið milli 17 og 18 þúsund erlendir ferðamenn, og kannski tíu þúsund í gegnum flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Miðað við þetta fer talan kannski í 998 þúsund.Um 97 prósent ferðamanna koma til landsins um Keflavíkurflugvöll.Fréttablaðið/Anton„Mér sýnist að þetta verði ansi tæpt. Við sjáum þetta ekki fyrr en um miðjan janúar þegar við verðum búin að safna saman tölum fyrir aðra flugvelli heldur en Keflavíkurflugvöll. En miðað við að það sé álíka fjöldi þar erum við ekki alveg að ná milljóninni,“ segir Halldór. Það koma að jafnaði um 2.700 erlendir ferðamenn til landsins á hverjum degi og nú lítur út fyrir að það muni kannski vanta þá tölu upp á til að komast í milljónina. Þetta verður því mjög tæpt. Svarið við því hvort milljónasti ferðamaðurinn fagni áramótunum á Íslandi fáum við þó ekki fyrr en um miðjan janúar. Þess má geta að erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum teljast ekki með þar sem þeir gista um borð í skipunum, að sögn Halldórs. Verulega munar um þá tölu en á þessu ári hafa 104.816 erlendir ferðamenn komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur.
Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira