Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun Haraldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2014 07:15 Um 35 tonnum af púðri verður skotið á loft ef öll 502 tonnin af flugeldum, sem voru flutt hingað til lands á árinu, seljast. Fréttablaðið/Pjetur Verð á flugeldum stendur í stað milli ára þrátt fyrir að innflutningstollar á vörum frá Kína hafi verið felldir niður með fríverslunarsamningnum sem tók gildi í byrjun júlí. Flugeldasalar segja flutningskostnað hafa aukist og að þeir hafi í einhverjum tilfellum greitt fyrir vörurnar áður en fríverslunin tók gildi. „Samningurinn hefur þau áhrif að við getum verið með flugeldana á sama verði og í fyrra. Menn átta sig ekki alltaf á því að það er verðbólga í Kína og svo er flutningurinn okkar stærsti höfuðverkur og hann er alltaf að hækka,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einir Logi Eiðsson, framkvæmdastjóri Stjörnuljóss ehf., sem rekur fjórar flugeldasölur og heildverslun sem selur íþróttafélögum og klúbbum eins og Kiwanis, tekur í sama streng og Jón. „Flutningskostnaðurinn er alltaf að verða meiri milli ára á þessari vöru. Vörurnar koma hingað jafnt og þétt yfir árið en menn eru að ganga frá pöntunum í mars og apríl og greiða inn á þær,“ segir Einir.Meira en í fyrra en minna en 2012 Heildarinnflutningur á flugeldum er að þessu sinni um 502 tonn samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra voru 406 tonn flutt til landsins en 648 tonn árið 2012. Verðmæti innflutningsins í fyrra nam tæpum 240 milljónum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Upplýsingar um heildarverðmæti innflutningsins það sem af er þessu ári liggja ekki fyrir en áætla má að það nemi um 300 milljónum króna. Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar höfðu rúm sex tonn af flugeldum verið send hingað til lands á þessu ári þegar fríverslunarsamningurinn tók gildi. Við gildistöku samningsins var tíu prósenta innflutningstollur, sem miðaðist við kaupverð, felldur niður. Árið 2013 komu um sjö prósent af þeim flugeldum sem seldir voru hér á landi frá Hong Kong en restin frá Kína. Hagstofan hefur nú birt tölur yfir innflutning á fyrstu tíu mánuðum ársins og allir flugeldar sem hingað komu á því tímabili voru keyptir í Kína. Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Verð á flugeldum stendur í stað milli ára þrátt fyrir að innflutningstollar á vörum frá Kína hafi verið felldir niður með fríverslunarsamningnum sem tók gildi í byrjun júlí. Flugeldasalar segja flutningskostnað hafa aukist og að þeir hafi í einhverjum tilfellum greitt fyrir vörurnar áður en fríverslunin tók gildi. „Samningurinn hefur þau áhrif að við getum verið með flugeldana á sama verði og í fyrra. Menn átta sig ekki alltaf á því að það er verðbólga í Kína og svo er flutningurinn okkar stærsti höfuðverkur og hann er alltaf að hækka,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einir Logi Eiðsson, framkvæmdastjóri Stjörnuljóss ehf., sem rekur fjórar flugeldasölur og heildverslun sem selur íþróttafélögum og klúbbum eins og Kiwanis, tekur í sama streng og Jón. „Flutningskostnaðurinn er alltaf að verða meiri milli ára á þessari vöru. Vörurnar koma hingað jafnt og þétt yfir árið en menn eru að ganga frá pöntunum í mars og apríl og greiða inn á þær,“ segir Einir.Meira en í fyrra en minna en 2012 Heildarinnflutningur á flugeldum er að þessu sinni um 502 tonn samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra voru 406 tonn flutt til landsins en 648 tonn árið 2012. Verðmæti innflutningsins í fyrra nam tæpum 240 milljónum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Upplýsingar um heildarverðmæti innflutningsins það sem af er þessu ári liggja ekki fyrir en áætla má að það nemi um 300 milljónum króna. Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar höfðu rúm sex tonn af flugeldum verið send hingað til lands á þessu ári þegar fríverslunarsamningurinn tók gildi. Við gildistöku samningsins var tíu prósenta innflutningstollur, sem miðaðist við kaupverð, felldur niður. Árið 2013 komu um sjö prósent af þeim flugeldum sem seldir voru hér á landi frá Hong Kong en restin frá Kína. Hagstofan hefur nú birt tölur yfir innflutning á fyrstu tíu mánuðum ársins og allir flugeldar sem hingað komu á því tímabili voru keyptir í Kína.
Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf