„Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2014 13:42 Steingrímur Sævarr Ólafsson fyrrverandi ritstjóri Pressunnar gaf í dag skýrslu í meiðyrðamáli sem Gunnar í Krossinum höfðaði gegn honum og öðrum. Vísir/GVA „Við töldum að það væri frétt fólgin í því að gagnvart forstöðumanni trúfélags væru komnar fram ásakanir, ekki ein, ekki tvær heldur fleiri,“ sagði Þór Jónsson blaðamaður á Pressunni við aðalmeðferð meiðyrðamáls Gunnars Þorsteinssyni í Krossinum í dag. Gunnar höfðaði málið gegn Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, Vefpressunni og tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi. „Við töldum því rétt að almenningur vissi af þessu,“ sagði Þór ennfremur. Lögmaður Gunnars sótti heldur hart að honum, því meinlega villu mátti finna í fréttaflutningi hans. Í fyrirsögninni segir að 16 fórnarlömb hafi stigið fram en í fréttinni sjálfri kemur fram að fórnarlömbin hafi verið 14. Aðspurður hvort honum þætti þessi fréttaflutningur vandaður sagði hann nei og þótti það miður. Aðspurður hvort þetta væri hans sök eða ritstjórans, Steingríms, sagði hann að þetta hefði alfarið verið á sinni eigin ábyrgð. Traust ríkti innan ritstjórnarinnar og því væru ekki allar fréttir yfirlesnar af ritstjóra. Steingrímur var spurður að því hvort þessi tími sé honum enn í minni sagði hann erfitt að segja til um það. Hann hafi ekki mikið verið inni í þessum fréttaflutningi, en þó reynt að hafa yfirsýn yfir það hvað um var að vera. Aðspurður hvers vegna ákvörðun var tekin um að nafngreina og myndbirta Gunnar sagði hann að þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða lægi það beinast við. Sú regla hafi verið í hávegum höfð að allar þær sem bæru fram þessar ásakanir þyrftu að vera nafngreindar. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en Gunnar krefst fimm milljóna króna í bætur frá hverjum aðila fyrir sig vegna ásakana um kynferðisbrotin. Upphaf málsins er það að stefnda, Ásta Sigríður H. Knútsdóttir önnur kvennanna sem Gunnar stefndi, var beðin um að gerast stuðningsaðili þolenda kynferðisofbeldis, en hún sjálf hefur þurft að þola slíkt. Hópur þriggja kvenna stækkaði í sjö og allar höfðu konurnar sömu sögu að segja. Þær höfðu samband við Pressuna, blaðamanninn Þór Jónsson, sem sagði sögu þeirra. Konurnar rituðu bréf í sameiningu, kvittuðu allar undir og fóru með til Gunnars og annarra stjórnarmeðlima Krossins. Bréfinu var einnig skilað til vefmiðilsins Pressunnar. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
„Við töldum að það væri frétt fólgin í því að gagnvart forstöðumanni trúfélags væru komnar fram ásakanir, ekki ein, ekki tvær heldur fleiri,“ sagði Þór Jónsson blaðamaður á Pressunni við aðalmeðferð meiðyrðamáls Gunnars Þorsteinssyni í Krossinum í dag. Gunnar höfðaði málið gegn Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, Vefpressunni og tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi. „Við töldum því rétt að almenningur vissi af þessu,“ sagði Þór ennfremur. Lögmaður Gunnars sótti heldur hart að honum, því meinlega villu mátti finna í fréttaflutningi hans. Í fyrirsögninni segir að 16 fórnarlömb hafi stigið fram en í fréttinni sjálfri kemur fram að fórnarlömbin hafi verið 14. Aðspurður hvort honum þætti þessi fréttaflutningur vandaður sagði hann nei og þótti það miður. Aðspurður hvort þetta væri hans sök eða ritstjórans, Steingríms, sagði hann að þetta hefði alfarið verið á sinni eigin ábyrgð. Traust ríkti innan ritstjórnarinnar og því væru ekki allar fréttir yfirlesnar af ritstjóra. Steingrímur var spurður að því hvort þessi tími sé honum enn í minni sagði hann erfitt að segja til um það. Hann hafi ekki mikið verið inni í þessum fréttaflutningi, en þó reynt að hafa yfirsýn yfir það hvað um var að vera. Aðspurður hvers vegna ákvörðun var tekin um að nafngreina og myndbirta Gunnar sagði hann að þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða lægi það beinast við. Sú regla hafi verið í hávegum höfð að allar þær sem bæru fram þessar ásakanir þyrftu að vera nafngreindar. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en Gunnar krefst fimm milljóna króna í bætur frá hverjum aðila fyrir sig vegna ásakana um kynferðisbrotin. Upphaf málsins er það að stefnda, Ásta Sigríður H. Knútsdóttir önnur kvennanna sem Gunnar stefndi, var beðin um að gerast stuðningsaðili þolenda kynferðisofbeldis, en hún sjálf hefur þurft að þola slíkt. Hópur þriggja kvenna stækkaði í sjö og allar höfðu konurnar sömu sögu að segja. Þær höfðu samband við Pressuna, blaðamanninn Þór Jónsson, sem sagði sögu þeirra. Konurnar rituðu bréf í sameiningu, kvittuðu allar undir og fóru með til Gunnars og annarra stjórnarmeðlima Krossins. Bréfinu var einnig skilað til vefmiðilsins Pressunnar.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08
Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44
Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50