Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. maí 2014 14:01 Myndbandið er áhrifaríkt. „Við neitum að gefast upp. Uppgjöf er ekki til í orðaforða íbúa Djúpavogs,“ segir Andrés Skúlason oddviti Djúpavogs. Sveitarstjórnin fer nýstárlegar leiðir til þess að vekja athygli á reiði íbúa sveitarfélagsins með ákvörðun stjórnar Vísis að færa fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur frá Djúpavogi. Sveitarstjórnin fékk tvo kvikmyndagerðarmenn, sem eru uppaldir á Djúpavogi, til þess að gera áhrifaríkt myndband sem má sjá hér að neðan. „Okkur fannst þetta vera heiður að fá að vinna þetta myndband,“ segir Skúli Andrésson, kvikmyndagerðarmaður og sonur Andrésar oddvita og heldur áfram: „Við viljum gera allt til að hjálpa okkar heimabyggð.“ Skúli rekur fyrirtækið Artic Projects, ásamt Sigurði Má Davíðssyni. Þeir félagar fóru austur á land til þess að taka upp myndbandið. „Við fengum þarna þrjá fallega sólardaga á Djúpavogi. Þetta var magnað.“Köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda Íbúar Djúpavogs vilja fá sambærilegan kvóta tilbaka frá stjórnvöldum, í skiptum fyrir þau verðmæti sem fara úr sveitarfélaginu. Í myndbandinu kemur fram að sjö prósent íbúa hyggist flytja til Grindavíkur, til þess að halda vinnunni sinni. Þetta þýði að beint tap sveitarfélagsins verði 200 milljónir og séu afleidd störf og aðrar tekjur teknar með inn í dæmið tapi það 400 milljónum. Þetta jafngildi 12 milljarða tapi fyrir Reykjavíkurborg, sé miðað við stærðarhlutföll. „Við köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnmálamennirnir neita að horfast í augu íbúana hér. Þeir neita að koma á Djúpavog og vilja bara funda í Reykjavík. Við viljum sýna þeim andlit fólksins, hverjir það eru sem eru að tapa á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir oddvitinn Andrés. Hann bætir við: „Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um stöðu Djúpavogs og augljósra veikleika þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem að smærri byggðum landsins er ætlað að búa við. Kerfis sem vegur með óvægnum hætti að tilveru fólks í landinu með stuðningi stjórnvalda.“ Andrés segir að ekki sé við útgerðina að sakast, heldur stjórnmálamenn. „Þeir semja lögin. Útgerðin breytir ekki lögunum. Við vonum að þetta opni augu stjórnmálamanna og vekji þá til umhugsunar um þetta óvægna kerfi.“ Hann ítrekar að íbúarnir muni ekki gefast upp. „Við erum búin að prófa allt það hefðbundna. Nú er bara komið að óhefðbundnum leiðum. Íbúarnir eru algjörlega sameinaðir í þessu máli og við munum alls ekki gefast upp. Það er einfalt mál.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Við neitum að gefast upp. Uppgjöf er ekki til í orðaforða íbúa Djúpavogs,“ segir Andrés Skúlason oddviti Djúpavogs. Sveitarstjórnin fer nýstárlegar leiðir til þess að vekja athygli á reiði íbúa sveitarfélagsins með ákvörðun stjórnar Vísis að færa fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur frá Djúpavogi. Sveitarstjórnin fékk tvo kvikmyndagerðarmenn, sem eru uppaldir á Djúpavogi, til þess að gera áhrifaríkt myndband sem má sjá hér að neðan. „Okkur fannst þetta vera heiður að fá að vinna þetta myndband,“ segir Skúli Andrésson, kvikmyndagerðarmaður og sonur Andrésar oddvita og heldur áfram: „Við viljum gera allt til að hjálpa okkar heimabyggð.“ Skúli rekur fyrirtækið Artic Projects, ásamt Sigurði Má Davíðssyni. Þeir félagar fóru austur á land til þess að taka upp myndbandið. „Við fengum þarna þrjá fallega sólardaga á Djúpavogi. Þetta var magnað.“Köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda Íbúar Djúpavogs vilja fá sambærilegan kvóta tilbaka frá stjórnvöldum, í skiptum fyrir þau verðmæti sem fara úr sveitarfélaginu. Í myndbandinu kemur fram að sjö prósent íbúa hyggist flytja til Grindavíkur, til þess að halda vinnunni sinni. Þetta þýði að beint tap sveitarfélagsins verði 200 milljónir og séu afleidd störf og aðrar tekjur teknar með inn í dæmið tapi það 400 milljónum. Þetta jafngildi 12 milljarða tapi fyrir Reykjavíkurborg, sé miðað við stærðarhlutföll. „Við köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnmálamennirnir neita að horfast í augu íbúana hér. Þeir neita að koma á Djúpavog og vilja bara funda í Reykjavík. Við viljum sýna þeim andlit fólksins, hverjir það eru sem eru að tapa á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir oddvitinn Andrés. Hann bætir við: „Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um stöðu Djúpavogs og augljósra veikleika þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem að smærri byggðum landsins er ætlað að búa við. Kerfis sem vegur með óvægnum hætti að tilveru fólks í landinu með stuðningi stjórnvalda.“ Andrés segir að ekki sé við útgerðina að sakast, heldur stjórnmálamenn. „Þeir semja lögin. Útgerðin breytir ekki lögunum. Við vonum að þetta opni augu stjórnmálamanna og vekji þá til umhugsunar um þetta óvægna kerfi.“ Hann ítrekar að íbúarnir muni ekki gefast upp. „Við erum búin að prófa allt það hefðbundna. Nú er bara komið að óhefðbundnum leiðum. Íbúarnir eru algjörlega sameinaðir í þessu máli og við munum alls ekki gefast upp. Það er einfalt mál.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira