Klúður í Kópavogi: Kjörstjórn ruglaðist á A og Æ Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2014 13:56 Eldri hjón sem kusu utankjörstaða í Kópavogi skrifuðu A en ekki Æ á sinn kjörseðil og eru afar óhress. Þeim hjá Bjartri framtíð í Kópavogi hefur borist til eyrna að embætti Sýslumannsins í Kópavogi sé ekki með réttan bókstaf hjá framboðinu þeirra er varðar varðandi utankjörstaðaatkvæði. „Þetta hafi þrír mismunandi aðilar staðfest við okkur. Þeir hafi fengið bókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí s.l. samþykkti kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi (og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land) fengi bókstafinn Æ,“ segir í bréfi sem Andrés Pétursson formaður framkvæmdastjórnar Bjartrar framtíðar í Kópavogi sendi Vísi. „Björt framtíð í Kópavogi hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Eldri hjón sem komu að kjósa utankjörstaða í gær voru til dæmis mjög óhress með þetta mál.“ Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hvetur sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.Theodóra S. Þorsteinsdóttir er efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi segir þetta alveg einstaklega óþægilegt. Þau hafa fengið það staðfest frá þremur einstaklingum sem vildu kjósa Bjarta framtíð utan kjörstaða að þeir hafi, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, skrifað bókstafinn A á auðan kosningaseðilinn en ekki Æ. „Við viljum vita hvað verður um þessi atkvæði – hvort þau gildi sem Æ,“ segir Theodóra. Ekki er vitað hversu mörg atkvæði er um að ræða. Theodóra segir að það liggi fyrir að það sé á ábyrgð hvers kjósenda að vita hvaða staf hann eigi að skrifa niður en það sé ótækt að kjósendur fái rangar upplýsingar um það á kjörstað. Spurð hvort Björt framtíð geti ekki sjálfum sér um kennt, að hafa ekki verið duglegri við að auglýsa sinn staf, segir Theodóra það vel mega vera. En, hægara er um að tala en í að komast. „Það var ekki ljóst fyrr en 10. maí hvort við fengjum Æ eða ekki. 13. maí bar þeim þá, kjörstjórn, að birta upplýsingar um það á heimasíðu sinni. Það var ekki búið þá og er ekki búið enn. Þetta er mjög óþægilegt.“ Þau hjá Bjartri framtíð hafa rætt málið við sýslumanninn í Kópavogi og bæjaryfirvöld og verið er að skoða málið sem enn ríkir veruleg óvissa um. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þeim hjá Bjartri framtíð í Kópavogi hefur borist til eyrna að embætti Sýslumannsins í Kópavogi sé ekki með réttan bókstaf hjá framboðinu þeirra er varðar varðandi utankjörstaðaatkvæði. „Þetta hafi þrír mismunandi aðilar staðfest við okkur. Þeir hafi fengið bókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí s.l. samþykkti kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi (og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land) fengi bókstafinn Æ,“ segir í bréfi sem Andrés Pétursson formaður framkvæmdastjórnar Bjartrar framtíðar í Kópavogi sendi Vísi. „Björt framtíð í Kópavogi hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Eldri hjón sem komu að kjósa utankjörstaða í gær voru til dæmis mjög óhress með þetta mál.“ Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hvetur sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.Theodóra S. Þorsteinsdóttir er efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi segir þetta alveg einstaklega óþægilegt. Þau hafa fengið það staðfest frá þremur einstaklingum sem vildu kjósa Bjarta framtíð utan kjörstaða að þeir hafi, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, skrifað bókstafinn A á auðan kosningaseðilinn en ekki Æ. „Við viljum vita hvað verður um þessi atkvæði – hvort þau gildi sem Æ,“ segir Theodóra. Ekki er vitað hversu mörg atkvæði er um að ræða. Theodóra segir að það liggi fyrir að það sé á ábyrgð hvers kjósenda að vita hvaða staf hann eigi að skrifa niður en það sé ótækt að kjósendur fái rangar upplýsingar um það á kjörstað. Spurð hvort Björt framtíð geti ekki sjálfum sér um kennt, að hafa ekki verið duglegri við að auglýsa sinn staf, segir Theodóra það vel mega vera. En, hægara er um að tala en í að komast. „Það var ekki ljóst fyrr en 10. maí hvort við fengjum Æ eða ekki. 13. maí bar þeim þá, kjörstjórn, að birta upplýsingar um það á heimasíðu sinni. Það var ekki búið þá og er ekki búið enn. Þetta er mjög óþægilegt.“ Þau hjá Bjartri framtíð hafa rætt málið við sýslumanninn í Kópavogi og bæjaryfirvöld og verið er að skoða málið sem enn ríkir veruleg óvissa um.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira