Sagði eina konuna geðveika, aðra hafa framið sjálfsmorð og þriðju vera súludansmær Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2014 15:10 Fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins segir Gunnar Þorsteinsson reglulega saka fólk um svik. Vísir/GVA „Ég fæ bara sms boð um að það sé almenn herkvaðning í krossinum,“ sagði Björn Ingi Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins og einn þeirra sem bar vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum. Honum var gert að halda fræðslustund í Krossinum í kjölfar frétta sem birtust á vefmiðlinum Pressunni. Björn sagði Gunnar hafa sagt sér frá því að þrjár konur væru að bera hann sökum, ein þeirra væri geðveik, ein þeirra hafi framið sjálfsmorð eða dáið úr alnæmi og sú þriðja væri súludansmær. Björn sagði Gunnar reglulega bera á fólk, meðal annars sig sjálfan, að það væri svikult. „Ég á bágt með að gamall félagi skuli koma svona í bakið á mér. Að það sé spunninn slíkur vefur, það er með ólíkindum. Mér er blandað saman við fólk sem ég þekki ekki, hef ekki heilsað og ekki komið nálægt,“ sagði Björn og horfði á Gunnar, sem leit undan. Björn sagðist þó hafa reynt að koma málum í faglegan farveg en segir hann Gunnar hafa þvertekið fyrir það allan tímann. Björn bar undir hann þrettán ára gamla sögu frá konu sem kom til hans og leitaði aðstoðar. „Ég fékk þá bara yfir mig gusur og skammyrði og það endaði með því að ég þurfti að víkja frá,“ sagði Björn. Málið tengist ásökunum á hendur Gunnari, þess efnis að hann hafi áreitt sjö konur í Krossinum. Gunnar hefur ávallt haldið því fram að þessar ásakanir tengist pólitík og valdabaráttu í söfnuðinum og haldið fram sakleysi sínu. Pressan birti nokkrar fréttir af þessum ásökunum, sú fyrsta var 23. nóvember 2010 og krafðist Gunnar þess að vefmiðillinn drægi fréttirnar til baka en þáverandi ritstjóri, Steingrímur Sævarr Ólafsson sagði miðilinn standa við fréttirnar. Í kjölfar þessa kærði svo Gunnar. Aðalmeðferð málsins stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 „Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41 Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 „Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Ég fæ bara sms boð um að það sé almenn herkvaðning í krossinum,“ sagði Björn Ingi Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins og einn þeirra sem bar vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum. Honum var gert að halda fræðslustund í Krossinum í kjölfar frétta sem birtust á vefmiðlinum Pressunni. Björn sagði Gunnar hafa sagt sér frá því að þrjár konur væru að bera hann sökum, ein þeirra væri geðveik, ein þeirra hafi framið sjálfsmorð eða dáið úr alnæmi og sú þriðja væri súludansmær. Björn sagði Gunnar reglulega bera á fólk, meðal annars sig sjálfan, að það væri svikult. „Ég á bágt með að gamall félagi skuli koma svona í bakið á mér. Að það sé spunninn slíkur vefur, það er með ólíkindum. Mér er blandað saman við fólk sem ég þekki ekki, hef ekki heilsað og ekki komið nálægt,“ sagði Björn og horfði á Gunnar, sem leit undan. Björn sagðist þó hafa reynt að koma málum í faglegan farveg en segir hann Gunnar hafa þvertekið fyrir það allan tímann. Björn bar undir hann þrettán ára gamla sögu frá konu sem kom til hans og leitaði aðstoðar. „Ég fékk þá bara yfir mig gusur og skammyrði og það endaði með því að ég þurfti að víkja frá,“ sagði Björn. Málið tengist ásökunum á hendur Gunnari, þess efnis að hann hafi áreitt sjö konur í Krossinum. Gunnar hefur ávallt haldið því fram að þessar ásakanir tengist pólitík og valdabaráttu í söfnuðinum og haldið fram sakleysi sínu. Pressan birti nokkrar fréttir af þessum ásökunum, sú fyrsta var 23. nóvember 2010 og krafðist Gunnar þess að vefmiðillinn drægi fréttirnar til baka en þáverandi ritstjóri, Steingrímur Sævarr Ólafsson sagði miðilinn standa við fréttirnar. Í kjölfar þessa kærði svo Gunnar. Aðalmeðferð málsins stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 „Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41 Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 „Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08
Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44
„Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41
Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59
Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50
„Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42