"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2014 18:29 Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. Skarphéðinn Andri var fæddur árið 1995, en hann lenti í bílsysi á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal fyrr í mánuðinum. Með honum í bílnum var kærasta hans, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir sextán ára, sem lést samstundis. Skarphéðinn slasaðist alvarlega í slysinu og háði erfiða baráttu sem lauk í gær. Hann hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna og í dag greindi móðir hans, Steinunn Rósa Einarsdóttir, frá því að sex einstaklingar kæmu til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins, þar á meðal 16 ára drengur sem fengi hjarta hans. „Þetta var það sem hann vildi alltaf og er okkur þess vegna mikil gleði í allri þessari sorg. Það hjálpar okkur að hann skuli vera að gefa, jafnvel þótt hann sé farinn,“ segir Steinunn Rósa. Fjölskyldan ræddi líffæragjöf mikið sín á milli. Skarphéðinn og bræður hans voru allir sömu skoðunar, þeir vildu gefa líffæri ef til þess kæmi. „Maður er í vissu áfalli þegar maður missir aðstandendur, en þá er einmitt gott að hafa talað um þetta. Við minntumst ekki bara á þetta einu sinni heldur ræddum þetta oft,“ segir Einar Sveinn Kristjánsson, bróðir Skarphéðins. „Þetta er ljósið í myrkrinu. Þrátt fyrir að maður sé að missa bróður sinn, þá slær hjarta hans áfram einhverstaðar úti í heimi. Það hjálpar manni í gegnum sorgina,“ segir hann.Fjölskylda Skarphéðins stendur fyrir minningarathöfn í Áskirkju klukkan átta í kvöld. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. Skarphéðinn Andri var fæddur árið 1995, en hann lenti í bílsysi á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal fyrr í mánuðinum. Með honum í bílnum var kærasta hans, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir sextán ára, sem lést samstundis. Skarphéðinn slasaðist alvarlega í slysinu og háði erfiða baráttu sem lauk í gær. Hann hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna og í dag greindi móðir hans, Steinunn Rósa Einarsdóttir, frá því að sex einstaklingar kæmu til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins, þar á meðal 16 ára drengur sem fengi hjarta hans. „Þetta var það sem hann vildi alltaf og er okkur þess vegna mikil gleði í allri þessari sorg. Það hjálpar okkur að hann skuli vera að gefa, jafnvel þótt hann sé farinn,“ segir Steinunn Rósa. Fjölskyldan ræddi líffæragjöf mikið sín á milli. Skarphéðinn og bræður hans voru allir sömu skoðunar, þeir vildu gefa líffæri ef til þess kæmi. „Maður er í vissu áfalli þegar maður missir aðstandendur, en þá er einmitt gott að hafa talað um þetta. Við minntumst ekki bara á þetta einu sinni heldur ræddum þetta oft,“ segir Einar Sveinn Kristjánsson, bróðir Skarphéðins. „Þetta er ljósið í myrkrinu. Þrátt fyrir að maður sé að missa bróður sinn, þá slær hjarta hans áfram einhverstaðar úti í heimi. Það hjálpar manni í gegnum sorgina,“ segir hann.Fjölskylda Skarphéðins stendur fyrir minningarathöfn í Áskirkju klukkan átta í kvöld.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira