Píratar vilja halda í sinn mann í stjórn RÚV ohf Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2014 13:58 Píratar segja illa farið með góðan dreng, sem er Pétur, að vilja henda honum út úr stjórn RÚV ohf. anton brink Píratar hafa sent út tilkynningu þar sem þeir vekja athygli á þeim áformum að Framsóknarflokkurinn vilji fjölga fulltrúum í stjórn RÚV á kostnað þeirra. „Í dag kýs Alþingi að nýju í stjórn RÚV. Fyrir liggur að minnst tveir stjórnarmenn munu yfirgefa stjórnina, auk þess sem líklegt er að fulltrúi Bjartrar framtíðar fari úr stjórn vegna framboðs til borgarstjórnar. Þeir tveir fulltrúar sem fullvíst er að yfirgefi stjórn RÚV eru annars vegar Magnús Geir Þórðarson, sem ráðinn hefur verið útvarpsstjóri og hins vegar fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn ætla að fleygja úr stjórn til að koma fleiri fulltrúum að úr eigin röðum. Skipting stjórnarmanna í RÚV verður því eftir kosningu Alþingis; sex fulltrúar tilnefndir af stjórnarmeirihlutanum og þrír af minnihlutanum,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Píratar segja að sinn fulltrúi, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hafi lagt gott eitt til í þrengingum RÚV undanfarin misseri og hafi látið til sín taka „til að sporna gegn afar óvinsælum gjörningum fyrrverandi útvarpsstjóra. Pírötum þykja það forkastanleg vinnubrögð að fleygja út þessum góða stjórnarmanni, í ekki síst nú á þessum miklu breytingar- og umrótstímum hjá stofnuninni, með nýjan útvarpsstjóra og tiltölulega nýja stjórn, sem kosinn var í júlí sl. og nú mun taka jafnmiklum breytingum og lýst er hér að ofan.“ Píratar skora á stjórn RÚV að mótmæla þeim gerningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að fleygja góðum dreng úr stjórn RÚV og skora á þingheim að hafa frekar hagsmuni Ríkisútvarpsins að leiðarljósi í ákvörðunum sínum: „Þá hvetja Píratar einnig listafólk til að mótmæla með sama hætti því eins og kom fram í hjálagðri yfirlýsingu Pírata frá því í sumar, voru aðal- og varafulltrúi í stjórn RÚV tilnefndir, ekki síst með hagsmuni lista- og menningar í huga. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hefur verið ötull talsmaður lista og menningar í stjórninni og sárt að sjá eftir honum.“ Málið er á dagskrá þingsins uppúr klukkan 15:00 og víst er að margir sem láta sig málið varða munu fylgjast grannt með gangi mála. Þeirra á meðal er varamaður Pírata í stjórn, Lára Hanna Einarsdóttir þýðandi. Hún segir á Facebooksíðu sinni: „Til stendur af hálfu stjórnarflokkanna að vaða yfir lýðræðið, eina ferðina enn, og eigna sér enn einn fulltrúa í stjórninni þannig að stjórnarflokkarnir hafi þá 6 fulltrúa af 9 en Píratar engan. Þeir ætluðu að gera þetta í fyrrasumar en það mistókst hjá þeim. Tekst þeim þetta í dag?“ Innlegg by Lára Hanna Einarsdóttir. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Píratar hafa sent út tilkynningu þar sem þeir vekja athygli á þeim áformum að Framsóknarflokkurinn vilji fjölga fulltrúum í stjórn RÚV á kostnað þeirra. „Í dag kýs Alþingi að nýju í stjórn RÚV. Fyrir liggur að minnst tveir stjórnarmenn munu yfirgefa stjórnina, auk þess sem líklegt er að fulltrúi Bjartrar framtíðar fari úr stjórn vegna framboðs til borgarstjórnar. Þeir tveir fulltrúar sem fullvíst er að yfirgefi stjórn RÚV eru annars vegar Magnús Geir Þórðarson, sem ráðinn hefur verið útvarpsstjóri og hins vegar fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn ætla að fleygja úr stjórn til að koma fleiri fulltrúum að úr eigin röðum. Skipting stjórnarmanna í RÚV verður því eftir kosningu Alþingis; sex fulltrúar tilnefndir af stjórnarmeirihlutanum og þrír af minnihlutanum,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Píratar segja að sinn fulltrúi, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hafi lagt gott eitt til í þrengingum RÚV undanfarin misseri og hafi látið til sín taka „til að sporna gegn afar óvinsælum gjörningum fyrrverandi útvarpsstjóra. Pírötum þykja það forkastanleg vinnubrögð að fleygja út þessum góða stjórnarmanni, í ekki síst nú á þessum miklu breytingar- og umrótstímum hjá stofnuninni, með nýjan útvarpsstjóra og tiltölulega nýja stjórn, sem kosinn var í júlí sl. og nú mun taka jafnmiklum breytingum og lýst er hér að ofan.“ Píratar skora á stjórn RÚV að mótmæla þeim gerningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að fleygja góðum dreng úr stjórn RÚV og skora á þingheim að hafa frekar hagsmuni Ríkisútvarpsins að leiðarljósi í ákvörðunum sínum: „Þá hvetja Píratar einnig listafólk til að mótmæla með sama hætti því eins og kom fram í hjálagðri yfirlýsingu Pírata frá því í sumar, voru aðal- og varafulltrúi í stjórn RÚV tilnefndir, ekki síst með hagsmuni lista- og menningar í huga. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hefur verið ötull talsmaður lista og menningar í stjórninni og sárt að sjá eftir honum.“ Málið er á dagskrá þingsins uppúr klukkan 15:00 og víst er að margir sem láta sig málið varða munu fylgjast grannt með gangi mála. Þeirra á meðal er varamaður Pírata í stjórn, Lára Hanna Einarsdóttir þýðandi. Hún segir á Facebooksíðu sinni: „Til stendur af hálfu stjórnarflokkanna að vaða yfir lýðræðið, eina ferðina enn, og eigna sér enn einn fulltrúa í stjórninni þannig að stjórnarflokkarnir hafi þá 6 fulltrúa af 9 en Píratar engan. Þeir ætluðu að gera þetta í fyrrasumar en það mistókst hjá þeim. Tekst þeim þetta í dag?“ Innlegg by Lára Hanna Einarsdóttir.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira