Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Haraldur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Ragnheiður E. Árnadóttir iðnaðarráðherra og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, skoðuðu húsnæðið að undirritun lokinni. Vísir/GVA „Fyrirtækið er ólíkt mörgum öðrum að því leytinu til að öll okkar framleiðsla mun seljast vegna mikils skorts á þessum afurðum þörungsins,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Skarphéðinn og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifuðu í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar mun Algalíf rækta þörunga og vinna úr þeim virka efnið astaxanthin, sem er sterkt andoxunarefni og er meðal annars notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur. Algalíf var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Átta manns starfa nú hjá fyrirtækinu en starfsmenn verða um þrjátíu talsins þegar verksmiðjan verður komin í full afköst um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun að sögn Skarphéðins kosta um tvo milljarða króna. Fyrirtækið nýtir nú fimmtán hundruð fermetra húsnæði á Ásbrú en áform eru um að stækka húsnæðið um sex þúsund fermetra. „Í rauninni er búið að vinna markvisst með þennan þörung í tæp tvö ár og við höfum leitað að húsnæði fyrir verksmiðjuna bæði hér og erlendis. Ákvörðunin um að fara á Ásbrú var tekin snemma síðasta haust og þá var farið á fullt í að semja,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að margar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni um að reisa verksmiðjuna hér á landi. „Augljósi kosturinn er hagstætt orkuverð, en það var ekki úrslitaatriði því verðið er lægra í Bandaríkjunum. Samfélagið í Reykjanesbæ er einnig mjög opið og vildi styðja við okkur, veðurfarið er hagstætt fyrir framleiðsluna vegna kuldans og hér er nóg af hreinu vatni. Þörungarnir vaxa í vel yfir tuttugu stiga hita og því getum við notast við náttúrulega kælingu allt árið.“ Verksmiðjan verður að sögn Skarphéðins sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. „Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.“ Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Fyrirtækið er ólíkt mörgum öðrum að því leytinu til að öll okkar framleiðsla mun seljast vegna mikils skorts á þessum afurðum þörungsins,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Skarphéðinn og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifuðu í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar mun Algalíf rækta þörunga og vinna úr þeim virka efnið astaxanthin, sem er sterkt andoxunarefni og er meðal annars notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur. Algalíf var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Átta manns starfa nú hjá fyrirtækinu en starfsmenn verða um þrjátíu talsins þegar verksmiðjan verður komin í full afköst um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun að sögn Skarphéðins kosta um tvo milljarða króna. Fyrirtækið nýtir nú fimmtán hundruð fermetra húsnæði á Ásbrú en áform eru um að stækka húsnæðið um sex þúsund fermetra. „Í rauninni er búið að vinna markvisst með þennan þörung í tæp tvö ár og við höfum leitað að húsnæði fyrir verksmiðjuna bæði hér og erlendis. Ákvörðunin um að fara á Ásbrú var tekin snemma síðasta haust og þá var farið á fullt í að semja,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að margar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni um að reisa verksmiðjuna hér á landi. „Augljósi kosturinn er hagstætt orkuverð, en það var ekki úrslitaatriði því verðið er lægra í Bandaríkjunum. Samfélagið í Reykjanesbæ er einnig mjög opið og vildi styðja við okkur, veðurfarið er hagstætt fyrir framleiðsluna vegna kuldans og hér er nóg af hreinu vatni. Þörungarnir vaxa í vel yfir tuttugu stiga hita og því getum við notast við náttúrulega kælingu allt árið.“ Verksmiðjan verður að sögn Skarphéðins sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. „Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.“
Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira