Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2014 20:00 Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. Launin eru frítt fæði og húsnæði. Við tókum eftir kettinum þegar verið var að sýna okkur seiðaeldisstöð Dýrfisks í Tálknafirði á dögunum. Hann læddist milli eldiskerjanna, stökk meira að segja upp á þau og horfði ofan á fiskana.Dýri var áður vistaður í kattaathvarfi í Reykjavík en er nú músaveiðari á Vestfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er Dýri, einn af starfsmönnunum hérna,“ sagði Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks, þegar hann kynnti fréttamönnum Stöðvar 2 fyrir þessum fjórfætta starfskrafti. „Hann kemur að sunnan, úr athvarfi, Kattholti, og er að aðstoða okkur við það sem við þurfum að láta hann gera.“Dýri í eftirlitsferð milli eldiskerjanna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dýri býr í fiskeldisstöðinni og þar neðst í hillustæðu á hann sitt eigið ból. Þaðan fer hann reglulega eftirlitsferðir um húsakynnin og grandskoðar hvert skúmaskot. „Við notum hann í eftirlit á kvöldin og á nóttinni og hann hjálpar okkur að bægja frá óæskilegu, músum og öðru þvíumlíku,“ sagði Sigurvin. En skyldu fiskarnir í kerjunum vera freistandi matur fyrir kisa? Nei, hann stenst þá freistingu en fylgist þó vel með þegar fiskunum er gefið.Dýri fylgist með þegar fiskunum er gefið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og launin fyrir starfið? „Hann vinnur fyrir fæði og húsnæði,“ svaraði Sigurvin. „Starfsmaður mánaðarins,“ sagði Telma Tómasson fréttaþulur.Vísir/Egill Aðalsteinsson Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. Launin eru frítt fæði og húsnæði. Við tókum eftir kettinum þegar verið var að sýna okkur seiðaeldisstöð Dýrfisks í Tálknafirði á dögunum. Hann læddist milli eldiskerjanna, stökk meira að segja upp á þau og horfði ofan á fiskana.Dýri var áður vistaður í kattaathvarfi í Reykjavík en er nú músaveiðari á Vestfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er Dýri, einn af starfsmönnunum hérna,“ sagði Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks, þegar hann kynnti fréttamönnum Stöðvar 2 fyrir þessum fjórfætta starfskrafti. „Hann kemur að sunnan, úr athvarfi, Kattholti, og er að aðstoða okkur við það sem við þurfum að láta hann gera.“Dýri í eftirlitsferð milli eldiskerjanna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dýri býr í fiskeldisstöðinni og þar neðst í hillustæðu á hann sitt eigið ból. Þaðan fer hann reglulega eftirlitsferðir um húsakynnin og grandskoðar hvert skúmaskot. „Við notum hann í eftirlit á kvöldin og á nóttinni og hann hjálpar okkur að bægja frá óæskilegu, músum og öðru þvíumlíku,“ sagði Sigurvin. En skyldu fiskarnir í kerjunum vera freistandi matur fyrir kisa? Nei, hann stenst þá freistingu en fylgist þó vel með þegar fiskunum er gefið.Dýri fylgist með þegar fiskunum er gefið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og launin fyrir starfið? „Hann vinnur fyrir fæði og húsnæði,“ svaraði Sigurvin. „Starfsmaður mánaðarins,“ sagði Telma Tómasson fréttaþulur.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30
Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00