Ein með öllu á Akureyri: Hátíðargestir heppnir með veður Bjarki Ármannsson skrifar 2. ágúst 2014 21:04 Ungviðurinn skemmti sér í miðbæ Akureyrar í dag. Vísir/Andri Marinó „Við erum rosalega hamingjusamir hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, talsmaður Einnar með öllu á Akureyri. Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina kom ansi vel út fyrir gesti hátíðarinnar, en getur verið að veðrið í dag hafi verið jafn gott og myndir frá hátíðinni gefa til kynna? „Ég er ekki að djóka með þetta,“ segir Davíð. „Kiwanis-mælirinn hérna á Ráðhústorginu fór í tuttugu gráður í dag. Hann er samt svona ekta Akureyrar-mælir, hann sýnir stundum meira en hann má.“ Davíð viðurkennir þó að meiriháttar skýfall hafi skollið á í smástund, „bara til að gleðja Reykvíkinga,“ eins og hann orðar það. Erfitt er að segja til um hversu margir gestir sækja hátíðina, þar sem ekki er rukkað inn á neina viðburði. Davíð Rúnar segir samt mun fleiri gesti á hátíðinni nú í ár en oft áður. „Fólk er núna að flykkjast hingað niður í bæinn,“ segir hann en nú klukkan níu hófst tónleikadagskrá sem stendur yfir fram yfir miðnætti. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Retro Stefson, Made in sveitin með Hreim Örn Heimisson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi og sjálfur Páll Óskar. Aðalkvöld hátíðarinnar er svo annað kvöld, þar sem Spariballinu lýkur með flugeldasýningu og tónleikum Stjórnarinnar að hætti gömlu Sjallakvöldanna. Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofu, fangaði frábærar myndir af hátíðinni í dag og nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan. Veður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
„Við erum rosalega hamingjusamir hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, talsmaður Einnar með öllu á Akureyri. Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina kom ansi vel út fyrir gesti hátíðarinnar, en getur verið að veðrið í dag hafi verið jafn gott og myndir frá hátíðinni gefa til kynna? „Ég er ekki að djóka með þetta,“ segir Davíð. „Kiwanis-mælirinn hérna á Ráðhústorginu fór í tuttugu gráður í dag. Hann er samt svona ekta Akureyrar-mælir, hann sýnir stundum meira en hann má.“ Davíð viðurkennir þó að meiriháttar skýfall hafi skollið á í smástund, „bara til að gleðja Reykvíkinga,“ eins og hann orðar það. Erfitt er að segja til um hversu margir gestir sækja hátíðina, þar sem ekki er rukkað inn á neina viðburði. Davíð Rúnar segir samt mun fleiri gesti á hátíðinni nú í ár en oft áður. „Fólk er núna að flykkjast hingað niður í bæinn,“ segir hann en nú klukkan níu hófst tónleikadagskrá sem stendur yfir fram yfir miðnætti. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Retro Stefson, Made in sveitin með Hreim Örn Heimisson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi og sjálfur Páll Óskar. Aðalkvöld hátíðarinnar er svo annað kvöld, þar sem Spariballinu lýkur með flugeldasýningu og tónleikum Stjórnarinnar að hætti gömlu Sjallakvöldanna. Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofu, fangaði frábærar myndir af hátíðinni í dag og nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Veður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira