Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Sveinn Arnarsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Gert er ráð fyrir að útgjaldaaukning sjúkratrygginga sé mest vegna lækniskostnaðar og vegna leyfisskyldra lyfja, eða S-merktra lyfja. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar ríkisins fari allt að þremur milljörðum fram úr þeim fjárheimildum á árinu sem stofnuninni eru settar með fjárlögum. Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru Sjúkratryggingar komnar um 870 milljónum króna fram úr áætlun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ársáætlanir ríkisstofnana fyrir árið 2014 kemur fram að gert er ráð fyrir að útgjaldaaukning sjúkratrygginga sé mest vegna lækniskostnaðar og vegna leyfisskyldra lyfja (svokallaðra S-merktra lyfja). Þau lyf eru notuð á sjúkrahúsum landsins en greidd af Sjúkratryggingum Íslands. „Það er vissulega rétt að það stefnir ekki í góða afkomu Sjúkratrygginga í ár og þetta er alls ekki auðvelt að ná utan um,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Það þarf hins vegar að gera skýran mun á rekstri sjúkratrygginga og þeirra réttindaflokka sem við sinnum og heyra undir okkur. Rekstur Sjúkratrygginga sem slíkur er í afar góðum farvegi en það stefnir í að réttindaflokkarnir fari umtalsvert fram úr forsendum fjárlaga,“ segir Steingrímur Ari. „Stærsti liðurinn sem skýrir þennan umframkostnað er lækniskostnaður sem er um milljarður. Sá samningur var gerður við sérgreinalækna í lok síðasta árs.“ Að mati Ríkisendurskoðunar hefur ekki verið gripið til nægilega markvissra aðgerða til að stemma stigu við kostnaði Sjúkratrygginga þannig að tryggt sé að hann verið í samræmi við heimildir fjárlaga í lok árs. Samt sem áður hefur verið kynnt nýtt greiðsluþátttökukerfi sem minnkar þátttöku ríkisins umtalsvert í lyfjakaupum landsmanna. Fjárlaganefnd mun fara yfir máliðVigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist ekki hvika frá því markmiði að skila hallalausum fjárlögum og að stofnun eins og sjúkratryggingar verði að koma á fund fjárlaganefndar og útskýra stöðu mála. „Við sjáum á nokkrum stöðum rauð blikkandi ljós í nokkrum málaflokkum. Eftir verslunarmannahelgi fer nefndin að funda um þær stofnanir sem hafa farið fram úr í sex mánaða uppgjöri sínu. Þá munum við taka til óspilltra málanna,“ segir Vigdís. „Í þessu tilfelli sjúkratrygginga hefur einhver vanáætlun átt sér stað og áður en ég fer að tjá mig um málið þá vil ég að stofnunin fái að koma á fund nefndarinnar og fái tækifæri til að útskýra þessa vanáætlun sína." Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Líklegt þykir að Sjúkratryggingar ríkisins fari allt að þremur milljörðum fram úr þeim fjárheimildum á árinu sem stofnuninni eru settar með fjárlögum. Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru Sjúkratryggingar komnar um 870 milljónum króna fram úr áætlun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ársáætlanir ríkisstofnana fyrir árið 2014 kemur fram að gert er ráð fyrir að útgjaldaaukning sjúkratrygginga sé mest vegna lækniskostnaðar og vegna leyfisskyldra lyfja (svokallaðra S-merktra lyfja). Þau lyf eru notuð á sjúkrahúsum landsins en greidd af Sjúkratryggingum Íslands. „Það er vissulega rétt að það stefnir ekki í góða afkomu Sjúkratrygginga í ár og þetta er alls ekki auðvelt að ná utan um,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Það þarf hins vegar að gera skýran mun á rekstri sjúkratrygginga og þeirra réttindaflokka sem við sinnum og heyra undir okkur. Rekstur Sjúkratrygginga sem slíkur er í afar góðum farvegi en það stefnir í að réttindaflokkarnir fari umtalsvert fram úr forsendum fjárlaga,“ segir Steingrímur Ari. „Stærsti liðurinn sem skýrir þennan umframkostnað er lækniskostnaður sem er um milljarður. Sá samningur var gerður við sérgreinalækna í lok síðasta árs.“ Að mati Ríkisendurskoðunar hefur ekki verið gripið til nægilega markvissra aðgerða til að stemma stigu við kostnaði Sjúkratrygginga þannig að tryggt sé að hann verið í samræmi við heimildir fjárlaga í lok árs. Samt sem áður hefur verið kynnt nýtt greiðsluþátttökukerfi sem minnkar þátttöku ríkisins umtalsvert í lyfjakaupum landsmanna. Fjárlaganefnd mun fara yfir máliðVigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist ekki hvika frá því markmiði að skila hallalausum fjárlögum og að stofnun eins og sjúkratryggingar verði að koma á fund fjárlaganefndar og útskýra stöðu mála. „Við sjáum á nokkrum stöðum rauð blikkandi ljós í nokkrum málaflokkum. Eftir verslunarmannahelgi fer nefndin að funda um þær stofnanir sem hafa farið fram úr í sex mánaða uppgjöri sínu. Þá munum við taka til óspilltra málanna,“ segir Vigdís. „Í þessu tilfelli sjúkratrygginga hefur einhver vanáætlun átt sér stað og áður en ég fer að tjá mig um málið þá vil ég að stofnunin fái að koma á fund nefndarinnar og fái tækifæri til að útskýra þessa vanáætlun sína."
Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira