Vonast til þess að hann fái að keppa Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. júlí 2014 09:00 Þjóðverjinn Marcus Rehm er magnaður íþróttamaður sem verðskuldar keppnisrétt á Evrópumótinu í Zürich að mati Helga. Fréttablaðið/Getty „Ég er ekki sammála því að það eigi að banna honum þátttöku. Gervifótur kemur aldrei í stað venjulegs fótar,“ sagði Helgi Sveinsson spjótkastari, sem er einn af nokkrum íþróttamönnum sem nota gervifót frá Össuri, um málefni Marcus Rehm. Langstökkvarinn Marcus Rehm frá Þýskalandi sigraði á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum þegar hann stökk 8,24 metra um helgina. Með því náði Rehm lágmarki fyrir EM ófatlaðra sem fer fram í Zürich síðar í sumar en hann keppir með gervifót frá Össuri og hefur umræða myndast um hvort hann eigi að fá keppnisrétt á EM. „Ég skil alveg að fólk gæti trúað að hann hefði eitthvert forskot. Ég held að fólk hræðist það sem það þekkir ekki, hlaupafjöður kemur aldrei í stað venjulegs fótar. Hann er framúrskarandi íþróttamaður, þessi strákur. Hann er að ná öllu út úr því sem hægt er með þennan fót,“ sagði Helgi. Helgi sá líkindi með málinu og máli Oscars Pistorius sem vann fyrstur til verðlauna á HM ófatlaðra með gervifót árið 2011. Oscar fékk síðan þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London ári síðar. „Til að byrja með var Oscar rannsakaður í bak og fyrir en á endanum fékk hann að keppa. Ég vonast til þess að fyrst Oscar fékk að keppa fái Marcus að keppa líka. Það er búið að ryðja veginn og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann keppi,“ sagði Helgi. „Þó að þú missir fót geturðu alveg komist í fremstu röð. Hann er ungu keppnisfólki góð fyrirmynd,“ sagði Helgi. Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
„Ég er ekki sammála því að það eigi að banna honum þátttöku. Gervifótur kemur aldrei í stað venjulegs fótar,“ sagði Helgi Sveinsson spjótkastari, sem er einn af nokkrum íþróttamönnum sem nota gervifót frá Össuri, um málefni Marcus Rehm. Langstökkvarinn Marcus Rehm frá Þýskalandi sigraði á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum þegar hann stökk 8,24 metra um helgina. Með því náði Rehm lágmarki fyrir EM ófatlaðra sem fer fram í Zürich síðar í sumar en hann keppir með gervifót frá Össuri og hefur umræða myndast um hvort hann eigi að fá keppnisrétt á EM. „Ég skil alveg að fólk gæti trúað að hann hefði eitthvert forskot. Ég held að fólk hræðist það sem það þekkir ekki, hlaupafjöður kemur aldrei í stað venjulegs fótar. Hann er framúrskarandi íþróttamaður, þessi strákur. Hann er að ná öllu út úr því sem hægt er með þennan fót,“ sagði Helgi. Helgi sá líkindi með málinu og máli Oscars Pistorius sem vann fyrstur til verðlauna á HM ófatlaðra með gervifót árið 2011. Oscar fékk síðan þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London ári síðar. „Til að byrja með var Oscar rannsakaður í bak og fyrir en á endanum fékk hann að keppa. Ég vonast til þess að fyrst Oscar fékk að keppa fái Marcus að keppa líka. Það er búið að ryðja veginn og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann keppi,“ sagði Helgi. „Þó að þú missir fót geturðu alveg komist í fremstu röð. Hann er ungu keppnisfólki góð fyrirmynd,“ sagði Helgi.
Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira